Leita í fréttum mbl.is

EM-pistill nr. 5: Spennandi viđureign í dag

Ţađ er loks í fjórđu umferđ ađ viđ fáum sveit sem er áţekk okkur ađ styrkleika.   Í dag mćtum viđ Svartfellingum sem eru ţó rankađir heldur fyrir ofan okkur.  Viđureignir gegn slíkum sveitum eru hvađ mikilvćgastar.  Ef viđ vinnum fáum viđ gott liđ í nćstu umferđ en ef viđ töpum getum viđ fengiđ mjög slaka sveit.   Björn Ţorfinnsson hvílir eftir tap í gćr gegn Lúxemborg og Helgi Ólafsson liđsstjóri heldur áfram ađ tefla eftir góđan sigur í gćr.

Fyrst um viđureignina í gćr.  Björn var fyrstur ađ klára.  Hann lék illa af sér og nánast ţvingađi andstćđinginn til ađ vinna skákina ţar sem andstćđingurinn átti ađeins einn leik sem leiddi beint til vinnings.  Hjörvar Steinn Grétarsson vann góđan sigur á alţjóđlega meistaranum Fred Berend á fyrsta borđi.  Söguleg skák enda Hjörvar sá yngsti sem nokkurn hefur teflt fyrir Íslands hönd á fyrsta borđi.  Jafnframt sá fyrsti sem ekki er stórmeistari né alţjóđlegur meistari í einhverja áratugi

Merkilegt ekki síst í ljósi ađ ţegar landsliđiđ var upphaflega valiđ var Hjörvar á fjórđa borđi!
Og talandi um Hjörvar.  Skákin gegn Shirov hefur vakiđ athygli langt fyrir utan landssteinana og hafa ýmsir haft samband viđ Hjörvar og óskađ honum til hamingju međ sigurinn.  Skákin var skýrđ á Chessmind og má nálgast ţćr hér:  http://www.thechessmind.net/storage/chess-posts/gretarsson_shirov_eutch2011.htm

Skemmtilegar skýringar eftir Dennis Monokroussos, og ekki síst kommentiđ eftir 15. leik Hjörvars sem er mikiđ búiđ ađ hlćja af hér: Remind me, which one of these two is Shirov? White sacs a piece for two pawns, to complete his development and to maintain the initiative. It's exciting, plausible, and...bad.

Og aftur ađ viđureigninni gegn Lúxurum.  Helgi liđsstjóra vann flottan sigur á Fionu á fjórđa borđi. Gaman ađ sjá Helga aftur í landsliđinu en ţetta er í fyrsta skipti síđan 2006 ađ Helgi teflir fyrir Íslands hönd.

Bragi átti lengstu skák dagsins en vann endatafl međ mislitum biskupum.   Skyldusigur gegn Lúxemborg stađreynd.

Viđ erum međ 2 stig og 5,5 vinning og erum í 28. sćti. Danir unnu stórsigur á Norđmönnum 3,5-0,5 og eru efstir Norđurlanda.  Viđ erum ţriđju.  Svíar unnu Finna 2,5-1,5.  Danir og Svíar hafa 3 stig en Finnar og Norđmenn hafa 1 stig.    Ég spái ţví hér og nú ađ viđ mćtum 2 Norđurlandaţjóđum á mótum. 

Aserar og Spánverjar eru efstir međ 6 stig.  Shirov hefur unniđ báđar skákirnar síđan hann tapađi fyrir Hjörvari.  Fimm ţjóđir hafa 5 stig.   Armenar rétt náđu ađ hanga á jafntefli gegn Englendingum.

Ég var farinn ađ sjá ţađ fyrir mér ađ viđ myndum mćta Armenum í dag!

ECU-fundinum í gćr lauk fremur friđsamlega.  Sumu var frestađ til ađalfundarins 2012 sem fram fer í Istanbul samhliđa Ólympíuskákmótinu.  Ég mćtti á skákstađ ađ loknum fundi og fór í skákstjórn.  Enn á ný sá ég um Svisslendinga en Korchnoi tapađi nú og var ekki kátur.  Kallinn stundi hátt ađ skák lokinni. 

Korchnoi er ekki sá eini sem er notar staf hér.  Ţađ gerir einnig Viktor Bologan sem er draghaltur eftir fótbrot.  Hann meiddist í fótbolta ţannig ađ „aldrađir" skákmenn mćttu hugsa sinn gang í ţriđjudagsboltanum!

Á hótelinu er eitt stćrsta spilavíti Grikklands.  Mér skilst ađ sumir Grikkja, vćntanlega vel efnađir, bóki sig hingađ á föstudögum og spili svo alla helgina.  Sumir skákmenn munu vera víst vera fastagestir ţarna og er merkilegt ađ einn sterkasti skákmađur heims spilar ţarna á hverju kvöldi og langt fram á nótt en stendur sig engu ađ síđur mjög vel.  Menn undirbúa sig á mismunandi hátt fyrir skákir!

Verđlag hérna er dýrt.  Ég fékk mér kaffi eftir eina máltíđina og ţađ kostađi  4,50 evru eđa um 700 kr!  Síđan ţá hef ég látiđ vatniđ duga međ matnum. 

Ég er afskaplega hrifinn af skipulagningunni hjá Grikkjunum.  Salurinn er settur upp á mjög smekklegan hátt og yfirleitt geta áhorfendur komist býsna nćrri skákmönnum án ţess ţó ađ trufla.   Skákmenning á Grikklandi er einfaldlega mjög góđ.   EM taflfélaga verđur á Rhodos 2013 sem hljómar vel fyrir skákmenn.  Arthur Kogan, ísraelskur stórmeistari og liđsstjóri Ítala, lofar svo mjög góđum ađstćđum á nćsta EM taflfélaga sem verđur í Ísrael. 

Grikkirnir sögđu mér ţađ ađ ţađ hafi stefnt í rigningu í gćr.  Ţví fylgja smá vandamál ţar sem um 10 mínútna gangur er á skákstađ.   Grikkirnir segjast eiga nóg af regnhlífum!  Einnig er hćgt ađ taka svo hálfgerđa barnalest á skákstađ og nota Armenarnir hana. 

Hér er mjög fallegt eins og sjá má á heimasíđu svćđisins:  http://www.portocarras.com/default.asp?pid=1&la=4

Nóg í bili.  Spennandi viđureign framundan.  Ég mun reyna ađ koma úrslitum jafnóđum til Halldórs Grétars í gegnum SMS.  Mér skilst ţó ađ Grikkirnir standi sig afskaplega vel í ţví ađ skrá inn úrslit fljótt og vel á Chess-Results.  

Kveđja frá Porto Carras,
Gunnar


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8778678

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband