Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur og Einar Hjalti efstir í áskorendaflokki

Einar Hjalti JenssonGuðmundur Kjartansson (2357) og Einar Hjalti Jensson (2245) eru efstir og jafnir með 5,5 vinning að lokinni sjöttu umferð áskorendaflokks Íslandsmótsins í skák sem fram fór í dag.  Guðmundur vann Nökkva Sverrisson í mikilli maraþonskák (168 leikir) en Einar lagði Lenku Ptácníkovú (2289).  Haraldur Baldursson (1991) sem vann Pál Sigurðsson (2003) er þriðji með 5 vinninga.  Patrekur Maron Magnússon (1974) og Tinna Kristín Finnbogadóttir (1810) eru í 4.-5. sæti með 4,5 vinning.

Sjöunda umferð hefst nú kl. 17:00.

Úrslit sjöttu umferðar má finna hér. Stöðu mótsins má finna hér.  

Pörun sjöundu umferðar má finna hér.

Í sjöundu umferð verða eftirtaldar skákir sýndar beint:

  • Haraldur - Guðmundur
  • Patrekur Maron - Einar Hjalti
  • Páll - Tinna Kristín
  • Lenka - Einar Valdimarsson
Góð þátttaka er á mótinu en 54 skákmenn taka þátt.  Meðal keppenda eru alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson, Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna og Einar Hjalti Jensson, sem eins og kunnugt er náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á N1 Reykjavíkurskákmótinu.  Tvö efstu sætin á mótinu nú gefa sæti í landsliðsflokki 2012 eða 2013. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 8779032

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband