Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Karpov á Íslandsmóti taflfélaga

Karpov og NansýFyrri hluti Íslandsmóts taflfélaga fer fram í Rimaskóla ţessa helgina og dregur ađ sér mikinn fjölda skákáhugamanna hvađanćva af landinu. Mótiđ hefur veriđ talsvert í fréttum undanfariđ, ekki síst vegna ţess ađ Taflfélag Reykjavíkur hefur skráđ fjölmarga nafntogađra stórmeistara í liđ sitt og fara ţar fremst í flokki skákdrottningin Judit Polgar og heimsmeistarinn fyrrverandi, Anatolí Karpov en styrktarađilar TR fengu ţá ágćtu hugmynd ađ bjóđa honum hingađ til lands. Hann er í reynd hćttur ađ tefla en verđur heiđursgestur viđ opnun Íslandsmóts taflfélaga og hefur ţegar sett mark sitt á keppni ţar sem Bolvíkingum er spáđ öruggum sigri.

Bolvíkingar tefla fram A- og B-liđi í efstu deild og af ţeirri ástćđu einni er ekki nokkur leiđ til ţess ađ keppnin geti fariđ fram á jafnréttisgrundvelli. Ţó örlar ekki á vilja til breyta ţessu fyrirkomulagi sem ţekkist vart í öđrum flokkakeppnum.

Í ađdraganda Íslandsmóts taflfélaga hefur mótsstjórn SÍ fengiđ mál til sín sem varđar skráningu einstakra skákmanna í liđ en síđasti dagur skráningar var af hálfu SÍ upp gefinn 16. september sl. en samkvćmt túlkun mótsstjórnar gildir 17. september einnig sem skráningardagur. Mál Alexei Dreev er mönnum enn í fersku minni en ţađ snerist einnig um tímasetningu skráningar. Hann var dćmdur ólöglegur í liđi TV.

Fjarri vangaveltum af ţessu tagi héldu liđ Bolvíkinga og Hellis á Evrópumót taflfélaga sem hófst hinnHellismenn og Bolvíkingar 25. september og lauk um síđustu helgi í Rogaska Slatina í Slóveníu. Margt er hćgt ađ lesa út úr frammistöđu liđanna og einstakra liđsmanna. Bolvíkingar höfnuđu í 14. sćti af 62 liđum en Hellismenn í 25. sćti. Bćđi liđin áttu erfitt uppdráttar gegn sterkari liđunum, Bolar töpuđ t.d. 0:6 í nćstsíđustu umferđ en átt svo góđan lokadag og unnu sterkt spćnsk liđ, Gros Xake Taldea, 4˝ : 1˝. Sigurbjörn Björnsson, bóksali og starfsmađur Actavis, sem tefldi á 4. borđi fyrir Helli náđi sínum fyrsta áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli og ađrir sem stóđu sig vel voru Stefán Kristjánsson, Guđmundur Gíslason og Bjarni Jens Kristinsson.

Ísfirđingurinn Guđmundur Gíslason teflir allra manna skemmtilegast ţegar honum tekst upp og Evrópukeppni taflfélaga virđist eiga vel viđ hann sbr. eftirfarandi skák sem tefld var um miđbik mótsins:

EM taflfélaga, 4. umferđ:

Domingues Metras - Guđmundur Gíslason

Grunfelds vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Rf3 Bg7 6. Db3 Rb6 7. Bf4 Be6 8. Dc2 Rc6 9. e3 0-0 10. a3?

Hvítur hefur teflt byrjunina fremur ómarkvisst. Hér var mun betra ađ leika 10. Bb5.

10.... Hc8!?

Upphafiđ ađ áćtlun sem hvítur áttar sig ekki alveg á - fyrr en um seinan!

11. Bd3 Ra5 12. b4 Rb3! 13. Hb1 c5

Rífur upp stöđuna á drottningarvćng. Nú er 14. Hxb3 svarađ međ 15. Bxb3 16. Dxb3 c4 o.s.frv.

14. bxc5 Rxc5 15. De2 Rxd3 16. Dxd3 Bc4 17. Dd2 Ba6 18. Re2 Rd5 19. Hb2

Ekki gekk 19. 0-0 vegna 19.... Bxe2 20. Dxe2 Rc3 og vinnur skiptamun.

19.... Bxe2! 20. Kxe2 Rc3+ 21. Kf1 Da5 22. g3 Dd5 23. Kg2

gb8o3s0h.jpg( STÖĐUMYND )

23.... g5!

Vinnur mann. Hvítur taldi sig kominn í skjól međ kónginn en ţessi leikur gerir út um ţćr vonir, 24. Bxg5 er svarađ međ 24.... Re4. Hörfi drottningin kemur 25.... Rxg5. Metras gafst ţví upp.

----------------------------

Skákţćttur Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 9. október 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilađi

"Bolvíkingar tefla fram A- og B-liđi í efstu deild og af ţeirri ástćđu einni er ekki nokkur leiđ til ţess ađ keppnin geti fariđ fram á jafnréttisgrundvelli. Ţó örlar ekki á vilja til breyta ţessu fyrirkomulagi sem ţekkist vart í öđrum flokkakeppnum."

Er veriđ ađ saka Bolvíkinga um óheiđarleika á ţann hátt ađ ţeir muni viljandi láta annađ liđiđ tapa fyrir hinu, eđa er eitthvađ annađ sem brýtur jafnréttisgrundvöllinn?

Ef ţađ ţekkist vart í öđrum flokkakeppnum, ţá ţekkist ţađ í öđrum flokkakeppnum, og hvert er ţá vandamáliđ?

Billi bilađi, 16.10.2011 kl. 21:10

2 identicon

Ađ sjálfsögđu var ţađ hugmynd stjórnar Taflfélags Reykjavíkur ađ fá Karpov til landsins. Félagiđ ákveđur hvađa skákmenn ţađ vill fá til landsins en ekki styrktarađilar!!! Ţetta er mjög ónákvćmt orđalag hjá Helga.

Jóhann H. Ragnarsson.

Jóhann H. Ragnarsson (IP-tala skráđ) 16.10.2011 kl. 22:04

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 15
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 137
  • Frá upphafi: 8779261

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband