21.8.2012 | 16:57
Pistill frá Vigni Vatnari
Vignir Vatnar tefldi fyrr í sumar á alþjóðlegu skákmóti á Ítalíu, þar sem hann lenti í 1.-3. sæti í flokki 2000 stig og undir. Glæsilegur árangur það. Vignir fékk styrk frá Skáksambandinu til fararinnar og samkvæmt reglugerð segir hann nú frá ferðinni – í viðtalsformi. Stefán Bergsson tók viðtalið. Björn Þorfinnsson skýrir svo fyrir hann eina skák frá mótinu.
Hvernig var á Ítalíu? Allt fínt og rosa gaman.
Með hverjum varstu? Hilmi og Bjössa og pabba og Áróru og konu hans Bjössa og litlu stelpunni hans Bjössa man ekki hvað hún heitir. Bryn...eitthvað.
Hvernig gekk? Alveg mjög vel, rosa vel. Vann helling af skákum og gerði bara 2 jafntefli og tapaði einni.
Hvaða byrjanir tefldirðu? d4 og sikileyjarvörn, á móti d4 tefldi ég Rf6 og e6.
Hvað gerðiru meir en að tefla? Fór á ströndina, fór í sundlaugina, fór og keypti mér ís.
Fékkstu verðlaun? Risastóran bikar og 150 evrur. Eyddi þeim öllum í legó.
Í hvaða sæti varstu? 1.-3. Í flokknum 2000 stig og minna. Skrýtið samt að ég græddi bara 79 stig.
Hvað eru kominn upp í? 1600 stig sirka.
Hvað er næsta mótið? Í Tékklandi, Evrópumeistaramótið í flokki 9-10 ára.
Hlakkar þú til? Já, kannski fer ég svo aftur á NM.
Hverjir fara líka á EM? Dagur, Hilmir, Jokkó og Oliver.
Ætlarðu að tefla Rh3 í fyrsta leik? Nei hahaha, d4 eins og alltaf sem ég hef gert síðan ég var sex ára. Gerði það á fyrstu æfingunni minni. Þá lék ég alltaf Bf4 og Rc3 og svo Rb5 og hótaði að drepa á c7 hahaha.
Virkaði það vel? Já þegar ég var lítill.
Er það góð byrjun? Já, smá.
Er ekki auðvelt að stoppa það? Jú, bara ekki litlir krakkar.
Hvað ætlarðu að fara að gera i dag? Kannski í bíó. Kannski kaupa legó.
| Savino, D. - Stefansson, Vignir Vatnar (PGN) 1. b4{"Strákurinn á ekki eftir að vita sitt rjúkandi ráð gegn thessu apakattaafbrigði" hefur Ítalinn sennilega hugsað.} d6 2. Bb2 Nf6 3. Nf3 g6 4. g3 Bg7 5. Bg2 O-O 6. O-O c6 7. c4 Nbd7 8. d3 Qc7 9. Nbd2 Rb8 10. Rc1 b6 11. Rc2 Bb7 12. Qa1 c5{"Sjitt, pjakkurinn er vél" hefur Ítalinn væntanlega hugsað núna. Svartur hefur teflt eðlilega og klárað liðskipan sína, eitthvað sem er aðalsmerki Vignis. Staðan er í jafnvægi. } 13. a3 Rfc8 14. Bh3 Re8 15. d4 e5 16. dxc5 bxc5 17. e3 Ne4 18. Bg2 f5?!{ Kannski full hraustlegt en ekki slæmt. Betra var samt að tefla pósann - skipta upp á d2 og leika svo Rb6 og pressa á c4-veikleikann.} 19. b5 Ndf6 20. a4 a5?!{Lærdómsrík mistök. Maður verður að meta hvenær er gott að bregðast við framrásum andstæðingsins og hér var thað ótharfi. Framrásin á drottningarvængnum tekur mikinn tíma og óvíst hvort að hún skili nokkrum árangri og thví var betra að einbeita sér að eigin aðgerðum. T.d. 20. - g5 ef maður er kreisí eða 20.- Hbd8 ef maður er solid. Að auki er a5-peðið orðið veikleiki sem hvítur getur herjað á.} 21. Nxe4 Nxe4 22. Rd1 g5!?{Vignir er kreeeeisí!} 23. Nd2 Nf6! 24. Bxb7 Qxb7 25. Nb3 Qb6 26. Rcd2 Ne4 27. Rd5{ Strangt tiltekið er svartur með talsvert verra tafl en Vignir sér að hvítur reitirnir á kóngsvæng eru veikir og nýtir sér thað út í ystu æsar!} g4! 28. R1d3 Bf8{Verja "beisið" svo að hægt sé að einbeita sér að sókninni!} 29. Bc3 Ra8 30. Rd1 Re6 31. Kg2 h5{Skiljanlegur leikur en mögulega var betra að æða bara strax með hrókinn á h6 og reyna að djöflast á h-línunni.} 32. Rh1 Nf6 33. Qe1?!{Fullmikil bjartsýni -mun betra var að leika 33.Dd1 og hrókurinn er friðhelgur.} Nxd5{Vigni finnst aldrei leiðinlegt að vera liði yfir! Næst hefst hann handa við að undirbúa stórsókn!} 34. cxd5 Rh6 35. Nxa5 h4 36. Rg1 Kf7 37. Qd2 Rh5 38. Rb1 hxg3 39. hxg3 Qd8 40. b6 Qg5 41. Rh1?{Ítalinn bugast undir pressu og leikur skákinni af sér.} Rxh1 42. Kxh1 Qh5+ 43. Kg1 Be7?{Annað lærdómsríkt móment. Vignir vissi vel að hann var "með'ann" og lék thví fullhratt. Ítalinn átti núna sjéns á reddingu.} (43... Bg7! {tryggir svörtum unnið tafl}) 44. Kf1?{Ef að hvítur hefði fundið Bxe5 væri hann sennilega með fleiri skákstig!} (44. Bxe5 dxe5 45. d6 Ke6 46. dxe7 Rh8 47. e8=Q+ Qxe8 {og thessi klikkaða staða er í dýnamísku jafnvægi!}) Qh1+ 45. Ke2 Qf3+ 46. Ke1 Rh8 47. Qe2 Rh1+ 48. Kd2 Qxd5+ 49. Kc2 Qa2+ 50. Bb2 Qxa4+ 51. Nb3 Qe4+ 52. Kc3 Qb4+ 53. Kc2 c4 54. Nd2 Qa4+ 55. Kc3 d5 56. Nxc4 Bb4+ 57. Kd3 dxc4+{Vignir kórónaði svo frábæra frammistöðu sína með thví að tryggja sér deilt fyrsta sæti í mótinu fyrir ofan mun stigahærri menn. Hann var sultuslakur í lokaumferðunum thrátt fyrir bullandi toppbaráttu sem sýnir hvað reynsla, ekki síst reynsla erlendis, skiptir miklu máli. Vignir var að tefla við fullorðna menn á bilinu 1900-2000 nánast allt mótið og slíkir andstæðingar eru thví miður af skornum skammti heima á Íslandi. Að lokum var thað sannur heiður að fá að fylgjast með thessum ungu mannverufræðingum, Vigni og Hilmi Frey, að leik og starfi úti á Ítalíu. Thetta eru toppeintök sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni!} 0-1 |
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 22
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 148
- Frá upphafi: 8779028
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 117
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.