Leita í fréttum mbl.is

Pistill Nökkva: Opna skoska meistaramótiđ

Nökkvi SverrissonOpna skoska meistaramótiđ ćtti ekki ađ ţurfa ađ kynna fyrir hinum almenna skákáhugamanni. Mótiđ var fyrst haldiđ áriđ 1884 og hefur veriđ haldiđ nćstum hvert einasta ár síđan ţá og er ţađ ţví elsta árlega skákmót veraldar. Ţrátt fyrir ţađ hafa Íslendingar ekki veriđ nógu duglegir ađ sćkja ţetta sögufrćga mót.

Pörunin fyrstu 3 umferđirnar var međ öđru sniđi en hiđ vinsćla Monrad-kerfi en ţađ átti ađ auka áfangasénsa manna í mótinu. Ţađ virkađi ţannig ađ keppendum var skipt í tvennt, sem sagt viđ miđju og ţar kepptu menn innbyrđis. Ţannig ađ í stađinn fyrir ađ fá einn af sterkustu mönnum mótsins fékk ég heimamanninn Daniel Thomas(1793). Ég varđ snemma var viđ ţađ ađ hann stóđ ekki undir stigunum sínum en hann lék skelfilega af sér í byrjuninni sem gerđi mér kleift ađ hirđa frumkvćđiđ og eftir 26 leiki gafst hann upp.

Í annarri umferđ fékk ég skoska landsliđsmannin Alan Tate(2346) og mér ađ óvörum bauđ hann mér snemma jafntefli sem ég eđlilega tók enda 400 stigum lćgri og stađan í jafnvćgi.

Á ţessum tímapunkti var ég mjög sáttur og gerđi ráđ fyrir ađ fá viđráđalegan andstćđing í ţriđju umferđ. Jacob Aagard (2506) hét sá mađur og ćtla ég ađ skýra ţá tapskák hér á eftir.

Í fjórđu umferđ gerđi ég stutt jafntefli viđ Phillip M Giulian(2285).

Eftir pörun fimmtu umferđar gerđi ég mér vonir um sigur en andstćđingurinn minn var Martin Mitchell (2217). Ţrátt fyrir ađ vera međ svart fékk ég snemma betra og var međ unniđ á tímabili en tefldi endatafliđ illa og ţurfti ađ lokum ađ „sćtta" mig viđ óţarfa tap.

Nćsta skák var sú verst teflda ađ minni hálfu allt mótiđ en sem betur fer var andstćđingur minn, Eoin Campbell( 1868) ekki upp á sitt besta og lék af sér kalli í ellefta leik. Ţrátt fyrir ađ vera kalli yfir tókst mér ađ lenda í stórfelldum vandrćđum en hafđi ađ lokum sigur.

Ţrátt fyrir sigur gegn Boglarka Bea (2141) í sjöundu umferđ get ég ekki veriđ sáttur viđ taflmennsku mína ţví ađ á ţessum tímapunkti mótsins varđ ég var viđ ţađ ađ ég var í vandrćđum međ ađ klára unnar skákir, en heppnin var mér í hag og lék hún sig ofan í mátfléttu.

Áttunda umferđ var enn eitt stutta jafntefliđ, gegn Iain Swan(2259).

Í níundu umferđ var ţreytan farin ađ segja til sín, enda mörg stutt jafntefli samin. Ţrátt fyrir ađ vera međ töluđvert betri stöđu samdi ég jafntefli viđ Paul S Cooksey (2298) en ég var missti af góđu framhaldi.

Bestu kveđjur og ţakkir fyrir stuđninginn

Nökkvi Sverrisson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 8778851

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband