Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ţröstur Íslandsmeistari eftir "Armageddon"

Ţröstur Ţórhallsson Íslandsmeistari í skákEins og búist var viđ tókst Wisvanathan Anand ađ leggja áskoranda sinn, Ísraelsmanninn Boris Gelfand, og verja heimsmeistaratitilinn sinn. Ađ loknum 12 skákum međ venjulegum umhugsunartíma stóđ jafnt, 6:6, og ţá var gripiđ til fjögurra atskáka og ţar vann Anand eina skák og gerđi ţrjú jafntefli. Einvígiđ ţótti bragđdauft, međalleikjafjöldi var 29 leikir. Anand varđ FIDE-heimsmeistari áriđ 2001, vann síđan hiđ „sameinađa heimsmeistaramót" í Mexíkó 2007, varđi titilinn í einvígi viđ Kramnik 2008 og Topalov áriđ 2010.

Spennandi einvígi Ţrastar og Braga

Ţađ var meira líf í tuskunum í einvígi Ţrastar Ţórhallssonar og Braga DSC 1468Ţorfinnssonar um Íslandsmeistaratitilinn en fjögurra skáka einvígi ţeirra fór fram í Stúkunni á Kópavogsvelli, hófst 25. maí og eftir ađ jafnt hafđi orđiđ í kappskákunum, 2:2, lauk keppninni sl. miđvikudag međ ćsispennandi atskákum og hrađskákum. Ţegar enn var jafnt eftir tvćr atskákir, 25 10, og aftur jafnt eftir tvćr hrađskákir, 5 3, tefldu ţeir ađ lokum svonefnda „Armageddon-skák". Bragi fékk fimm mínútur og varđ ađ vinna međ hvítu. Ţröstur hafđi fjórar mínútur og dugđi jafntefli en vann og er ţví Íslandsmeistari 2012. Verđskuldađur sigur ađ flestra mati en leiđin ađ titlinum hefur veriđ löng og ströng og hófst á Íslandsmótinu í Hagaskóla fyrir 27 árum. Ţröstur hefur nú aftur unniđ sér sćti í ólympíuliđi Íslands. Hann var ekki farsćll í byrjun og var undir ˝ : 1 ˝ ađ loknum tveim skákum. Í ţeirri nćstu sýndi hann sínar bestu hliđar:

3. einvígisskák:

Ţröstur Ţórhallsson - Bragi Ţorfinnsson

Ítalskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. b4

Evans-bragđiđ á alltaf sína áhangendur.

4. ... Bxb4 5. c3 Be7 6. d4 Ra5 7. Bd3!?

Nýr snúningur. Kasparov „endurvakti" Evans-bragđ áriđ 1995 en lék 7. Be2.

7. ... d6 8. dxe5 dxe5 9. Rxe5 Rf6 10. Rd2 O-O 11. Rdf3 Rg4 12. Rxg4 Bxg4 13. h3 Bh5 14. O-O Rc6 15. g4 Bg6 16. Hb1 h5 17. gxh5 Bxh5 18. Hb5

Upphafiđ ađ skemmtilegu hróksferđalagi. Ekki gekk 18. Hxb7 vegna 18. ... Dc8 og h3-peđiđ fellur.

18. ... Bg6 19. Kg2 Dc8 20. De2 Hd8 21. Bc4 a6 22. Hd5 b5 23. Hxd8 Rxd8 24. Bb3 Bh5 25. De3 a5?

Bragi hefur fengiđ vel teflanlega stöđu eftir byrjunina en hér var rétt ađ leika 25. ... Re6.

26. Rd4 Ha6 27. Rf5 Hg6+ 28. Kh2 Bd6+ 29. f4 a4 30. Bc2 De6 31. e5

Í síđustu leikjum bćtti hvítur stöđu sína mjög og hér var rétta augnablikiđ ađ leika 31. Rxd6 cxd6 32. Db6!

31. ... Bf8 32. Rd4 Dxa2 33. Hf2 Dd5 34. Be4 Dc5 35. Bxg6 Bxg6 36. f5 Bh7 37. Hg2

Hvítur hefur unniđ skiptamun fyrir peđ en stađan er traust.

37. ... Rc6 38. Rxc6 Dxc6 39. f6 De6 40. Dd4 c5 41. Df4 b4

Öruggara var 41. ... Bg6. Bragi hugđist svara 42. fxg7 međ 42. ... Be7. Ţröstur sá ađ hann kemst ekkert áleiđis međ ţeirri leiđ.

42. Hd2!? a3! 43. Hd8 Db6 44. Dd2 c4

Alls ekki 44. ... bxc3 45. Dd6 eđa 45. Dd7 og hvítur vinnur.

45. cxb4 gxf6 46. Bxa3 c3 47. Dd4

gpup5mkv.jpg47. ... Da6??

Tapleikurinn. Bragi gat gert sér góđar vonir um jafntefli međ ţví ađ leika 47. ... Dxd4 48. Hxd4 fxe5.

48. Dg4+?!

48. exf6! var nákvćmara.

48. ... Bg6 49. Bc1 Db6 50. Dd4 Da6 51. Df2 c2 52. Bh6 Kh7 53. Bxf8 Dc4 54. Bh6! Dc7 55. Hh8+!

- og Bragi gafst upp, hann fćr ekki forđađ máti.


Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 3. júní 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 177
  • Frá upphafi: 8778612

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband