20.11.2011 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Sigur Hjörvars yfir Shirov vekur athygli
Íslendingar hafa međ ýmsum hćtti sett mark sitt á sterkustu flokkakeppni ársins, Evrópumót landsliđa í Hakilidiki í Grikklandi.
Umkringdir flestum af sterkustu stórmeisturum heims, Topalov, Aronjan, Ivantsjúk, Svidler, Morozevich, Radjabov, Karjakin, Shirov, Leko og gođsögninni Viktor Kortsnoj, hefur íslenska sveitin ţrátt fyrir forföll veriđ á svipuđum slóđum hvađ árangur varđar og mörg stigahćrri liđ, ţ.ám. sigurvegarar síđasta Ólympíumóts, Úkraínumenn, andstćđingar okkar í nćstsíđustu umferđ.
Kjarninn úr liđinu frá Ólympíumótinu í Khanty Manyisk, brćđurnir Björn og Bragi hafa ásamt Hjörvari Steini náđ vel saman. Hjörvar hefur ţegar tryggt sér lokaáfangann ađ alţjóđlegum meistaratitli ţó tvćr umferđir séu eftir. Greinarhöfundur hljóp í skarđiđ á síđustu stundu og hefur náđ ágćtis árangri en ađalhlutverkiđ er á sviđi liđsstjórnar og undirbúnings fyrir hverja viđureign. Henrik Danielssen sem teflir á 1. borđi byrjađi ekki vel en náđi sér á strik međ međ sigri í 6. umferđ.
Hjörvar Steinn vakti mikla athygli á mótsstađ í Grikklandi ţegar hann lagđi lettneska stórmeistarann Alexei Shirov í 1. umferđ. Shirov, sem undanfarin ár hefur búiđ á Spáni og teflt fyrir Spánverja, er höfundur tveggja binda verks, Fire on the board ţar sem hann rekur margar flóknar skákir og ţessi viđureign hefđi vel getađ ratađ ţangađ ţví allt frá byrjun logađi skákborđiđ af ófriđi. Vissulega buđust Shirov betri leiđir til ađ verjast á mikilvćgum augnablikum en ţess ber ađ geta ađ vörnin hefur aldrei veriđ hans sterkasta hliđ. Ţar fór ađ lokum ađ Hjörvari tókst međ nokkrum snjöllum riddaraleikjum ađ knýja fram sigur.
Hjörvar Steinn Grétarsson - Alexei Shirov
Nimzoindversk vörn
1 d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 O-O 5. Rf3 c5 6. dxc5 Ra6 7. c6!? (Leikur Morozevich sem viđ Hjörvar höfđum athugađ lítillega fyrir skákina. )
7. ... d5!? (Kemur ekki ađ tómum kofunum. Ţessum skarpa leik er sennilega best svarađ međ 8. a3. Í 7. umferđ lék Damljanovic 7. ... bxc6 gegn Braga Ţorfinnssyni og Bragi vann eftir miklar flćkjur.)
8. Bd2?! d4 9. Rb5 bxc6 10. Rbxd4 Bxd2 11. Dxd2 Db6 12. e3 Hd8 13. c5!? (Svartur hótađi 13. ... c5 eđa 13... Re4. Ţessi leikur leysir ekki öll vandamál hvíts.)
13. ... Rxc5 14. Bc4 e5!
15. Bxf7+!? Kxf7 (Hér var 15. .. Kf8 tvímćlalaust betra ţví eftir 16. Rxe5 kemur 16. ... Rce4 o.s.frv.)
16. Rxe5+ Kf8 17. Rc4 Dc7 18. Db4 Hd5 19. O-O (Hvítur hefur ţokkalegt spil fyrir manninn međ tvö peđ upp í og veikleika í stöđu svarts sem hćgt er ađ herja á.)
19. ... Hb8 20. Da3 Kg8 21. Hac1 Rce4 22. f3 Hh5 23. f4 c5 24. Re5 Db7 25. Rdc6 Ha8 26. b4!Be6 27. bxc5 Bd5 28. Rd4 De7 29. Da5 Dd8 30. Dxd8 Hxd8 31. Hfd1!
(Drottningaruppskiptin bćttu alls ekki vígstöđu svarts sem hér ţurfti ađ glíma viđ mikiđ tímahrak, leppun eftir d-línunni, frelsingja á c5 og stórhćttulega riddara.)
31. ... Hc8 32. g4! Hh3 33. Rf5 Kf8 34. g5 (Blasir viđ en 34. Kg2! var enn sterkara.)
34. .. Bxa2 35. gxf6 gxf6 36. Rd7+?
( Eins og tölvuforritin bentu á er hinn rólegi leikur 36. Rc4! bestur og svartur er varnarlaus. )
36. ... Kf7 37. Rd6+ Rxd6 38. Hxd6 Hg8+ 39. Kh1 Hxe3 40. Rxf6 Hb8 41. Rg4! He4 42. Re5+ Ke8 (Eđa 42. .. Kg7 43. c6 og vinnur.)
43. Rd7! - Skemmtilegur lokahnykkur. Shirov gafst upp. Hann getur forđađ hróknum en ţá kemur 44. Rf6+ o.s.frv.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
-------------------------------------------Skákţćttur Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 13 nóvember 2011.
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 14.11.2011 kl. 16:56 | Facebook
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 12
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 177
- Frá upphafi: 8778612
Annađ
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 104
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.