Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Okkar menn og "Íslandsvinir"

Giri og MamedyarovÁ Evrópumóti einstaklinga sem lauk í Plovdiv í Búlgaríu í síđustu viku mátti litlu muna ađ nokkrir keppendur gerđu uppreisn gegn gerrćđislegum ákvörđunum mótshaldara sem hófust međ ţví ađ einn öflugasti skákmađur heims, Aserinn Mamedyarov, fékk dćmt á sig tap er hann mćtti 10 sekúndum of seint í viđureign sína í 8. umferđ. Afstađa Evrópska skáksambandsins, ECU, undir forsćti Búlgarans Sergio Danailov, til „frávika frá almennri međalhegđun" er hin svonefnda „zero tolerance"-regla. Skákmenn á „ECU-mótum" verđa ađ sitja viđ borđiđ viđ upphaf umferđar, bannađ er ađ bjóđa jafntefli fyrir 40. leik. Skákstjórar ömuđust ekki viđ ţví ţegar tveir af efstu mönnum mótsins, Akopjan og Malakhov, ţráléku í einni af lokaumferđunum, ţeir kölluđu á skákdómara og fengu leyfi til ađ undirrita friđarsamninga, sem flestum fannst augljóst ađ hefđu veriđ ákveđnir fyrirfram. Tveir minni spámenn, Tal Baron og Eltaj Safarli, slíđruđu sverđin um svipađ leyti, einnig međ ţví ađ ţráleika, kölluđu ekki til skákstjóra og fengu báđir dćmt á sig tap. Úrslitin 0:0 sáust nokkrum sinnum í ţessu móti. Mamedyarov samdi jafntefli í ţessari sömu umferđ eftir 19 leiki án ţess ađ spyrja kóng né prest: tap dćmt á báđa. En ţá var Aserinn búinn ađ fá nóg og hćtti í mótinu.


348 skákmenn hófu keppni og kepptu um 23 sćti í heimsbikarmóti FIDE. Sigurvegari varđ Rússinn Sava afhendir Jakovenko gulliđ!Jakovenko sem hlaut 8 ˝ vinning af 11 mögulegum, Frakkinn Fressinet varđ annar međ 8 vinninga. Okkar menn voru Hannes Hlífar Stefánsson og Héđinn Steingrímsson en framistađa ţeirra olli nokkrum vonbrigđum, Hannes hlaut 6 v. og varđ í 138. sćti. Héđinn hlaut 5 ˝ v. og varđ í 183. sćti og var talsvert frá „ćtluđum" árangri. Ţegar ljóst var ađ hvorugur ţeirra ćtti möguleika á einu af sćtunum 23 beindist athyglin hér heima nokkuđ ađ hinum svonefndu „Íslandsvinum", mönnum á borđ viđ Ivan Sokolov, Gawain Jones, Viktor Bologan, Jurí Kuzubov, Alexei Dreev og Fabiano Caruana. Af ţeim stóđ sig best Englendingurinn Gawain Jones, sem teflir fyrir Máta, og varđ í 15. sćti. Margir skákmenn međ yfir 2700 stig áttu erfitt uppdráttar, ungstirnin Anish Giri og Fabiano Caruana voru langt frá ţví ađ komast áfram. Giri tapađi snemma fyrir „Íslandsvini" frá Úkraínu:

Ilja Nyzhnyk -Anish Giri

Katalónsk byrjun

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 c6 5. g3 dxc4 6. Bg2 b5 7. Re5 a6 8. a4

Svipuđ afbrigđi í Katalónskri byrjun eru vinsćl um ţessar undir, hvítur hefur mikiđ spil fyrir peđiđ sem hann lét af hendi.

8. ... Bb7 9. O-O Be7 10. axb5 axb5 11. Hxa8 Bxa8 12. Rxb5 cxb5 13. Bxa8 O-O 14. Bg2 Rd5 15. f4 Bd6 16. e3 Bxe5 17. fxe5 Rc6 18. Dg4 Dd7 19. h4 Rcb4 20. h5 Rd3

Betra var ađ bregđast strax viđ hćttunni á kóngsvćng og leika 20. ... f5 sem tryggir svarti gott tafl.

21. h6 f5 22. exf6 Hxf6?

Kannski ekki augljós yfirsjón. Eftir 22. ... Rxf6 23. hxg7! Hf7! á svartur ađ geta varist.

23. Bxd5! Hxf1 24. Kxf1 Df7 25. Bf3 Rxc1

ggooton7.jpg26. d5!

Baneitrađur leikur.

26. ... Rd3

Ţađ er enga vörn ađ finna í stöđunni, t.d. 26. ... exd5 27. Kg2! og viđ hótuninni 28. Dc8+ er ekkert gott svar.

27. dxe6 De7 28. Bd5! Kf8 29. Dxg7+!

- og Giri gafst upp. Eftir 29. ... Dxg7 30. hxg7+ Kxg7 31. e7 rennur peđiđ upp í borđ.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 8. apríl 2012

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8778706

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband