Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen er langefstur á heimslistanum

Carlsen og NakamuraÁ minningarmótinu um Mikhael Tal sem lauk í Moskvu um síđustu helgi gafst ágćtt tćkifćri til ađ rifja upp feril meistara sem líklega ávann sér meiri hylli en nokkur annar heimsmeistari. Ţó ađ halla tćki undan fćti eftir tapiđ í seinna einvíginu viđ Botvinnik áriđ 1961 báru ađdáendur hans ávallt ţá von í brjósti ađ ţeir dagar kćmu aftur ţegar Tal lagđi skákheiminn ađ fótum sér. Leiftrandi snilld hans hafđi fćrt honum heimsmeistaratitilinn verđskuldađ ađeins 23 ára gömlum en nćstu ár voru honum erfiđ, ekki síst í heilsufarslegu tilliti. Íslendingar fengu margoft ađ njóta snilldar Tal, fyrst á stúdentamótinu 1957, á Reykjavíkurmótunum 1964 og 1986, IBM-mótinu 1987 og á heimsbikarmótinu 1988.

Á minningarmótinu var jafnteflisprósentan býsna há eđa um 77%. Heimsmeistarinn Anand gerđi jafntefli í öllum skákum sínum. Enn og aftur sannađi Magnús Carlsen hćfni sína og er kirfilega efstur á stigalista FIDE međ 2.829 stig. Magnús náđi nýlega samkomulagi viđ FIDE um tilhögun heimsmeistarakeppninnar og mun hann vera međal ţátttakenda í nćstu hrinu hennar. Lokaniđurstađan á Tal-mótinu:

1.-2.Carlsen og Aronjan 5˝ v.3.-5. Ivantsjúk, Karjakin og Nepomniachtchi 5 v. 6.-7. Svidler og Anand 4˝ v. 8.-9. Kramnik og Gelfand 3˝ v. 10. Nakamura 3 v.

Skömmu fyrir mótiđ barst sú fregn ađ Kasparov vćri tekinn viđ sem ţjálfari Nakamura. Ekki er vitađ til ţess ađ viđskilnađur Kasparovs viđ Magnús Carlsen hafi kostađ mikil átök en ţekki mađur Kasparov má reikna má međ ađ hann hafi gefiđ hinum nýja skjólstćđingi sínum góđ ráđ fyrir viđureignina í lokaumferđinni. Kom fyrir ekki; Magnús náđi snemma frumkvćđinu og vann sannfćrandi sigur:

Hiakru Nakamura - Magnús Carlsen

Drottningar-indversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. Dc2 Bb4 6. Bd2 Be7 7. Bg2 c6 8. 0-0 d5 9. Re5 Rfd7 10. cxd5 cxd5 11. Bf4

Afundinn eftir slćmt gengi í mótinu sniđgengur Nakamura skarpari möguleika. 11. e4!? er ekki eins vitlaus leikur og virđist í fyrstu, t.d. 11...Rxe5 12. exd5 Bxf1 13. Kxf1 međ ýmsum möguleikum.

11....Rxe5 12. dxe5 0-0 13. Hd1 Bb7 14. Rd2 Rc6 15. Rf3 g5!

Međ ţessari óvćntu framrás sem beinist gegn e5-peđinu hrifsar Magnús til sín frumkvćđiđ. Hvítur geldur ţess ađ hafa teflt byrjunina alltof linkulega.

16. Be3 g4 17. Rd4 Rxe5 18. Bh6 He8 19. e4 Bc5! 20. Rb3 Hc8 21. Rxc5 Hxc5 22. Da4

Eđlilegra var 22. De2 en kannski hefur Nakamura óttast 22..... d4.

22....Bc6 23. Dd4 Df6 24. Bf4 dxe4 25. Bxe4 Rf3+!

Međ uppskiptum kemst svartur út í endatafl peđi yfir. Ţađ gefur bestu vinningsmöguleikana.

26. Bxf3 Dxd4 27. Hxd4 Bxf3 28. Hd7 Hd5! 29. Hxd5 exd5 30. Be3 He4 31. He1 d4 32. Bd2 Hxe1 33. Bxe1

gdsoc3hk.jpgSjá stöđumynd.

33....Be2!

Međ ţessum snjalla leik lokar Magnús hvíta kónginn af og ţađ kostar peđ ađ losa um hann.

34. f4 gxf3 35. Bf2 d3 36. Be1 Kg7 37. Kf2 Kf6 38. Ke3 Kf5 39. h3 h5 40. Bd2 Bf1 41. Be1 Bxh3 42. Kxd3 Bf1 43. Ke3 Kg4 44. Kf2 Bb5 45. Bc3 Bc6 46. Be5 b5 47. Bb8 a6 48. Bc7 f5 49. b3 Bd5 50. Bd6 f4 51. gxf4 h4 52. f5 Kxf5 53. Ke3 Kg4 54. Kf2 h3 55. Ke3 Be4 56. Kf2 Bb1 57. a3 Ba2 58. b4 Bf7

- og hvítur gafst upp, biskupinn er á leiđ til h5 og g4 og kóngurinn til d5. Eftir ţađ er a3-peđiđ dćmt til ađ falla.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttur Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 4. desember 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 122
  • Frá upphafi: 8780396

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband