Leita í fréttum mbl.is

Ţröstur jafn Henrik á Íslandsmótinu: Ćsispennandi lokaumferđir

Ţröstur ŢórhallssonŢrír skákmeistarar eiga raunhćfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum, ţegar ţremur umferđum er ólokiđ á Íslandsmótinu í skák, sem fram fer í Stúkunni í Kópavogi.

Ţröstur Ţórhallsson er nú efstur ásamt Henrik Danielsen, eftir sigur á Davíđ Kjartanssyni í 8. umferđ. Henrik ţurfti hinsvegar ađ berjast fyrir jafntefli gegn Guđmundi Kjartanssyni í lengstu skák Íslandsmótsins til ţessa. Ţeir glímdu í 132 leiki áđur en sćst var á skiptan hlut. 

Ţröstur og Henrik hafa 6 vinninga af 8 mögulegum, ţegar 3 umferđir eru eftir. Bragi Ţorfinnsson er í ţriđja sćti međ 5,5 vinning, eftir sigur á Birni Ţorfinnssyni í hörkuskák.

DSC 0800Sem fyrr einkennist Íslandsmótiđ af mikilli baráttu og er teflt til ţrautar í hverri einustu skák, ađ kalla. Undantekning 8. umferđar var ţó skák stórmeistaranna Stefáns Kristjánssonar og Hannesar Hlífars Stefánssonar. Ţeir gerđu jafntefli í ađeins 10 leikjum, en hvorugur hefur stađiđ undir vćntingum á Íslandsmótinu ađ ţessu sinni.

Einar Hjalti Jensson lagđi Sigurbjörn Björnsson í 60 leikjum, og ţeir Guđmundur Gíslason og Dagur Arngrímsson gerđu jafntefli í hörkuskák.

DSC_0811Ţröstur, Henrik og Bragi munu á nćstu ţremur dögum keppa um hver kemur fyrstur í mark á Íslandsmótinu. Henrik hefur einu sinni orđiđ Íslandsmeistari, en hvorki Braga né Ţresti hefur ennţá auđnast ađ hampa titlinum. Ţađ er ţví mikiđ í húfi, og útlit fyrir ćsispennandi lokaumferđir á Íslandsmótinu 2012.

9. umferđ hefst klukkan 16 í Stúkunni á Kópavogsvelli og ţá mćtast:

Ţröstur Ţórhallsson - Björn Ţorfinnsson

Sigurbjörn Björnsson - Davíđ Kjartansson

Guđmundur Kjartansson - Einar Hjalti Jensson

Dagur Arngrímsson - Henrik Danielsen

Hannes H. Stefánsson - Guđmundur Gíslason

Bragi Ţorfinnsson - Stefán Kristjánsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 169
  • Frá upphafi: 8779107

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband