Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Mikil spenna fyrir lokaumferđina á Skákţingi Reykjavíkur

Ingvar Ţór og BragiKeppni á Skákţingi Reykjavíkur hefur ţróast međ nokkuđ öđrum hćtti en búast mátti viđ. Ţrír stigahćstu keppendur mótsins, Hjörvar Steinn Grétarsson og brćđurnir Bragi og Björn Ţorfinnssynir sem allir áttu sćti í síđasta ólympíuliđi Íslands hafa vissulega einhverja möguleika á sigri en Guđmundur Kjartansson og Ingvar Ţ. Jóhannesson hafa hinsvegar skipst á ađ halda forystunni. Fyrir lokaumferđina á föstudagskvöldiđ var stađan ţessi:

1. Ingvar Ţ. Jóhannesson 7 v. af 8 2. Guđmundur Kjartansson 6 ˝ v. 3.-6. Hjörvar Steinn Grétarsson, Bragi Ţorfinnsson, Björn Ţorfinnsson og Einar Hjalti Jensson 6 v.

Guđmundur lagđi Braga ađ velli í 7. umferđ en Björn bróđir náđi fram hefndum fyrir yngri bróđur sinn í 169 (2)nćstu umferđ og ţví ríkti mikil óvissa um ţađ hver bćri sigur úr býtum en sex skákmenn áttu frćđilega möguleika á titlinum ţegar lokaumferđin hófst. Ţá áttust viđ sex efstu menn: Ingvar var settur á móti Braga Ţorfinnssyni og hafđi hvítt, Guđmundur var međ hvítt gegn Hjörvari Steini og Einar Hjalti međ hvítt gegn Birni. Miđađ viđ hvernig viđureignir hafa rađast í ţessu móti hefđi alveg mátt hafa ellefu umferđir sem breytir ţó engu um ţađ ađ frammistađa Ingvars og Guđmundar hefur veriđ stórgóđ og Ingvar vitanlega sá keppandi sem mest hefur komiđ á óvart.

Af mörgum skemmtilegum skákum mótsins stendur viđureign Guđmundar Kjartanssonar viđ Braga Ţorfinnsson upp úr en ţar vann Guđmundur eftir afar beinskeytta atlögu í byrjun tafls:

Guđmundur Kjartansson - Bragi Ţorfinnsson

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. Rh4 Bc8 7. Rf3 Bf5 8. Rh4 Bc8 9. e3 e5 10. Bxc4 exd4 11. exd4

Ţessi byrjun er m.a. ţekkt úr skák Kasparovs og Tal frá heimsbikarmótinu í Reykjavík 1988.

11.... Be7 12. Db3 0-0 13. Rf3 Db6 14. Da2 Bg4?

Ónákvćmur leikur. Guđmundur taldi 14.... Ra6 best. Eftir 15. Re5 Rb4! 16. Bxf7+ Kh8 17. Db3 Dxd4 er svarta stađan ekki verri.

15. Re5! Dxd4 16. Rxf7 Rd5 17. 0-0 Ra6

Ekki 17.... Hxf7 18. Rxd5 cxd5 19. Bxd5 Bh5 20. Dxb7 og vinnur.

18. Be3! Rxe3 19. fxe3 Dxe3+ 20. Kh1 Rb4 21. Db3 b5 22. axb5 cxb5 23. Bd5!

gq3ojq8l.jpgBráđsnjall leikur. Í fljótu bragđi virđist leikurinn ekki ganga upp ţví eftir 23.... Rxd5 24. Dxd5 Be6! fellur riddarinn á f7. Guđmundur hafđi annađ í huga, 24. Rxd5!! Dxb3 25. Rxe7 mát!

23.... Hab8 24. Rh6+! Kh8 25. Rxg4

Skyndilega er hvítur manni yfir. Úrvinnslan vefst ekki fyrir Guđmundi.

25.... Dd4 26. Bf3 h5 27. Had1 Df4 28. Re2 Dg5 29. Rf2 a5 30. Rd4 Hfd8 31. Df7 Bf6 32. Re4 Dd5 33. Re6

- og svartur gafst upp.

 

Aronjan međ vinnings forskot í Wijk aan Zee

Eftir góđa byrjun hefur Magnúsi Carlssyni fatast flugiđ á stórmótinu i Wijk aan Zee sem lýkur um helgina. Hann tapađi óvćnt međ hvítu fyrir Karjakin í 8. umferđ. Armeninn Lev Aronjan hefur hvergi misstigiđ sig og heldur vinningsforskoti fyrir lokasprettinn:

1. Aronjan 7 ˝ v. af 10 2. Ivantsjúk 6 ˝ v. 3.-4. Carlsen og Radjabov 6 v. 5.-6. Nakamura og Caruana 5 ˝ v.

Keppendur í efsta flokki eru 14 talsins.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 29. janúar 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 8778675

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband