Leita í fréttum mbl.is

Haukur Angantýsson 1948-2012: Skákmenn og félagar minnast meistarans međ hlýhug og virđingu

610681Haukur Angantýsson, alţjóđlegur meistari í skák og Íslandsmeistari 1976, andađist á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi 4. maí síđastliđinn 63 ára ađ aldri. Skákmenn minnast Hauks međ hlýhug og virđingu, enda setti hann sterkan svip á íslenskt skáklíf í áratugi, ţótt hann ţyrfti löngum ađ glíma viđ erfiđ veikindi.

Haukur fćddist á Flateyri viđ Önundarfjörđ 2. desember 1948. Foreldrar hans voru Angantýr Guđmundsson skipstjóri, f. 1. júlí 1916, d. 21. maí 1964, og Arína Ţórlaug Íbsensdóttir ritari, f. 11. september 1923, d. 14. október 1994. Systkini Hauks eru Íbsen, Bára, Auđur, Ólafur Óskar og Guđrún. Uppeldissystirin Soffía Jóna Vatnsdal Jónsdóttir er látin.Ađ loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 fór Haukur til Ţýskalands og lauk námi í efnafrćđi frá Georg August Universität í Göttingen 1973. Síđan tók hann skipstjórnarpróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1975.

Haukur vann ýmis störf um ćvina, m.a. stundađi hann rannsóknarstörf á sviđi efnafrćđi, kennslu, sjómennsku, bćđi innanlands og erlendis, og viđ netagerđ.

Haukur og Lárus Jóhannesson ađ tafliHann tók fyrst ţátt í Íslandsmótinu í skák áriđ 1965 og alls tefldi hann 14 sinnum á Skákţingi Íslands, iđulega međ afbragđs góđum árangri. Ţá tefldi hann međ íslenska landsliđinu á Ólympíumótinu í Siegen 1970.

Blómatími hans var á áttunda áratugnum. Hann varđ efstur á Íslandsmótinu 1975 ásamt ţremur öđrum, en tók ekki ţátt í aukakeppni um titilinn. Áriđ eftir var stóra stundin runnin upp, ţegar Haukur sigrađi á Íslandsmótinu međ 9 vinningum af 11. Nćstir urđu Helgi Ólafsson, Ingvar Ásmundsson og Margeir Pétursson.

Tveimur árum síđar, 1978, varđ Haukur efstur á Íslandsmótinu ásamt Helga Ólafssyni. Ţeir hlutu 8 vinninga af 11, en međal annarra keppenda voru Margeir Pétursson, Jón L. Árnason og Jóhann Hjartarson. Haukur og Helgi háđu úrslitaeinvígi um titilinn, ţar hafđi Helgi betur og hampađi Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn. Helgi minnist Hauks sem keppnismanns, sem gat lagt hvern sem er ađ velli:

,,Haukur Angantýsson var margbrotinn persónuleiki og á ţeim árum ţegar ég umgekkst hann hvađ mest, 1974 til 1978, bar ég alltaf mikla virđingu fyrir honum enda var ţar á ferđinni einstaklingur sem virtust allir vegir fćrir. Hann var ásamt Guđmundi Sigurjónssyni fremstur i flokki kynslóđar skákmanna sem lét til sín taka á skáksviđinu sjöunda ártug síđustu aldar. Í ţessum hópi voru menn á borđ viđ Braga Kristjánsson, Jón Hálfdanarson, Trausta Björnsson og Björgvin Víglundsson. Hann var harđur í horn ađ taka viđ skákborđiđ og mikill keppnismađur sem gat unniđ hvern sem var."

afmaelisskak_ingibjorgÁriđ 1978 varđ Haukur skákmeistari Reykjavíkur og náđi góđum árangri í Lone Pine í Bandaríkjunum og Rilton Cup í Stokkhólmi um áramótin 1978/79. Áriđ 1979 fagnađi hann glćsilegasta sigri sínum, á World Open í Philadelphiu. Hann varđ efstur međ 8 vinninga af 10, ásamt sex stórmeisturum – Miles, Browne, Gheorghiu, Bisguier, Zuckerman og Fedorowicz. Haukur var efstur á stigum og var úrskurđađur sigurvegari á ţessu fornfrćga og merkilega móti. Hann var útnefndur alţjóđlegur meistari 1981.

Jóhann Hjartarson, stigahćsti skákmađur íslenskrar skáksögu, segir ađ Haukur hafi veriđ gćddur afburđa hćfileikum:

,,Haukur var í flokki ţeirra yngri skákmanna sem létu ađ sér kveđa í kjölfar einvígis aldarinnar 1972. Hann komst í hóp bestu skákmanna landsins í lok 8. áratugarins og vann á ţeim tíma frćkna sigra, innan lands sem utan. Eflaust hefđi stórmeistaratitill og frekari frami á alţjólegum vettvangi veriđ innan seilingar ef ekki hefđu komiđ til erfiđ veikindi sem urđu til ađ enda keppnisferil Hauks fyrr en skyldi. Haukur var öflugur andstćđingur og bćđi skemmtilegt og lćrdómsríkt var ađ takast á viđ hann á hvítum reitum og svörtum."

DSC_1444Sćvar Bjarnason, alţjóđameistari, var frćndi og vinur Hauks. Ţeir mćttust í lokaumerđinni á Íslandsmóti skákfélaga á Selfossi í mars, og ţađ var síđasta kappskákin sem Haukur tefldi. Sćvar segir ađ Haukur hafi ekki bara veriđ frćndi og vinur, heldur líka lćrimeistari:

,,Haukur var náfrćndi minn, móđurafi minn og fađir hans voru brćđur.Ţegar Haukur var í efnafrćđinámi tókst međ okkur mikil vinátta. Viđ urđum nánast eins og brćđur um margra ára skeiđ. Ţegar Haukar var ađ veikjast kynntist ég sjúkdómssögu hans mjög náiđ og tók mjög nćrri mér. Eftir ađ veikindi hans tóku yfir minnkuđu samskipti okkar mikiđ. Haukur kenndi mér í raun ađ tefla og viđ fórum saman í margar keppnisferđir erlendis. Ég var viđstaddur ţegar hann vann sína stćrstu sigra í skákinni. Haukur tefldi lítiđ í nokkra áratugi en snéri ţó aftur ađ taflmennsku međ samtökunum Vin. Hann undi sér vel međ ţessum ágćtu samtökum og vil ég ţakka Vin fyrir sitt baráttustarf."

1Arnar Valgeirsson forseti Skákfélags Vinjar segir ađ ţađ hafi veriđ mikill heiđur fyrir litla skákfélagiđ viđ Hverfisgötu ađ fá Hauk Angantýsson í liđiđ:

,,Ţađ var međ mikilli gleđi sem félagar í Skákfélagi Vinjar tóku á móti Hauki, sem eftir langt hlé vildi ćfa sig og rifja upp gamla takta. Hann var auđvitađ umsvifalaust signerađur í skákfélagiđ okkar og leiddi liđiđ á Íslandsmótinu í vetur, fyrst í Rimaskóla, svo á Selfossi. Haukur sýndi ţađ og sannađi ađ lengi lifir í gömlum glćđum og átti margar snilldarskákirnar fyrir liđiđ. Úthaldiđ var kannski ekki einsog áđur, og ţegar líđa tók á mótiđ sáust ţreytumerki, en viljinn var svo sannarlega til stađar og ekki var hlustađ á jafnteflisbođ. Ţađ var ótrúlegur heiđur ađ hafa ţennan mikla karakter í broddi fylkingar, og viđ yljum okkur viđ tilhugsunina um ađ endurkoma meistarans veitti honum einnig mikiđ. Hann var fastagestur á mánudagsćfingum okkar í vetur. Viđ í Skákfélagi Vinjar kveđjum Hauk Angantýsson međ mikilli virđingu og ţakklćti."

DSC_0361Haukur var međal keppenda á Vin Open, í tengslum viđ N1 Reykjavíkurskákmótiđ í mars, og viđ upphaf mótsins tefldi hann hrađskák viđ Ivan Sokolov. Hinn mikli meistari frá Bosníu, sem fyrst kom í heimsókn í Vin sumariđ 2003, mátti hafa sig allan viđ í hörkuskák. Jafntefli var ekki á dagskránni hjá Hauki frekar en fyrri daginn!

Haukur Angantýsson verđur jarđsunginn frá Guđríđarkirkju í Grafarholti nk. föstudag klukkan 15.



« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 171
  • Frá upphafi: 8778580

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband