Leita í fréttum mbl.is

Elsa María Íslandsmeistari kvenna

 

Picture 041

Elsa María Kristínardóttir er Íslandsmeistari kvenna.  Í lokaumferðinni í kvöld gerði hún fremur stutt jafntefli við Doniku Kolica (1252) og tryggði sér þar titilinn.  Elsa María hlaut 6,5 vinning í 7 skákum.  Það er óhætt að segja að sigur Elsu sé nokkuð óvæntur enda var hún aðeins fimmti stigahæsti keppandinn og sló þarna við fjórum landsliðskonum frá Ólympíuskákmótinu 2010.   Vel að verki staðið hjá Elsu sem átti sigurinn á mótinu fyllilega verðskuldaðan.  Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1797) varð önnur með 6 vinninga.  Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2006) og Tinna Kristín Finnbogadóttir (1810) urðu í 3.-4. sæti með 4,5 vinning.  Hallgerður fékk þriðja sætið á stigum. 

Að lokinni umferð fór fram verðlaunafhending og lokahóf.  Birna Halldórsdóttir bauð upp á ljúffengar veitingar og meðal annars heitt súkkulaði sem keppendur og gestir gerðu góð skil!

Myndir frá verðlaunaafhendingunni fylgja með.

Skákstjórn á mótinu var í höndum Davíðs Ólafssonar, Ólafs S. Ásgrímssonar, Haraldar Baldurssonar og Gunnars Björnssonar.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 8778615

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband