En byrjum á viđureigninni í gćr. Hjörvar Steinn Grétarsson var fyrstur ađ klára. Gerđi jafntefli í ađeins 12 leikjum međ svörtu á öđru borđi. Fín úrslit. Henrik fórnađi skiptamun fyrir og fékk góđa stöđu en lék ónákvćmt í framhaldinu og fékk tapađ tafl. Einn ónákvćmur leikur réđ úrslitum. Bragi vann góđan sigur á 3. borđi, međ 4. Dc2 gegn Nimzo-indverski vörn. Leikur sem hefur reynst vel hér úti. Helgi Ólafsson tefldi á borđi, viđ keppenda sem mér fannst helst líkjast leikaranum Robbie Coltrane. Helgi fékk vćnlegt tafl međ svörtu og vann mikilvćgan sigur og tryggđi ţannig sigur liđins. Ţađ er ekki amalegt ađ hafa menn eins og Helga á bekknum" og ţađ er ljóst ađ ţađ gefur liđinu aukiđsjálfstraust.
Álagiđ á mig jókst um 50% í gćr. Ég sá um 3 viđureignir en ekki 2. Ţađ er fínt enda finnst manni ekki mikiđ ađ sjá um 12 skákir. Á ólympíuskákmótum er hver skákstjóri ađeins međ eina viđureign. Ég var svo heppinn ađ vera hliđina á íslenska liđinu og átti auđvelt međ ađ hlaupa yfir.
Umferđin hófst međ ţví í gćr ađ klappađ var fyrir litháísku skákkonunni Dana Reizniece-Ozola. Sú varđ ţrítug í gćr. Hún virđist vera ofurkona. Er ţingmađur og átti nýlega sitt ţriđja barn en teflir hér allar skákir en Lettar eru varamannslausir.
Ég var einmitt skákstjóri hjá Lettum í gćr, reyndar í opnum flokki. Alexei Shirov var áhugasamastur áhorfenda um ţá viđureign og fylgdist náiđ međ fyrrum löndum sínum. Ţeir töpuđu fyrir Dönum 2,5-1,5.
Í gćr svo gerđist ađ hljóđkerfiđ fór í gang međ miklum skruđningi í miđri umferđ. Mönnum snarbrá enda mjög óţćgilegur hávađi á skákmóti.
Eins og fram hefur komiđ fór ég međ rangt mál ţegar ég hélt ţví fram ađ Hjörvar vćri sá yngsti sem teflt fyrir Íslands hönd á fyrsta borđi. Friđrik Ólafsson var sá yngsti í Helsinki 1952, ţegar Gilfer hvíldi. Ég fékk nokkra pósta ţess efnis og ánćgjulegt ađ sjá hvađ skákáhugamenn eru međ tölfrćđina á hreinu. Helgi Ólafsson benti mér svo einnig á ţetta og bćtti svo viđ. Hvađ ćtlar ţú svo ađ bulla í dag, Gunnar". Svo var hlegiđ! Mér er ljúft ađ leiđrétta ţetta.
Toppbaráttan tók á sig óvćnta mynd í gćr. Búlgarar völtuđu yfir Rússa, 3-1, og skilst mér ađ sá sigur hafa veriđ mjög sannfćrandi. Topalov í feiknaformi. Nepo sá eini af Rússunum sem er ađ standa sig. Ţjóđverjar tók svo Úkraínumenn enn stćrra, 3,5-0,5. Tvćr stigahćstu sveitirnar, Rússar og Úkraínumenn eru nú í 12. og 13. sćti međ ađeins 5 stig. Til ađ kóróna hlutina fyrir ţessar sveitir mćtast ţćr í dag. Sveitin sem tapar ţeirri viđureign verđur ađeins međ 50% stiga.
Ekki ćtlar af Englendingum ađ ganga. Sveitin fékk Armeníu í 3. umferđ ţegar báđar sveitirnar höfđu 2 stig. Englendingar fengu svo Ísraelsmenn í gćr og töpuđu međ minnsta mun. Englendingar eru ađeins í 27. sćti og mćta Lettum.
Ţjóđverjar, Aserar, Frakkar, Spánverjar og Búlgarar eru öll međ 7 stig. Ţjóđverjar efstir ađ vinningum međ 11 vinninga en hinar ţjóđirnar hafa 10,5 og 10 vinninga. Aserar og Frakkar mćtast, Ţjóđverjar og Búlgarar og svo Spánverjar og heimamenn sem hafa fariđ á kostum hér.
Ég ćtla hér međ ađ spá Aserum sigri. Helgi hefur hins vegar mesta trú á Búlgörum. Ţađ er hins vegar flest sem bendir til ţess ađ lokabaráttan geti orđiđ hrikalega spennandi.
Danir leiđir í Norđurlandakeppninni. Ţeir hafa 5 stig. Viđ erum ađrir međ 4 stig, Svíar og Norđmenn hafa 3 stig og Finnar ađeins 1 stig, sem ţeir náđu í fyrstu umferđ međ jafntefli gegn Hollendingum. Norđmenn unnu sínar fyrstu skákir ţegar ţeir lögđu Skota međ minnsta mun. Skotar virđast hafa lent í Norđurlandamóti en ţeir eru ađ mćta ţriđju Norđurlandaţjóđinni í dag. Danir fá svo heimsmeistara Armena í dag.
38 ţjóđir af 54 taka ţátt. Ţađ er merkilegt ađ velta ţví fyrir sér hvađa ţjóđir vantar. Flestar minni ţjóđir vantar, sem margar láta Ólympíuskákmótiđ duga, en međal ţjóđa sem vantar eru Hvíta-Rússland, Slóvakía og Bosnía.
Í dag mćtum viđ svo Georgíumönnum. Ţeir stilla upp ađalliđinu. Varamađurinn hefur lítiđ fengiđ ađ spreyta sig og sjálfsagt hafa ţeir ekki taliđ rétt ađ stilla honum svo upp gegn Helga á fjórđa borđi.
Á EM 2007 mćttum viđ einmitt Georgíumönnum í fyrstu umferđ. Ţeir véluđu okkur niđur 3,5-0,5. Henrik Danielsen var sá eini sem náđi ţá punkt og sá eini sem er í liđinu nú. Og hann hvílir. Ţví erum fjóra ađra einstaklinga sem vonandi nćr mun betri úrslitum en 2007.
Nóg í bili. Spennandi viđureign framundan. Ég mun sem fyrr stefna ađ ţví ađ koma úrslitum nánast jafnóđum til Halldórs Grétars og Sigurbjörns í gegnum SMS og ţađan á horniđ.
Kveđja frá Porto Carras,
Gunnar
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 1
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 142
- Frá upphafi: 8778676
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir góđa pistla
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2011 kl. 15:26
Takk fyrir ţetta nafni!
Gunnar Björnsson (IP-tala skráđ) 7.11.2011 kl. 18:32
"Umferđin hófst međ ţví í gćr ađ klappađ var fyrir litháísku skákkonunni Dana Reizniece-Ozola. Sú varđ ţrítug í gćr. Hún virđist vera ofurkona. Er ţingmađur og átti nýlega sitt ţriđja barn en teflir hér allar skákir en Lettar eru varamannslausir."
Eistland, Lettland, Litháen. Eitthvađ finnst mér vera ađ ţessari málsgrein.
Friđrik (IP-tala skráđ) 7.11.2011 kl. 19:31
Rétt, hún er lettnesk. Helgi Ól hafđi rétt fyrir sér. Ég held áfram í bullinu!
Gunnar Björnsson (IP-tala skráđ) 7.11.2011 kl. 19:48
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.