Leita í fréttum mbl.is

Helgi og Jóhann sigurvegarar á afmælismóti Róbert Lagerman í Trékyllisvík

Stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson urðu efstir og jafnir á afmælismóti Róberts Lagerman sem fram fór í Trékyllisvík í dag.  Hlutu þeir 8 vinninga í 9 skákum.  Helgi vann Jóhann Hjartarson en tapaði fyrir Gunnari Björnssyni.  Guðmundur Gíslason varð þriðji með 7 vinninga og Jón Kristinn Þorgeirsson fjórði með 6,5 vinning.  Gunnar, Hilmir Freyr Heimisson og Óskar Long Einarsson urðu í 5.-7. sæti með 6 vinninga.  

Jón Kristinn hlaut jafnframt unglingaverðlaun á mótinu.  Ingibjörg Edda Birgisdóttir hlaut kvennaverðlaun og feðgarnir Ingólfur Benediktsson og Númi Fjalar Ingólfsson hlutu verðlaun fyrir bestan árangur heimamanna.  40 keppendur tóku þátt í mótinu sem fram fór í algjöru blíðarskaparveðri í Trékyllisvík.

Í gær tefldi Róbert fjöltefli á Hólmavík og um kvöldið fór fram tvískákmót í Djúpavík.  Þar unnu Gauti Páll Jónsson og Ingibjörg Edda eftir harða baráttu við forsetaliðið (Gunnar, Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman).  Halldór Blöndal og Hilmir Freyr Heimisson urðu í 3. sæti. 

Sameiginlegt grill fer fram í kvöld í Trékyllisvík.  Þegar þetta er ritað liggur ljúfur ljúmur grillilmurinn í loftinu í blandi við fagran fuglasöng.  Á morgun lýkur skákhátíðinni með hraðskákmóti á Norðurfirði.  

Ítarlegri fréttir sem og fjöldi mynda frá skákhátíðinni verður að finna á Skák.is næstu dögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband