Leita í fréttum mbl.is

Sunnudagsmogginn: Máta sig við þá allra bestu

Mátar að tafli: Frá vinstri Arnar Þorsteinsson, Jón Árni Jónsson, Skafti Ingimarsson, f.h. Pétur Blöndal, Sigurður D. Sigfússon (gestur), Arngrímur Gunnhallsson, Magnús Teitsson. Mátar tefla nú í fyrsta sinn í 1. deild og eru að leita að liðstyrk fyrir koTaflfélagið Mátar var stofnað í Garðabæ í sumarlok 2008, „í upptakti hrunadansins", eins og Pálmi Ragnar Pétursson, formaður félagsins, kemst sposkur að orði. Félagar eru tuttugu talsins og kjarninn eru Akureyringar búsettir á höfuðborgarsvæðinu en fleiri hafa smám saman bæst í hópinn. „Við erum flestir aldir upp í Skákfélagi Akureyrar og héldum lengi tryggð við það félag en létum síðan verða af því að stofna nýtt. Nafngiftin er skemmtileg og viðeigandi. Allir erum við mátar þó svo við mátum stundum hver annan enda enginn annars máti í leik."

Mátar þreyta frumraun sína í fyrstu deild Íslandsmótsins í vetur og Pálmi viðurkennir að aðeins fari um þá. „Við erum að leita hófanna um liðstyrk en þurfum að hafa snör handtök því að Íslandsmót taflfélaga hefst í byrjun október," segir Pálmi en teflt er á átta borðum í efstu deild.

Rúnar Sigurpálsson og Arnar Þorsteinsson hafa leitt hópinn til þessa og hefur Pálmi áhuga á fleiri skákmönnum í þeim gæðaflokki.

Mátar ætla ekki að láta sér nægja að tefla meðal hinna bestu heldur er einnig stefnt að því að senda lið til keppni í 4. deild. Að óbreyttu munu nokkrir gamalkunnir stjórnmálamenn tefla þar fyrir hönd Máta, svo sem Halldór Blöndal, Guðni Ágústsson, Guðjón Guðmundsson og Gunnar I. Birgisson. Einnig er ekki útilokað að rithöfundurinn Huldar Breiðfjörð setjist við taflborðið. Pálmi segir Máta hittast vikulega yfir vetrartímann og tefla og hlakkar til að takast á við nýja félaga í vetur. Milli skáka er svo vitaskuld rætt fjálglega um landsins gagn og nauðsynjar.

Mátar munu ekki aðeins tefla í vetur því félagið hefur að beiðni Skáksambands Íslands tekið að sér að endurreisa Tímaritið Skák. Það hefur legið í láginni um nokkurt skeið og segir Pálmi það verðuga áskorun að taka upp þráðinn.

Fyrirhugað er að tímaritið komi út einu sinni á ári, í tengslum við Reykjavík Open í byrjun mars. Pálmi segir menn þegar farna að safna efni en auk hefðbundinna þátta, svo sem umfjöllunar um helstu mót, verkefni landsliðsins, æskulýðsstarf og fleira, er meiningin að leita líka fanga á óhefðbundinn hátt. „Þá er ég að tala um að rýna í skáksöguna, miðla reynslusögum og fleira," segir Pálmi og bætir við að hægt sé að skrá sig í áskrift á skak.is.

------------------------------

Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 28. ágúst sl.  Morgunblaðið, og Orri Páll Ormarsson, sem skrifaði greinina, fá þakkir fyrir að leyfa birtingu.  Mynd eftir Sigurgeir S.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 136
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband