Leita í fréttum mbl.is

Skákhátíđ á Ströndum 2012: Frábćr veisla viđ ysta haf

Jóhanna Engilráđ stígur dans í TrékyllisvíkSkákhátíđ á Ströndum hefur unniđ sér fastan sess í íslensku skáklífi og hefur nú veriđ haldin ţriđju vikuna í júní fimm ár í röđ. Margir hafa kynnst undraheimi Strandasýslu í fyrsta sinn, ađrir njóta ţess ađ endurnýja kynni sín af einstakri náttúru og mannlífi. Ţađ er einkenni á hátíđinni ađ ţar tefla jafnt meistarar sem byrjendur, heimamenn og gestir úr öllum landsfjórđungum.

Skák ER skemmtileg á Hólmavík!Ađ ţessu sinni byrjađi hátíđin á Hólmavík föstudaginn 22. júní, ţegar Róbert Lagerman tefldi fjöltefli viđ 24 andstćđinga. Róbert var heiđursgestur hátíđarinnar, enda hefur hann tekiđ ţátt í skipulagningu hennar frá upphafi, og auk ţess margoft heimsótt Strandamenn og tekiđ ţátt í ótal skákviđburđum.

Óhćtt er ađ segja ađ fáir meistarar hafi mćtt jafn sterkum hópi í fjölteflinu, enda margir af gestum hátíđarinnar sem notuđu tćkifćriđ til ađ liđka fingurna í skák á móti Róbert. Fjöltefliđ var nýhafiđ ţegar Róbert fékk símtal um veikindi í nánustu fjölskyldu, en hann beit á jaxlinn og tefldi áfram einsog sannur herforingi. Hann stóđ ađ lokum uppi öruggur sigurvegari, en varđ ţó ađ játa sig sigrađan í nokkrum skákum, m.a. á móti hinum bráđefnilegu Hilmi Frey Heimissyni og Jóni Kristni Ţorgeirssyni.

Gauti Páll og Inga sigruđu í Djúpavík

Sigurvegarar!Frá Hólmavík lá leiđin í Djúpavík, ţar sem Eva Sigurbjörnsdóttir og Ásbjörn Ţorgilsson hafa í rúmlega aldarfjórđung rekiđ eitt skemmtilegasta hótel landsins. Sú var tíđ ađ síldarverksmiđjan í Djúpavík var sú stćrsta á landinu, en nú er hún safn og minnisvarđi um veröld sem var. Eva og Ásbjörn hafa frá upphafi tekiđ virkan ţátt í Skákhátíđ á Ströndum. Árin 2008, 2009 og 2010 voru haldin stórmót í gömlu verksmiđjunni. Helgi Ólafsson sigrađi fyrstu tvö árin en Jóhann Hjartarson sigrađi 2010 á 75 ára Afmćlismóti Friđriks Ólafssonar.

DSC_2887Í Djúpavík hafa líka frá upphafi veriđ haldin tvískákarmót, sem tvímćlalaust verđa ađ teljast međ allra skemmtilegustu mótum ársins. Ađ ţessu sinni voru 10 liđ skráđ til leiks og var leikgleđin allsráđandi.

Ađ lokum stóđu ţau Gauti Páll Jónsson og Ingibjörg Edda Birgisdóttir uppi sigurvegarar, en ,,Forsetaliđ" Gunnars Björnssonar og félaga varđ ađ gera sér annađ sćtiđ ađ góđu. Í ţriđja sćti urđu félagarnir Halldór Blöndal og Hilmir Freyr Heimisson.

Glćsileg verđlaun á Afmćlismóti Róberts

DSC_2944Laugardaginn 23. júní var stóra stundin runnin upp: Afmćlismót Róberts Lagerman í samkomuhúsinu í Trékyllisvík. Keppendur voru 44 og í ţeim hópi voru m.a. stórmeistararnir Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson, Bolvíkingurinn knái Guđmundur Gíslason, afmćlisbarniđ Róbert, Gunnar Björnsson forseti SÍ, Stefán Bergsson framkvćmdastjóri SÍ og grúi skákmanna af öllum stćrđum og gerđum, og voru í ţeim hópi sum efnilegustu börn og ungmenni landsins.

Valgeir í Árnesi og verđlaunahrókurinnŢar var keppt um sérlega vegleg verđlaun: Forláta sérsmíđađan hrók eftir handverksmanninn og snillinginn Valgeir Benediktsson í Árnesi. Valgeir og fjölskylda hans hafa á síđustu árum byggt upp Minja- og handverkshúsiđ Kört í Trékyllisvík, en ţar er varđveitt saga Árneshrepps og bođiđ upp á handverk eftir íbúa sveitarinnar. Óhćtt er ađ segja ađ Kört sé einstakt í íslenskri safnaflóru, og Valgeir er frćgur fyrir stórkostlega muni sem hann smíđar. Ađ auki fékk sigurvegarinn sérsmíđađan silfurhring eftir silfursmiđinn Úlfar Daníelsson. Á hringinn er letrađ, međ rúnaletri, kjörorđ skákhreyfingarinnar: Viđ erum ein fjölskylda.

DSC_3039Einsog viđ mátti búast stóđ keppnin um efsta sćtiđ milli stórmeistaranna, og Helgi virtist ćtla ađ sigra međ fullu húsi eftir ađ leggja Jóhann í innbyrđis viđureign. Gunnar Björnsson sýndi ţó hvađ í honum býr međ ţví ađ sigra Helga, svo stórmeistararnir sigldu ađ lokum jafnir í mark. Ţeir deildu ţví efsta sćtinu og titlinum Trékyllisvíkurmeistarinn 2012. Báđir fengu ţeir silfurhring ađ launum, en hrókurinn góđi mun hafa árleg vistaskipti hjá ţeim félögum. Hér verđur ađ koma fram ađ ţađ var Áróra Hrönn Skúladóttir, skákmamma međ meiru, sem lét gera ţrjá silfurhringa í tilefni hátíđarinnar og gaf ţá til mótshaldsins. Ţriđji hringurinn kom vitanlega í hlut afmćlisbarnsins Róberts. Hafi Áróra djúpa ţökk fyrir framlag sitt!

Međan á mótinu stóđ var Ingólfur Benediktsson bóndi í Árnesi heiđrađur fyrir óţreytandi stuđning viđ framkvćmd Skákhátíđar á Ströndum. Hann hefur á liđnum árum veriđ bođinn og búinn viđ ađ hjálpa í smáu sem stóru, og sama er ađ segja um hans góđa heimilisfólk. Ingólfur hlaut, sem örlítinn viđurkenningarvott flugmiđa fyrir tvo međ Flugfélaginu Ernir, sem heldur uppi áćtlunarflugi á Gjögur, sem er ,,millilandaflugvöllur" Árneshrepps, en Ernismenn hafa líka frá upphafi stutt viđ bakiđ á Skákhátíđ á Ströndum međ ráđum og dáđ.

DSC_3045Ţá var ađ vanda valinn best klćddi keppandi mótsins, og ađ ţessu sinni kom sá heiđurstitill í hlut Hrannars Jónssonar. Í umsögn dómnefndar Hrannar hrós fyrir ađ vera í senn einsog amerísk filmstjarna og rammíslenskur töffari. Verđlaunin voru ekki af lakari endanum: silkiklútur frá Samarkand í Úsbekistan, sem Jóhanna Kristjónsdóttir ferđafrömuđur gaf af ţessu tilefni.

 Háttvísasti keppandinn var valinn Gunnar Finnsson fyrrverandi skólastjóri í Trékyllisvík og víđar, en hans er minnst í Árneshreppi af miklum hlýhug enda hélt hann uppi skáklífi í sveitinni á níunda áratugnum.

Leikar fóru ţví svo ađ Jóhann og Helgi fengu 8 vinninga af 9 mögulegum, en nćstur kom Guđmundur Gíslason. Međal ţeirra sem náđu 6,5 vinningi var hinn ungi og bráđefnilegi Akureyringur, Jón Kristinn Ţorgeirsson, sem sýndi og sannađi ađ hann á framtíđina fyrir sér. Ingibjörg Edda Birgisdóttir varđ efst kvenna og feđgarnir Ingólfur Benediktsson og Númi Fjalar Ingólfsson náđu bestum árangri heimamanna.

DSC_3110Eftir frábćrt Afmćlismót Róberts var slegiđ upp stórfenglegri grillveislu međ ţátttöku gesta og heimamanna. Ţar flutti Jóhann Hjartarson bráđskemmtilega rćđu til heiđurs afmćlisbarninu og rifjađi upp óborganlegar sögur frá skólaárum ţeirra. Róbert ţakkađi međ tölu, sem sýndi ađ hann er ekki síđri rćđumađur en skákmađur.

DSC_3119Um kvöldiđ var svo blásiđ til sannkallađs stórleiks á íţróttavellinum í Trékyllisvík. Ţar mćttust liđ Gesta og Ungmennafélagsins Leifs heppna, og er óhćtt ađ segja ađ áhorfendur hafi fengiđ ađ fylgjast međ mest spennandi knattspyrnuleik sumarsins. Eftir miklar sviptingar urđu lokatölur 8-8!

 

Jóhann Krumlumeistari í Norđurfirđi

DSC_2556Sunnudaginn 24. júní var komiđ ađ síđasta viđburđinum á Skákhátíđ á Ströndum 2012: Hrađskákmóti í Kaffi Norđurfirđi.

Ţar sýndi Jóhann Hjartarson mátt sinn og megin og sigrađi í öllum 6 skákum sínum, en Guđmundur Gíslason hreppti silfriđ.

DSC_3196Verđlaunin voru ađ sönnu stórfengleg: Skúlptúr úr rekaviđi eftir Guđjón Kristinsson frá Dröngum, en hann er einn helsti hleđslu- og útskurđarmeistari landsins.

Eftir frábćrt mót í Norđurfirđi héldu svo sumir keppendur í sundlaugina í fjörunni í Krossnesi -- og voru ađ sjálfsögđu međ sundlaugarsett međ sér, svo nú er hćgt ađ tefla í ţessari einstöku laug, viđ undirleik Norđur-Atlantshafsins.

Fjölmargir lögđu sitt af mörkum svo hćgt vćri ađ halda Skákhátíđ á Ströndum 2012, og má nefna útgerđarfélagiđ Brim, menntamálaráđuneytiđ, Skáksamband Íslands, Flugfélagiđ Erni, Hótel Djúpavík, Kaupfélag Steingrímsfjarđar, Forlagiđ, Sögur útgáfu, Henson, Securitas, Steinegg o.fl.

Ţakkir til heimamanna, sem tóku gestum tveim höndum! Sjáumst á Ströndum ađ ári: Nćsta hátíđ verđur 21. til 23. júní 2013!

MYNDAALBÚM

Fjöltefli á Hólmavík (HJ)

Tvískákmót í Djúpavík (HJ o.fl.)

Afmćlismót Róberts í Trékyllisvík (HJ o.fl.)

Krumlumótiđ í Kaffi Norđurfirđi (HJ og Elísa Ösp Valgeirsdóttir)

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg grein um frábćran viđburđ. Á ekki Gunnar ađ birta sigurskákina viđ Helga?

Kári Elíson (IP-tala skráđ) 5.7.2012 kl. 19:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8778760

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband