Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Nakamura fer hamförum

NakamuraŢau orđ sem Hikaru Nakamura, fremsti skákmađur Bandaríkjamanna nú um stundir, lét falla í viđtali viđ upphaf Lundúnamótsins á dögunum, ađ styrkur Garrís Kasparovs á skáksviđinu hefđi fyrst og fremst legiđ á sviđi byrjana og á veldistíma hans hefđi mátt finna stórmeistara sem stađiđ hefđu honum framar í miđtafli og endatafli, gáfu mönnum tilefni til ađ ćtla ađ ekki vćri allt međ felldu í samskiptum hans viđ Kasparov sem ţó átti ađ heita ţjálfari hans. Og ţegar heiđursgestur mótins, nefndur Kasparov, gekk í salinn án ţess ađ heilsa lćrisveini sínum sínum fengust grunsemdir manna stađfestar: ađ samvinnu ţeirra vćri lokiđ. Skýringin á ţeim slitum var á ţá leiđ ađ í upphafi hefđu tveir „menningarheimar" hist og reynt ađ skilja hvor annan - en án árangurs. Ţetta međ Kasparov er hćpiđ; helsti styrkur hans fólst í ţví hversu snilldarlega honum tókst ađ tengja byrjun skákar viđ áćtlun í miđtafli.


Nakamura sem vann Wijk aan Zee-mótiđ í ársbyrjun gekk fremur illa á minningarmótinu um Tal í Moskvu í nóvember sl. og taliđ er ađ ţar hafi sođiđ upp úr í samskiptum hans viđ Kasparov. Hann náđi sér hinsvegar vel á strik í Lundúnum og varđ í 2. sćti. Kannski er ekki skrýtiđ ađ Kasparov eigi erfitt međ ađ botna í Nakamura sem kalla má einhverskonar „cyber-pönkara" skákarinnar, hann er hann tíđur gestur á vefsvćđi ICC og nýtur ţar mikilla vinsćlda, ćfir sig međ ţví ađ tefla löng hrađskákeinvígi viđ öflug skákkforrit, tapar stundum međ núlli en gefst aldrei upp hvađ sem á dynur.

Bandaríkjamönnum líkar ţađ vel ţegar Nakamura er nefndur sem líklegur heimsmeistari en skákin hefur ţó átt viđ ímyndarvanda ađ stríđa og fćr sjaldnast verđskuldađa umfjöllun ţví alltaf skal nafn Bobbys Fischers vera dregiđ fram og ekki allt fagurt sem ţar stendur. Samanburđur ađ öđru leyti er Nakamura einnig dálítiđ óhagstćđur. Hann varđ Bandaríkjameistari fyrst ađeins 17 ára gamall en Bobby vann titilinn fyrst 14 ára gamall og síđan í hvert skipti sem hann tók ţátt, átta sinnum alls.

Á milli jóla og nýárs var var Nakamura mćttur til leiks á skákmótiđ í Reggio Emillia á Ítalíu og hefur fariđ hamförum. Sex skákmenn tefla tvöfalda umferđ. Eftir sex umferđir er stađan ţessi:

1. Nakamura 5 v. (af 6) 2. Morozeivic 3 ˝ v. 3. - 4. Ivantsjúk og Giri 3 v. 5. Caruna 2 ˝ v. 6. Vitiugov 1 v.

Nikita Vitiugov - Hikaru Nakamura

Drottningarbragđ

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. Rf3 Rf6 5. Bf4 O-O 6. e3 Rbd7

Ţessi leikur er aftur ađ komast í tísku, áđur var vinsćlast ađ leika 6. ... c5.

7. Be2 c5 8. cxd5 Rxd5 9. Rxd5 exd5 10. O-O c4 11. b3 Rb6 12. bxc4 dxc4 13. Dc2 Be6 14. Hab1

Bćđi hér og síđar gat hvítur styrkt stöđu sína á miđborđinu međ framrásinni e3-e4.

14. ... Hc8 15. a4 a5 16. Rg5 Bxg5 17. Bxg5 f6 18. Bh4 c3 19. Bd3 h6 20. Bb5?

Eftir ţennan slaka leik á svartur í engum vadrćđum, 20. Bg3 eđa 20. Hfc1 var betra.

20. ... Rd5 21. De4 Dd6 22. Bg3 De7 23. Hbc1 Rb4 24. d5 Rxd5 25. Hfd1 Hfd8 26. Hd4 f5 27. De5 Df6 28. Dxf6 gxf6 29. h3 Kf7 30. Bc4 Ke7 31. e4

g4sogumr.jpg31. ... Rf4!

Snaggaralegur leikur og dćmigerđur fyrir Nakamura.

32. Hxd8 Hxc4! 33. Bxf4 Kxd8 34. exf5 Bxf5 35. Be3 c2 36. g4 Be4 37. Bb6 Kd7 38. Bxa5 Hd4!

Hvítur gafst upp, ţađ er engin vörn viđ hótuninni 39. ... Hd1+.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 8. janúar 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski er Garry ekki ţessi 'peoples person'. Hver veit?

Elvar gudmundsson (IP-tala skráđ) 15.1.2012 kl. 02:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 8779230

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband