Leita í fréttum mbl.is

Pistill fimmtu umferđar og pörun sjöttu umferđar

Jindrich Janicek (2095) - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1803) ˝-˝
Enn einn nánast 300 stigum hćrri andstćđingur hjá Jóhönnu í dag.  Skákin í dag var eiginlega nokkuđ dćmigerđ skák af hennar hálfu.  Hún lék ónákvćmt í byrjuninni (ekki ađ ţađ sé dćmigert) og sá fram á frekar erfiđa stöđu.  Stúlkan er ţessa dagana full sjálfstrausts og ákvađ bara ađ fórna manni fyrir ţrjú peđ.  Andstćđingurinn tefldi skákina eftir ţetta frekar veikt og fljótlega varđ ljóst ađ annađhvort endađi ţetta međ jafntefli eđa ađ Jóhanna ynni skákina.  Hún átti vinning í einni stöđunni en missti af ţví og ţá leystist skákin upp í jafntefli.  Jafntefli eru svo sem fín úrslit en auđvitađ hefđi veriđ gaman ađ vinna skákina.
 

Lubos Jina (1811) - Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (2023) 0-1
Hallgerđur fékk töluvert stigalćgri andstćđing í dag.  Hún tefldi í dag eins og hún gerir best og yfirspilađi andstćđingin algjörlega.  Úrvinnslan hjá henna var ţó fremur hćg en alltaf örugg, ţannig ađ viđ lítum á ţađ sem ágćtis ćfingu í ađ vinna unnin endatöfl. 

Martin Richter (2012) - Tinna Kristín Finnbogadóttir (1803) 1-0
Tinna tefldi viđ talsvert stigahćrri andstćđing.  Ţessi skák endađi ţví miđur illa ţví Tinna tefldi skákina mjög vel framan af, vann peđ og var algjörlega í bílstjórasćtinu.  Henni urđu síđan á slćm mistök í stöđu sem hún var međ planiđ algjörlega á tćru, en hún gleymdi ađ leika fyrsta leiknum í leikjaröđinni (fór beint í leik tvö) og sat allt í einu uppi međ miklu verri stöđu sem hún tapađi á endanum.  Ég spái ţví ađ andstćđingurinn í nćstu umferđ fái ađ kenna á ţví. 

Hrund Hauksdóttir (1592) – Olaf Kallert (1949) 1-0
Hrund er klárlega sú sem er á mestu skriđi í mótinu núna.  Eins og ég hef rćtt í ţessum pistlum, ţá er Hrund engu lakari en ţeir skákmenn sem eru 200 stigum hćrri en hún.  Í dag fćrđi hún markiđ enn hćrra og vann örugglega mann sem er meira en 350 stigum hćrri en hún.  Hún hefur nú unniđ ţrjár skákir í röđ, allt á móti ţjóđverjum sem eru miklu stigahćrri en hún.  Heyrst hefur ađ hún sé ekki ćskilegur gestur á ţýskum skákmótum á nćstunni (Hrund 3 – Germany 0). 

Elsa María Kristínardóttir (1708) – Remel Omey (1844) 0-1
Ekki dagurinn hennar Elsu í dag.  Viđ vorum svo sem međ fínt plan í Ítalska leiknum (andstćđingurinn hafđi leikiđ e5 viđ e4 í öllum skákunum í Chessbase.  Viđ vorum búin ađ plana línu sem átti ađ henta Elsu vel og hún var alveg klár á.  Skákin hófst međ ţví ađ Elsa lék 1.e4.  Tyrkneska stelpan mćtti 10 mínútum of seint og lék af bragđi 1...Rf6 – já takk fyrir!  Elsa fékk síđan fljótlega erfiđa stöđu sem hún tapađi ađ lokum.  Elsa kemur ađ sjálfsögđu til baka í nćstu umferđ. 

Sigríđur Björg Helgadóttir (1716) – Franz Kellert (1383) 0-1
Sigríđur hefur veriđ frekar lánlaus ţađ sem af er móts.  Hún ćtti ađ vera međ fleiri vinninga miđađ viđ ţćr stöđur sem hún hefur fengiđ.  Ekki var lániđ heldur međ henni í dag.  Hún fékk ungan strák sem er öllu betri en stig hans segja til um.  Sigríđur tefldi vel framan af og virtist hafa tögl og haldir en andstćđingurinn varđist vel.  Svo fór ađ lokum ađ hún lagđi of mikiđ á stöđuna í vinningstilraunum og ţví fór sem fór.  Ég hef ţó ekki miklar áhyggjur af henni ţví ef hún heldur áfram ađ tefla eins og hún hefur gert framan af í skákunum og losar sig viđ lánleysiđ (rétti tíminn til ađ skipta um penna) ţá mun hún sigla von bráđar upp töfluna.
 

Árangurinn í dag er svo sem ágćtur en ég hefđi viljađ fá talsvert fleiri vinninga. Tveir og hálfur af sex er ţó ágćtt miđađ viđ ađ stelpurnar voru mikiđ stigalćgri í fjórum skákum.  Núna er mótiđ rétt liđlega hálfnađ og stefnan ađ sjálfsögđu tekin á ađ enda mótiđ vel.

 

Á morgun tefla stelpurnar viđ:

Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (2023) – Flemming Haupt Hansen (2100)
Pavel Postuba (2039) – Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1803)
Tomasz Motil (2027) – Hrund Hauksdóttir (1592)
Tinna Kristín Finnbogadóttir (1803) – Rein Thierry (1672)
Petr Simon (1782) – Elsa María Kristínardóttir (1708)
Oldrich Suchomel (1659) – Sigríđur Björg Helgadóttir (1716)
 

Slóđin á mótiđ er:  http://www.czechtour.net/liberec-open/
Slóđin á úrslit er: http://chess-results.com/tnr58314.aspx?art=2&rd=6&lan=1&fed=ISL&turdet=YES&flag=30
 

Davíđ Ólafsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 112
  • Frá upphafi: 8778787

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband