Leita í fréttum mbl.is

Vinafélagiđ stofnađ fimmtudaginn 13. október undir kjörorđinu: Allir saman!

DSC 0937Vinafélagiđ blćs til stofnfundar á stórmóti í skák, í tilefni Alţjóđlegs geđheilbrigđisdags, fimmtudaginn 13. október klukkan 19 í Faxafeni 12. Ađ Vinafélaginu standa vinir og velunnarar Vinjar, athvarfs Rauđa krossins viđ Hverfisgötu, en lokun vofir nú yfir ţessum griđastađ mörg hundruđ einstaklinga.

Af ţessum sökum hafa nokkrir einstaklingar tekiđ höndum saman um ađ stofna Vinafélagiđ, og eru allir hjartanlega velkomnir í félagiđ. Markmiđiđ er ađ standa vörđ um og efla samfélagiđ í Vin. Markmiđ félagsins er ađ safna árlega ţeirri upphćđ, sem ţarf til reksturs Vinjar, fyrir utan starfsmannahald.

Rauđi krossinn hefur rekiđ Vin í 20 ár, en Reykjavíkurborg hefur lagt til húsnćđiđ. Í Vin eru fjórir 1starfsmenn og heildarkostnađur viđ rekstur rétt rúmlega 20 milljónir króna. Vinafélagiđ mun beita sér fyrir ţví ađ fleiri ađilar komi ađ rekstrinum, enda allir sammála um mikilvćgi heimilisins í Vin.

Strax ađ loknum stofnfundi Vinafélagsins hefst stórmót sem Skákfélag Vinjar heldur, í samvinnu viđ TR, Helli, Skákakademíu Reykjavíkur og fleiri. Forlagiđ gefur glćsilega vinninga og má lofa skemmtilegu móti.

Tekiđ verđur viđ skráningum í Vinafélagiđ á stađnum. Einnig tekur Björn Ívar Karlsson viđ skráningum í póstfanginu bivark@gmail.com. Fólk er hvatt til ađ gerast stofnfélagar í Vinafélaginu og sýna ţannig gestum Vinjar stuđning.

Ljóst er ađ málstađur Vinjar nýtur víđa samúđar og stuđnings. Međal ţeirra sem gefa kost á kröftum sínum eru Magnús Matthíasson kennari og skákfrömuđur, Styrmir Gunnarsson ritstjóri, Vigdís Grímsdóttir rithöfundur, Jón Kristjánsson fv. heilbrigđisráđherra, Ţráinn Bertelsson rithöfundur og fleiri.

Vonandi munu sem flestir gerast stofnfélagar í Vinafélaginu, sem starfar undir kjörorđinu: Allir saman!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8779037

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband