Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes og Héđinn í eldlínunni á EM í Plovdiv

Hannes Hlífar StefánssonHannes Hlífar Stefánsson og Héđinn Steingrímsson stóđu sig báđir vel á fyrstu mótum skákvertíđarinnar hérlendis sem hófst međ lokakeppni Íslandsmóts taflfélaga á Selfossi og Reykjavíkurskákmótiđ. Héđinn hafđi vinninginn ef eitthvađ var en á Evrópumeistaramóti einstaklinga sem hófst í Plovdiv í Búlgaríu ţriđjudaginn hefur dćmiđ snúist viđ ađ ţessu leyti: eftir ţrjár umferđir af ellefu hefur Hannes hefur hlotiđ 2˝ vinning og er í en Héđinn er međ 1˝ vinning. Ellefu skákmenn höfđu unniđ allar skákir sínar eftir fyrstu ţrjár umferđirnar. Ţetta öfluga mót dregur til sín 344 keppendur ţar af 176 stórmeistara, 23 efstu komast áfram í heimsbikarkeppni FIDE.

Međal nýjunga sem evrópska skáksambandiđ hefur innleitt á ţessu móti er regla, náskyld Sofiu-Héđinn leikur 3. - cxd4reglunni sem bannar jafnteflisbođ, ađ ekki má bjóđa jafntefli fyrir 40. leik. Leiki grunur á ţví ađ keppendur hafi samiđ jafntefli fyrirfram getur skákstjóri dćmt tap á báđa. Ađrar reglur umdeildar ţegar ţćr voru teknar en hafa reynst býsna vel eru áfram í gildi: sitji skákmađur ekki viđ borđiđ viđ upphaf umferđar tapast viđureignin strax, hringing farsíma jafngildir tapi. Ţćr reglur sem mesta athygli hafa vakiđ varđa konurnar en nú er blátt bann lagt viđ eggjandi klćđaburđi, ekki má heldur sjást í brjóstaskoruna og ţar fram eftir götunum. ţess má geta ađ Íslendingar eiga sinn fulltrúa í Plovdiv sem áreiđanlega mun standa sig vel í ţví ađ framfylgja öllum ţessum nýju reglum á mótinu. Gunnar Björnsson, forseti SÍ, er međal skákdómara á stađnum. Ţađ er eitthvađ sem segir manni ađ Hannes Hlífar muni eiga gott mót. Hann hefur unniđ skákir sínar án ţess ađ hafa mikiđ fyrir ţví sem oftast veit á gott.

Hannes Hlífar Stefánsson - Bojan Vuckovic

Grünfelds vörn

1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 0-0 5. c4 d5 6. cxd5 Rxd5 7. 0-0 Rb6 8. Rc3 Rc6 9. e3 He8 10. d5 Ra5 11. Rd4 Bd7 12. b3 Hc8

Kasparov lék 12.... c5 í skák viđ Ljubojevic endur fyrir löngu. Ţví má svara međ 13. Rde2 og riddarinn svarti á a5 stendur illa.

13. Bb2 c6 14. e4 cxd5 15. exd5 Rbc4!?

Óvćntur leikur sem byggist á hugmyndinni 16. bxc4 Db6! t.d. 17. Rb3 Rxc4 o.s.frv. Hvítur leikur betur međ 17. Re6 sem leiđir til afar flókinnar baráttu. En Hannes velur öruggasta leikinn.

16. Bc1! Rd6 17. Rce2 Bf5 18. Rf4 Be4 19. Bh3 Rf5 20. Rxf5 Bxf5?

Betra var 20.... gxf5 en eftir 21. Be3 Bxa1 22. Dxa1 hefur hvítur góđar bćtur fyrir skiptamun.

21. Bxf5 Bxa1

Og hér var betra ađ leika 21.... gxf5 ţó hvíta stađan sé vćnlega eftir 22. Hb1 t.d. 22.... e5 23. Rh5 o.s.frv.

22. Bxc8 Dxc8 23. Bd2! Bc3 24. d6!

Snjall leikur sem seur svartan í mikinn vanda ar sem ekki gengur 24.... exd5 vegna 25. Rd5! bxd2 26. Dxd2 og vinnur.

24.... Bxd2

- stöđumynd -

g0forr9i.jpg25. Rd5!

Bráđsnjall millileikur. Hörfi biskupinn t,.d. 25.... Bg5 kemur 26. d7! og ţar sem 25.... Dxd7 strandar á 26. Rf6+! og drottningin felur tapar svartur hróknum á e8.

25.... Rc6 26. Dxd2 Re5?

Serbinn átti um tvćr 2 mínútur eftir á klukkunni og fann ekki einu vörnina, 26.... Dd8 27. cxd6 Dd6! og enn er hćgt ađ verjast ţó hvítur eigi góđar sigurlíkur efir 28. He1 eđa 28. Hd1.

27. De3 exd6 28. Rf6+

- og svartur gafst upp. Eftir 28.... Kg7 29. Rxe8+ Dxe8 30. f4 tapast mađur til viđbótar.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 25. mars 2012

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 168
  • Frá upphafi: 8779089

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband