Leita í fréttum mbl.is

Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák hefst kl. 13 í dag - 8 stórmeistarar taka ţátt

Hvorki meira né en minna en átta stórmeistarar taka ţátt í Friđriksmóti Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák fer fram í útibúi Landsbankans viđ Austurstrćti 11 sunnudaginn 18. desember.   Keppendalista í stigaröđ má finna á Chess-Results.

Mótiđ fyllist á ađeins 18 klukkustundum en ţátttaka á mótinu takmarkast viđ um 80 skákmenn.  Ţeir sem eru á biđlista geta fylgst međ stöđu sinni á honum hér.  Skráđir keppendur sem sjá fram á ađ geta ekki veriđ međ eru beđnir um ađ láta vita sem fyrst í netfangiđ gunnar@skaksamband.is til ađ ađrir komist ađ.  

Tefldar verđa 11 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann og er reiknađ međ ađ mótiđ standi á milli 13.00 og 16.30. Gestir og gangandi eru velkomnir á stađinn og eru bođiđ upp á kaffi og međ ţví. Hćgt verđur ađ fylgjast međ helstu skák hverrar umferđar á risatjaldi.

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1) 100.000 kr.
  • 2)   60.000 kr.
  • 3)   50.000 kr.
  • 4)   30.000 kr.
  • 5)   20.000 kr.

Ađalverđlaun skiptast séu menn jafnir ađ vinningum.  

Aukaverđlaun:

  • Efsti unglingurinn 16 ára og yngri: 10.000 kr.
  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2200 stig og minna: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2000 stig og minna: 10.000 kr.

Aukaverđlaun eru miđađ viđ nýjustu útgefin íslensk skákstig.   Reiknuđ eru stig séu menn jafnir og efstir. 

Efsti keppandi mótsins verđur Íslandsmeistari í hrađskák.   Verđi tveir eđa fleiri efstir rćđur stigaútreikningur.  Núverandi Íslandsmeistari í hrađskák er Jón Viktor Gunnarsson en hann sigrađi í mótinu í fyrra ásamt Ţresti Ţórhallssyni. 

Ţetta er áttunda áriđ í röđ sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friđriksmótinu í skák, en mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga.

Fyrri sigurvegarar:

  • 2010 - Jón Viktor Gunnarsson og Ţröstur Ţórhallsson
  • 2009 - Héđinn Steingrímsson
  • 2008 - Helgi Ólafsson
  • 2007 - Héđinn Steingrímsson
  • 2006 - Helgi Áss Grétarsson
  • 2005 - Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
  • 2004 - Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 8778615

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband