Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Líf í tuskunum hjá ólympíuhópi kvenna

Hallgerđur, Tinna, Jóhanna og SigríđurKínverskar skákkonur hafa í dag náđ ţví virđingarsćti sem skákvalkyrjur Georgíu međ Nonu Gapridnhasvili og Maju Chiburdanidze höfđu á árum áđur. Heimsmeistari kvenna hin 17 ára gamla Hou Yifan vann nýveriđ geysiöflugt heimsbikarmót í Kína og ekki vakti stalla hennar, Xue Zhao, minni athygli á dögunum ţegar hún vann nćr allar bestu skákkonum heims á ţriđja heimsbikarmótinu sem fram fór í Nalchik í Rússlandi.

En hvernig standa svo ţćr íslensku stúlkur í samanburđi viđ ţćr kínversku? Munurinn er enn mikill í elo-stigum taliđ. Í frćgi bók um „tígur-mćđur" kom fram ađ kínversk börn og unglingar velja sér yfirleitt ađeins eina keppnisgrein sem ţau stunda síđan af miklu kappi. Ţćr íslensku stúlkur, sem ţess dagana taka ţátt í alţjóđlegu móti í Liberic í Tékklandi, eru flestar í krefjandi menntaskólanámi, stunda tónlistarnám međfram en eru jafnframt góđar fyrirmyndir fyrir yngri stúlkur. Davíđ Ólafsson, sem tekiđ hefur ađ sér liđsstjórn og ţjálfun ólympíuhóps kvenna er fararstjóri í Tékklandi. Eftir fimm umferđir höfđu ţćr Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Hrund Hauksdóttir stađiđ sig best og voru međ 3 vinninga af 5 mögulegum í 24.-44. sćti af 100 keppendum. Árangur Jóhönnu reiknast upp á vel yfir 2.200 stig, Hallgerđur er nálćgt ćtluđum árangri en Hrund er ađ bćta sig verulega. Ađrar íslenskar stúlkur í ferđinni eru ţćr Sigríđur Björg Helgadóttir, Elsa María Kristínardóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir.

Jóhanna Björg er fersk eftir á EM unglinga í Búlgaríu í september sl. Í eftirfarandi skák sígur snemma á ógćfuhliđina hjá henni. Engu ađ síđur náđi hún ađ snúa vörn í sókn og tókst ađ leggja öflugan andstćđing sinn:

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir - Stanislav Splichal

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 g6 5. Rf3 Bg7 6. Ra3

Alapin-afbrigđiđ kemur oft fyrir í skákum íslensku stúlknanna. Hér er sennilega nákvćmara ađ leika 6. dxc5 t.d. 6....Dxc5 7. Ra3 o.s.frv.

6. ...cxd4 7. Rb5 Ra6 8. Rbxd4 Rf6 9. Bxa6!? bxa6 10. O-O 0-0 11. He1 He8 12. Bf4 Bb7 13. He5?

Upphafiđ ađ vitlausri áćtlun. Mun sterkra er 13. Be5! og stađan er í jafnvćgi.

13....Dd7 14. Hc5 Rd5 15. Bg3 e5 16. Rb3 Had8 17. Dc2 e4 18. Rfd4 e3

Svartur hefur međ nokkrum markvissum leikjum náđ ađ hrifsa til sín frumkvćđiđ.

19. Kh1 exf2 20. Dxf2 Re3 21. Hg1 Hc8 22. Hxc8 Dxc8 23. Bf4 Rg4?

Hér fer svartur ađ missa tökin. Athyglisverđ leiđ var 23....Rxg2!? 24. Hxg2 Dh3 25. Bd2 Bh6! 26. Kg1 He1+! 27. Bxe1 Be3 ,en hvítur virđist halda í horfinu međ ţví ađ leika H28hg3.

24. Dg3 h5 25. h3 Rf6 26. Hf1 Re4 27. Dd3 g5?

Teygir sig of langt. Betra var 27....h4.

28. Bh2 Be5 29. Rf5!

Góđur stađur fyrir riddarann.

29....f6 30. Bxe5 Hxe5 31. Rbd4 h4 32. Kg1 Bd5 33. Rh6+ Kh8 34. Rg4! Bc4 35. Df3!

g8uo6uld.jpgJóhanna hefur međ ágćtri taflmennsku náđ ađ snúa taflinu sér í vil.

35....Bxf1 36. Rxe5 fxe5 37. Dxe4 exd4 38. Dxd4+ Kh7 39. Dxa7+ Kg6 40. Db6+ Kh5 41. Kxf1 Dc4+ 42. Kg1 Dxa2 43. Kh2! Dc4 44. Df6 Db5 45. Dg7 Dd3 46. Dc7 Kg6 47. c4 a5

- og féll á tíma um leiđ en stađan er töpuđ ţví svartur á engar skákir eftir skálínunni h2-b8 og rćđur ekki viđ c-peđiđ.

Skákţćttur Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 30. október 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8778678

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband