Leita í fréttum mbl.is

EM: Loks lokapistill

Hannes viđ upphaf skákarŢá er loks komiđ ađ lokapistli EM einstaklinga - eitthvađ sem ég ćtlađi ađ vera löngu búinn ađ koma frá mér.   Gengi íslensku skákmannanna hefđi mátt vera betra en hvorki Hannes né Héđinn náđu sér á strik í mótinu.   Mikiđ hefur veriđ rćtt um dómgćslu á mótinu ţá sérstaklega um 40 leikja regluna, Zero-tolerance og dresskóđa og sýnist sitt hverjum.   Rússar gjörsamlega stálu senunni á mótinu og höfđu algjöra yfirburđi.  Einnig er vert ađ benda á viđtal viđ Emil Sutovsky ţar sem hann gagnrýnir ýmislegt viđ framkvćmd mótsins.

Íslendingarnir

Hvorki Hannes Hlífar Stefánsson né Héđinn Steingrímsson náđu sér á Héđinn í upphafi 9. umferđarstrik á EM.   Hannes hlaut 6 vinninga í 11 skákum og Héđinn 5,5 vinning.  Báđir tapa ţeir stigum; Hannes tapar 2 stigum en Héđinn tapar 13 stigum.  Einhvern hefur ţađ veriđ ţannig ađ Íslendingum hefur aldrei gengiđ vel á EM einstaklinga, hverju sem um sćtir.  Ţađ var ađeins í fyrstu og síđustu umferđ sem ţeir báđir unnu í sömu umferđ.

Hannes varđ fyrir ţví veikjast í upphafi mótsins.  Hann fékk útbrot og fór á spítala.  Mótshaldarar höfđu ađ ţessu miklar áhyggjur, miklu meiri en Hannes sjálfur.  Aldrei kom í ljóst af hverju ţau stöfuđu en hurfu ţegar á mótiđ leiđ. 

Héđinn byrjađi ágćtlega en átti slćman miđkafla.  Báđir luku ţeir ţó mótinu á góđan hátt međ góđum sigrum.  Héđinn vann góđan sigur í ađeins 25 leikjum.  

Umrćđa um afreksmál gýs öđru hverju upp á Íslandi, eđlilega.  Bent hefur veriđ á SÍ geri lítiđ fyrir sína afreksmenn.  Ţess má geta ađ SÍ sendi 2 skákmenn EM einstaklinga.  Til samanburđar áttu hvorki Norđmenn né Fćreyjar ţarna fulltrúa, Finnar, Svíar og Danir einn hver og samkvćmt mínum heimildum voru Svíinn (Grandelius) og Daninn (Skytte) á eigin vegum.  Í Danaveldi er ţađ meira ađ segja ţannig ađ EM rekst á Danska meistaramótiđ í skák, eitthvađ sem SÍ kom í veg fyrir međ ţví ađ flytja til Skákţingiđ.

Toppbaráttan

Malakhov, Jakovenko og Fressinet ásamt yfirdómaranumRússinn Dmitry Jakovenko (2729) sigrađi á EM einstaklinga.  Sigur hans ţarf ekki ađ koma á óvart enda ţriđji stigahćsti keppandi mótsins.   Jakovenko var hins aldrei efstur fyrr en eftir lokaumferđina en hann vann 3 síđustu skákirnar og hlaut 8,5 vinning.

12 skákmenn hlutu 8 vinninga.   Frakkinn Fressinet (2693) hlaut silfriđ og Rússinn Malakhov (2705) fékk bronsiđ.   Međal ţeirra sem voru jafnir ţeim voru Bologan (2687), Kryvo (2666) og Smeets (2685).  Sá síđastefndi eftir hörmulega byrjun en frábćran endasprett.

22 skákmenn hlutu 7,5 vinning og komust 9 ţeirra áfram á HM.  Međal ţeirra sem komust áfram voru Jones (2635), Dreev (2698) og Jobava (2706), sem var síđastur til ađ komast áfram.   Međal ţeirra 13 sem sátu eftir voru Sokolov (2653) og Georgiev (2671). 

Međal ţeirra sem fengu enn fćrri vinninga voru Kuzubov (2615), Caruana (2767), Nyzhnik (2585), Navara (2700), Cheparionov (2664) og Giri (2717) en sá síđastnefndi átti hrćđilegt mót og var í gúanóinu stóran hluta mótsins.

Ég rćddi viđ Ivan Sokolov töluvert á međan mótinu stóđ og leiđinlegt ađ ţessi mikli Íslandsvinur og Ivan Sokolov ţungt hugi međ kaffibollabaráttuhundur skyldi ekki komast í gegnum nálaraugađ ađ ţessu sinni.   Enda var hann ekki par sáttur viđ málalokinn.

Af 23 keppendum sem komumst áfram voru 11 Rússar!  Frá öđrum löndum komust 1-2.   Athyglisvert í ljósi ţess hversu illa Rússum hefur gengiđ í landskeppnum.  Rússarnir ţarna komast ekki í landsliđ ţeirra ađ kannski Jakovenko undanskyldum!

Ţess má geta ađ EM 2013, sem haldiđ verđur í Legnica í Póllandi 5.-17. apríl verđur einnig undakeppni fyrir HM svo allir ţeir sem ekki komumst áfram geta fengiđ annan séns!  Íslandsmeistarinn á Íslandsmótinu sem fram fer í Stúkunni síđar í mánuđnum fćr sjálfkrafa keppnisrétt á mótinu.

Reglur og dómgćsla

Mikiđ hefur rćtt um mikiđ um dómgćslu og reglur í keppninni.   Bendi aftur á athyglisvert viđtal viđ Emil Sutovsky ţegar sem hann gagnrýnir ýmislegt sem hann telur betur megi fara.  Međal annars hversu lág verđlaunin voru, 90.000 evrur en ţau voru 150.000 fyrir nokkrum árum síđan.

Á mótinu áttu reglur um dresskóđa ađ gilda.  Ég gat engan veginn séđ ađ fariđ fćriđ eftir ţeim og litlar kröfur um klćđaburđ gerđar.  Klćđaburđur á N1 Reykjavíkurskákmótinu var mun betri en ţar voru einföld tilmćli gefin til keppenda.

Zero-tolerance reglunni var beitt í nokkrum tilfellum.  Sú regla hefur einnig veriđ gagnrýnd.   Rökin á bakviđ regluna byggjast ađ mér skilst á áhuga manna ađ komast međ skákina á Ólympíuleikina.   Ţar eiga menn erfitt međ ađ skilja ađ hćgt sé ađ mćta of seint í íţróttaviđburđ.  Ef til vill mćtti leysa ţetta á sama hátt, ţ.e. međ tilmćlum.   Ţarna sér mađur einnig ákveđna hćttu, ţ.e. ađ skákmenn freisti ţess ađ mćta of seint í skákir, t.d. međ svörtu í skák gegn skákmanni sem gengur mjög vel, eigi menn ekki séns á verđlaunum.   Einföld tilmćli gćtu einnig lagađ ţetta, já eđa e.t.v. hógvćr sekt (t.d. 100 evrur). 

40 leikja reglan var hins vegar reglan sem stal athyglinni.  40 leikja reglan er allrar athygli verđ og verđur til ţess ađ skákir eru mikla frekar tefldar í botn.  Ivan kvartađi yfir ţví ađ mótiđ vćri erfiđara í stađinn, ekki hćgt ađ semja nein stutt jafntefli!   Taktísk jafntefli eru líka úr sögunni.

Hins vegar sú ákvörđun ađ dćma tap á báđa í skák Baron og Safari ţegar ţeir ţrátefldu, var of stór ađ mínu mati.   Reglan verđur ađ vera ţannig ađ menn geti ţráteflt, annađ gengur gegn FIDE-lögunum. Vona ađ ECU lćri af ţeim mistökum.

Ađ öđru leyti gekk mótshaldiđ vel.  Mótshaldarar kunnu sitt fag, en ég set samt mótiđ einni kategoríu neđar en mótiđ í Porto Carras ţar sem fagmennskan var enn meiri.    Í samanburđi viđ N1 Reykjavíkurskákmótiđ getum viđ boriđ höfuđiđ hátt ađ öđru leyti en hávađamálum.   Betri taflmenn, en á neđri borđum voru plastmenn ţarna, borđin ekki dúkuđ ţarna úti, betri stólar hér o.s.frv.  

Ţađ var líka mikill lúxus fyrir skákmenn ađ búa á hótelinu ţar sem teflt var á.  Og Plovdid er fínn stađur.  

Á heimleiđinni var mér ţađ á ađ fara í gegnum París.  Hélt ađ ég hefđi nćgjan tíma 2,5 klst.  En ţađ var áđur en ég áttađi mig ađ ţađ var ekki mikiđ styttra ferđalag ađ ferđast á milli „terminala" í París heldur en ađ ferđast til Keflavíkur frá Reykjavík!   Millilending í París er ekki máliđ!

Vona ađ menn hafi haft eitthvađ gaman af ţessum pistlum.  Nćst er ţađ Íslandsmótiđ í Stúkunni 13.-23. apríl.

Gunnar Björnsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 8778846

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband