Leita í fréttum mbl.is

EM: Árangur einstakra liðsmanna og skákir sjöundu umferðar

Bolar á EM 2011 3EM taflfélaga lauk í Rogaska Slatina í Slóveníu í gær.  Íslensku liðin tvö, Taflfélag Bolungarvíkur og Taflfélagið Hellir stóðu sig bæði prýðilega.  Bolvíkingar lentu í 14. sæti, sem er einn besti árangur sem íslenskt félagslið hefur náð á þessu móti og voru efstir Norðurlandaliða.  Hellismenn lentu í 25. sæti og þar kom áfangi í hús hjá Sigurbirni Björnssyni.  EM taflfélaga er sennilega besta skákmót sem íslenskir skákmenn geta sótt, a.m.k. fyrir þá sem ekki hafa tækifæri á að tefla fyrir Íslands hönd  á Ólympíuskákmótum og EM landsliða.

Árangur Bolvíkinga:

Bo.NameRtgPts.Avg.Rpwwedi.rtg+/-
1Kristjansson Stefan24853,5257025703,52,70,87,9
2Thorfinnsson Bragi24272247923212,03,0-1,0-10,2
3Gunnarsson Jon Viktor24223,5241224123,53,6-0,1-0,5
4Thorhallsson Throstur23884,5233424364,53,90,65,9
5Arngrimsson Dagur23533227922303,04,1-1,1-10,6
6Gislason Gudmundur22955221223705,04,20,812,3
 Samtals    21,521,40,14,8


Bolvíkingar voru varamannslausir og því tefldu allir 7 skákir.  Liðsstjóri þeirra var aldursforsetinn, Guðmundur Gíslason.   Stefán Kristjánsson og Guðmundur stóðu sig best.  Árangur Stefáns samsvaraði 2570 skákstigum og hækkar hann um 8 stig fyrir frammistöðu sína.  Stefán er því kominn með 2493 skákstig og vantar því aðeins 7 stig til að verða útnefndur stórmeistari í skák.  Hann gæti hæglega klárað það á Íslandsmóti skákfélaga sem fram fer 7.-9. október.  

Guðmundur Gíslason fékk flesta vinninga Bolvíkinga en hann fékk 5 vinninga á 6. borði.  Árangur hans samsvaraði 2370 skákstigum og hækkar hann um 12 stig.    Þröstur Þórhallsson (2388) hækkar einnig á stigum en frammistaða hans samsvaraði 2436 skákstigum og hækkar hann um 6 stig.

Jón Viktor Gunnarsson stendur í stað.  Bragi og Dagur lækka báðir á stigum.  Bragi lækkar um 10 stig en Dagur um 11 stig.


Árangur Hellismanna:

Bo.NameRtgPts.Avg.Rpwwew-wertg+/-
1Stefansson Hannes256212534223113,6-2,6-26,1
2Thorfinnsson Bjorn241232477242732,90,10,6
3Gretarsson Hjorvar Steinn24423,5242324233,53,6-0,1-1,1
4Bjornsson Sigurbjorn23494,5239024924,53,21,319,0
5Lagerman Robert232542408240832,50,57,5
6Kristinsson Bjarni Jens203342194220120,91,116,6
      17,016,80,2216,5

Hellismenn voru varamannslausir rétt eins og Bolvíkingar.   Og rétt eins og hjá Bolvíkingum var Hellir á EM 2011aldursforsetinn liðsstjóri, þ.e. Róbert Lagerman.

Hjá Hellismönnum stendur árangur Sigurbjörns Björnsson uppúr.  Hann fékk flesta vinninga Hellismanna, 4½ vinning, og gerði m.a. jafntefli við Dreev.  Árangur hans samsvaraði 2492 skákstigum og hækkar hann um 19 stig fyrir hana.  Bjarni Jens Kristinsson sem var sá eini sem var að tefla á sínu fyrsta EM stóð sig einnig mjög vel.  Hann hlaut 4 vinninga (reyndar einn gefins).  Árangur hans samsvaraði 2201 skákstigum og hækkar hann um 17 stig.  Róbert fékk jafnmarga vinninga og Bjarni.  Árangur hans samsvaraði 2408 skákstigum og hækkar hann um 8 stig.   

Björn Þorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson voru nánast á pari á 2. og 3. borði.  Björn hækkar um 1 stig og Hjörvar lækkar um 1 stig.  

Hannes Hlífar Stefánsson náði sér hins vegar aldrei á strik, hlaut aðeins 1 vinning og lækkar um 26 stig fyrir frammistöðuna.  Sennilega versta frammistaða Hannesar á alþjóðlegu móti í mörg ár, ef ekki áratugi.

Af 12 Íslendingum hækka 7 á stigum og 5 lækka.  Hjá þremur eru breytingarnar óverulegar.  Faktístk má segja að sex skákmenn hækki, 3 standi í stað og 3 lækki.  Alls hækka íslenskir skákmenn um 21 stig fyrir frammistöðuna á EM taflfélaga sem verður að teljast dágott.

Skákir íslensku liðna úr sjöundu umferð fylgja með.   

 


Rewind to the beginningOne move backFlip the boardShow moves paneShow commentsPlay one moveFast-forward to the end
Stefansson, Hannes - Jakovenko, Dmitry
27th European Club Cup 2011

Stefansson, Hannes - Jakovenko, Dmitry (PGN)

1. d4 Nf6 2. c4 e6 3. Nf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. Bg2 d5 8. cxd5 exd5 9. Nc3 O-O 10. O-O Bb7 11. Qc2 Na6 12. Rad1 h6 13. Bc1 Qc8 14. Bb2 Rd8 15. e3 Nb4 16. Qb1 a5 17. Rfe1 Qe6 18. Ne5 Bf8 19. a3 Na6 20. Nd3 Qd7 21. Ne5 Qe6 22. Nd3 Re8 23. Nf4 Qd7 24. Qd3 Rad8 25. Rc1 Qc8 26. Qc2 Qa8 27. Red1 Bd6 28. Nb5 Bxf4 29. exf4 Re7 30. Re1 Rde8 31. Re5 Ng4 32. Rxe7 Rxe7 33. Nc3 Nf6 34. Bf1 Qe8 35. Nd1 Ne4 36. Ne3 Nd6 37. Nf5 Nxf5 38. Qxf5 Nb8 39. h4 Qc8 40. Qxc8+ Bxc8 41. b4 axb4 1/2-1/2

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 140
  • Frá upphafi: 8779020

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband