Leita í fréttum mbl.is

Norđurlandamót stúlkna 2012 - Pistill fyrstu umferđar

Fyrsta umferđ Norđurlandamóts stúlkna var tefld í kvöld.  Íslensku keppendurnir byrjuđu mjög vel í mótinu og var niđurstađa kvöldsins fjórir vinningar af 6 mögulegum.

A-flokkur:Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
Louise Segerfelt - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 0-1
Jessica Bengtsson - Sigríđur Björg Helgadóttir  1-0

Skák Jóhönnu sem var í beinni útsendingu reyndist vera frekar ţćgileg fyrir Jóhönnu.  Ekki ţađ ađ andstćđingur hennar tefldi mjög illa, en eyddi hins vegar mjög miklum tíma í byrjuninni og ţađ kann ekki góđri lukku ađ stýra ţegar tímamörkin eru 90 mínútur á skákina + 30 sekúndur á leik.  Andstćđingurinn lenti semsagt í miklu tímahraki sem endađi međ ţví ađ hún lék illa af sér og tapađi heilum hrók.  Jóhanna gerđi sér ţetta ţó óţarflega erfitt međ ţví ađ leika af sér manni til baka en vann engu ađ síđur mjög örugglega.

Sigríđur tefldi mjög langa og ţunga skák gegn hinni sćnsku Jessicu.  Eftir ágćtis byrjun fór hins vegar ađ halla á hana sem endađi međ ţví ađ hún tapađi skákinni eftir langa og stranga baráttu.  Hún á örugglega eftir ađ koma til baka á morgun.

B-flokkur:Hrund Hauksdóttir
Hanna B Kyrkjebö – Hrund Hauksdóttir 0-1
Veronika Steinunn Magnúsdóttir – Maud Rödsmoen ˝-˝

Hrund tefldi međ svörtu gegn hinni norsku Hönnu sem er önnur af Kyrkjebö tvíburunum sem viđ ţekkjum vel frá fyrri mótum.  Hrund tefldi byrjunina ađeins ónákvćmt og fékk verri stöđu eftir ađ hafa tapađ peđi.  Ţeir sem ţekkja Hrund vita hins vegar ađ ţađ er síđur en svo auđvelt ađ vinna hana.  Andstćđingur hennar fékk sannarlega ađ kenna á ţví í kvöld.  Ţrátt fyrir ađ vera peđi undir tefldi Hrund bara rólega eins og hún gerir best og bćtti stöđu sína jafnt og ţétt.  Ađ lokum fór svo ađ Hrund mátađi andstćđing sinn pent án ţess ađ hún kćmi nokkrum vörnum viđ.  Hrund sýndi ţarna sannarlega flottan karakter međ ţví ađ leggja ekki árar í bát ţó ađ stađan vćri heldur verri en halda bara ótrauđ áfram ađ finna bestu leikina sem ađ lokum skilađi henni góđum sigri.

Veronika fékk ţađ erfiđa hlutverk ađ tefla viđ hina norsku Maud sem viđ vitum vel ađ er alveg grjóthörđ.  Skákin var ađ mestu í jafnvćgi allan tíman og endađi ađ lokum međ ţví ađ sú norska neyddist til ađ ţráskáka.  Gott jafntefli hjá Veroniku gegn stigahćstu stelpu flokksins.

C-flokkur:Nansý Davíđsdóttir
Regine Forsĺ - Sóley Lind Pálsdóttir ˝-˝

Nansý Davíđsdóttir – Hanna Jacobsen 1-0

Sóley tefldi međ svörtu á móti hinni norsku Regine sem viđ höfum ekki séđ á mótum áđur en viđ ţekkjum hins vegar vel til systkina hennar sem teflt hafa á fjölmörgum norđurlandamótum.  Sóley fékk fína stöđu úr byrjuninni en var full kurteis viđ andstćđingin og gaf ađeins eftir.  Sóley lék svo af sér skiptamun og fékk tapađa stöđu.  Sóley tefldi síđan framhaldiđ mjög vel og náđi ađ lokum góđu jafntefli eftir mikla baráttu.

Nansý hafđi hvítt á móti hinni fćreysku Hönnu sem viđ höfum hitt áđur á norđurlandamótum og vitum vel ađ getur teflt feikilega vel.  Nansý átti hins vegar frábćran dag og valtađi algjörlega yfir ţá fćreysku.  Frábćr skák hjá Nansý sem byrjar glćsilega í mótinu.

Á morgun eru eftirfarandi viđureignir hjá íslensku stelpunum: 

A-flokkur:
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – Jessica Bengtsson (Svíţjóđ)
Sigríđur Björg Helgadóttir – Amalia Heiring Lindestrom (Danmörk)
 

B-flokkur:
Hrund Hauksdóttir – Edit Machlik (Noregur)
Sif Tylvad Linde (Danmörk) – Veronika Steinunn Magnúsdóttir
 

C-flokkur:
Elisa Sjöttem Jacobsen (Noregur) – Nansý Davíđsdóttir
Sóley Lind Pálsdóttir – Linnea Holmboe Bĺrregĺrd (Danmörk)
 
 Mótstöflur, skákir og bein útsending:

A-flokkur
B-flokkur
C-flokkur
Bein útsending
Skákir
 
 
Davíđ Ólafsson

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 168
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband