Leita í fréttum mbl.is

Caruana efstur á N1 Reykjavíkurskákmótinu

 

Hermann Guðmundsson playing 1. d4 for Cheparinov

Ítalinn ungi, Fabiano Caruana er efstur með 6,5 vinning að lokinni sjöundu umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í kvöld í Hörpu.  Caruana vann Búlgarann Ivan Cheparinov.   Ekki dugði Búlgarnum aðstoð Hermanns Guðmundssonar, forstjóra N1, sem lék fyrsta leik umferðarinnar.

 

 

Ivan Sokolov

 

Ivan Sokolov og Ísraelinn Boris Avrukh eru í 2.-3. sæti með 6 vinninga.   Meðal þeirra sem hafa 5,5 vinning má nefna heimsmeistara kvenna Hou Yifan sem vann Hannes Hlífar Stefánsson.  

 

Hannes Hlífar Stefánsson and Hou Yifan

 

Bragi Þorfinnsson, sem gerði jafntefli við Úkraínumanninn sterka Yuriy Kryvoruchko, Henrik Danielsen, Héðinn Steingrímsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Guðmundur Kjartansson eru efstir Íslendinga í 10.-31. sæti með 5 vinninga.    

Meðal athyglisverðra úrslita má nefna að Guðmundur Gíslason gerði jafntefli við hollenska stórmeistarann Erwin L´ami, Kristján Eðvarðsson vann alþjóðlega meistarann Björn Þorfinnsson, Einar Hjalti Jensson gerði enn jafntefli við töluvert stigahærri andstæðing, að þessu sinni spænskan FIDE-meistara.  Ingvar Örn Birgisson og Dagur Kjartansson unnu mun stigahærri andstæðinga og hafa báðir átt mjög gott mót.  

 

Donika Kolica, Hrund Hauksdóttir, Össur Skarphéðinsson and Gunnar Björnsson

 

Öll úrslit 7. umferðar má finna hér.   

Stöðu mótsins má finna hér.

Áttunda og næstsíðasta umferð hefst á mánudag kl. 16:30.  Skákskýringar hefjast kl. 19 í umsjón Jóhanns Hjartarsonar.  Þá mætast meðal annars:
  • Caruana - Sokolov
  • Avrukh - Cheparinov
  • Hjörvar - Papin
  • Ipatov - Bragi
  • Kristiansen - Héðinn
  • Guðmundur - Williams
  • Perez - Henrik

Pörun áttundu umferðar í heild sinni má finna hér.


Vefsíður

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 8775720

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband