27.10.2011 | 00:13
Jón Kristinn efstur fyrir lokaumferđ Haustmóts SA
Sjötta og nćstsíđasta umferđ haustmóts SA var tefld í kvöld:
Jón Kristinn-Andri Freyr 1-0
Jakob Sćvar-Smári 0-1
Haukur-Sigurđur 0-1
Sveinn-Hersteinn 0-1
Í umferđinni í kvöld gekk fátt slétt og fellt fyrir sig. Fyrst lauk skák ţeirra Sveins og Hersteins, ţar sem sá fyrrnefndi vann tvö peđ fyrir ekkert í byrjun tafls og stóđ ţá til vinnings. Hersteinn sýndi ţó í framhaldinu ađ hann er sannur Ţorpari og náđi ađ grugga vatniđ međ ţeim afleiđingum ađ Sveinn fór ađ tefla óhćfilega passívt og fann loks enga vörn gegn sókn svörtu mannanna. Haukur blés ađ venju til sóknar gegn stigahćsta manni mótsins og var kominn međ hann á loft í sniđglímu sem enginn venjulegur mađur átti ađ lifa af. Lengi vel gat Haukur knúiđ fram vinning međ Hc5-c3! Hann kaus hinsvegar ađrar leiđir í taflinu og ţćr gáfu minna af sér. Ţessvegna var tap stađreynd í hans skák og sigur í skák andstćđingsins. Smári, sem sárlega ţurfti á sigri ađ halda í toppbaráttunni, teygđi sig fulllangt međ svörtu mönnunum og var um hríđ á leiđ fram af hengifluginu. Jakob Sćvar gat á einfaldan hátt stjakađ viđ honum og náđ öđru sćtinu; en örlaganornirnar sýndu enga miskunn í ţetta sinn og kannski varđ tímaleysiđ honum enn og aftur ađ falli. Smári hékk á brúninni og sneri skákinni sér í vil. Einna minnst gekk á í skák ungu mannanna, en eins og venjulega vann Jón Kristinn. Og hafđi frekar lítiđ fyrir ţví í ţetta sinn. Andri jafnađi tafli auđveldlega međ svörtu og tefldi af sínu alkunna öryggi lengi vel, en misreiknađi sig herfilega í uppskiptarunu í miđtaflinu og vantađi skyndilega hrók. Ţá er best ađ gefa.
Spennan er enn í hámarki á mótinu fyrir síđustu umferđ. Hinn 12 ára gamli Jón Kristinn Ţorgeirsson er í farabroddi međ 5.5 vinninga og hefur ađeins misst niđur eitt jafntefli. Akureyrarmeistarinn Smári Ólafsson er í öđru sćti, heilum vinningi á eftir Jóni og vill svo skemmtilega til ađ ţeir mćtast einmitt í síđustu umferđ mótsins. Ţá gćti Smári náđ piltinum međ sigri og knúiđ fram einvígi um titilinn, en ađ öđrum kosti verđur Jón Kristinn yngsti meistari félagsins í gervallri 92 ára sögu ţess. Ađrir koma ekki til greina ađ ţessu sinni, en fráfarndi meistari, Sigurđur Arnarson, er nú í ţriđja sćti međ 4 vinninga. Ađrir eru svo međ minna, eins og sjá má á Chess-results
Hlé verđur nú gert á mótinu vegna Framsýnarmótsins á Húsavik, en úrslitin ráđast endanlega á lokaumferđinni, sem tefld verđur miđvikudaginn 2. nóvember. Ţá leiđa saman hesta sína Smári og Jón Kristinn sem áđur sagđi, svo og Sigurđur og Sveinn, Hersteinn og Jakob og Andri og Haukur.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.