5.11.2011 | 13:30
EM-pistill nr. 4 - Lúxemborg í dag
Viðureignin gegn Slóvenum tapaðist í gær 1-3. Satt að segja skynjaði ég fljótt eftir að skákirnar hófust að Helgi væri ekki bjartsýnn. Það var helst að hann væri ánægður með stöðuna hjá Braga sem var fyrstur að klára með jafntefli. Hjörvar náði sér ekki strik á öðru borði og tapaði. Henrik féll á tíma með erfiða stöðu gegn Beliavsky en Björn var með ágætis stöðu lengi vel en lék hrikalega af sér eftir tímahrakinu og var óverjandi mát í nokkrum leikjum.
Andstæðingurinn fann það hins vegar ekki og Björn náði loks jafntefli með svokallaðri „sullufótafræði". Björn tilkynnti svo eftir skákina að hann hafði ekki verið heppinn og uppskar mikinn hlátur.
Ekki sérstök úrslit. Liðið hefur 0 stig og 2,5 vinning og er í 33. sæti sem reyndar er nokkurn veginn í samræmi við það sem sveitin er rönkuð en miklu neðar en menn stefna!
Í dag mætum við Lúxemborg. Henrik hvílir. Hjörvar teflir því á fyrsta og er væntanlega yngsti íslenski landsliðsmaðurinn sem teflir á fyrsta borði fyrir landslið frá upphafi, aðeins 18 ára. Það þarf einnig að fara áratugi aftur í tímann til að finna viðureign þar sem hvorki stórmeistari né alþjóðlegur meistari teflir á fyrsta borði fyrir Íslands hönd.
Íslenska sveitin er töluvert sterkari en sú lúxemborgska og vonandi nást góð úrslit í dag. Talandi um Hjörvar, þá hitti ég Ivan Sokolov í gær. Hann sagði „Very impressive win by this youngster against Shirov". Helgi Ólafsson teflir sína fyrstu skák fyrir íslenska landsliðið í skák síðan í Tórínó 2006.
Ekki gekk almennt vel hjá Norðurlöndunum í gær. Danir máttu t.d. teljast heppnir að sleppa 2-2 gegn Skotum þar sem, Jacob Agaard vann fyrir Dani. Agaard er reyndar búsettur í Skotlandi og teflir nú í fyrsta skipti fyrir fæðingarlandið. Hjá Svíum hefur Pontus Carlsson vakið athygli. Hann vann Sokolov í gær og vann einnig í viðureigninni gegn Frökkum. Finnar steinlágu fyrir Pólverjum 0-4.
Norðmenn gerðu 2-2 jafntefli við Svisslendinga. Jafntefli á öllum borðum.
Þar var ég einmitt skákstjóri og var gaman að fylgjast með Korchnoi. Hann horði á andstæðinginn á köflum mjög grimmu augnaræði nánast fyrirlítandi. Yfirdómarinn tilkynnti á skákstjórafundi fyrir mót að Korchnoi sé mjög sérstakur og hann kemst upp með sumt sem aðrir mega ekki. Ekki dettur t.d. neinum skákstjóra í hug að segja honum að fara hinum megin við kaðlana eftir skákir. Enda algjört legend. Korchnoi gerði svo hálfgert grín af Frode Elsness heyra það eftir skákina fyrir að hafa ekki unnið „the old man".
Grikkir hafa komið á óvart og unnu góðan en óvæntan sigur á Englendingum 2,5-1,5. Aserar unnu Armeníu 3-1 í stærstu viðureign gærdagsins. Og það þýddi að Englendingar og Armenar mætast bæði lið með 2 stig. Liðið sem tapar verður því komið í neðri helmingi mótsins. Sem gæti þýtt að sigur í dag hjá íslenska liðinu gæti þýtt að við fengjum Armena eða Englendinga!
Nigel Short hafði gert ráð fyrir að vera í fríi í dag og verða fulltrúi enska á aðalfundi ECU sem fram fer en hætti við það vegna mikilvægi þessarar viðureignar.
Í gær buðu Grikkirnir fulltrúum á ECU-þinginu í kvöldmat. Ég sat með Grikkjunum og var mikið spurður um kreppuna og hvernig okkur gengi að komast upp úr henni. Grikkir eru að upplifa það sama og við bara töluvert síðar. Einnig var ég mikið spurður út í gömlu atvinnumennina okkar (Hjartarson, Arnason og Petursson)sem margir greinilega þekkja. Annars er ég mjög ánægður með alla skipulagningu hér. Grikkir eru afslappaðir, ekkert stress og engin læti. Yfirdómarinn er mjög yfirvegaður og góður.
Í morgun hófst ECU-fundurinn. Ég er því í fríi frá skákstjórn vegna þessa í dag. Fundurinn logar hins vegar í deilum. Ali Nihat, forseti tyrkneska skáksambandsins og einn varaforseti FIDE, og hans helstu stuðningsmenn sem einnig eru verulega tengdir FIDE halda uppi stanslausum árásum á Silvio Danilov. Sumt virðist eiga rétt á sér, annað ekki. Sumt þekki ég ekki. Sérstaklega var gagnrýnt að í fjárhagsáætlun ECU fyrir árið 2012 er gert ráð 120.000 evrum í tekjum fyrir „marketing revenue".
Ekkert er fast í hendi og Ali og hans mönnum lýst ekki á rekstur á ECU og segja t.d. launakostnað of háan miðað við litlar tekjur. Flestir aðalfundarmenn er þó á því að gefa Danialov meiri tíma en ekkert verður í hendi að ári gæti hann átt verulega erfitt uppdráttar að ári.
Einnig er hart tekist á hvernig eigi að meta umsóknir frá skáksamböndum um mót en Tyrkir vilja meina að þeir njóti ekki sannmælis þar og reynt sé að taka af þeim mót á skipulagðan hátt. Tyrkir hafa meira að segja kært ECU fyrir íþróttadómstólnum í Sviss. Ég er ekki dómbær á hvort að þetta sér rétt.
Skýrsla stjórnar var í stíl Danilov. Myndband með fullt af myndum af honum taka í hendurnar á hinum og þessum merkismönnum!
Fundurinn hefst nú aftur kl. 15:30 (13:30 á Íslandi). Þessi pistill var mjög hraðskrifaður í hádegishléi. Meira á morgun.
Kveðja frá Porto Carres,
Gunnar
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 8
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 134
- Frá upphafi: 8779014
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 107
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tók þátt í fjöltefli við Korchnoi í Hveragerði fyrir ca. aldarfjórðungi síðan. Tiltölulega snemma í skákinni þegar "The old man" kom að borðinu mínu, horfði hann örstutta stund á stöðuna, leit svo á mig með blöndu af fyrirlitningar og vorkunnarsvip sem mér fannst bæði skrítið og óþægilegt. Svo lék hann sinn leik og sneri sér að næsta borði.
Um leið og ég sá leik hans, áttaði ég mig.... ég hafði leikið aulalega af mér og var umsvifalaust kominn með tapaða stöðu.
Karl helvítið.....

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2011 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.