Leita í fréttum mbl.is

Hellismenn yfirtrompuðu Bridsfjelagið - dregið í 2. umferð

Mikil stemming var í Hellisheimilinu í kvöld þegar 3 viðureignir fóru fram í  16 liða úrslitum Hraðskákkeppni taflfélaga. Hellismenn unnu öruggan sigur á Bridsfjelaginu. Hellir fékk 59,5 gegn 12,5 vinninga Bridsara.  Hjörvar Steinn Grétarsson og Björn Þorfinnsson fengu báðir fullt hús vinninga í 12 skákum.  Sigurður Páll Steindórsson og Stefán Freyr Guðmundsson voru bestir Bridsara með 4,5 vinning.

Árangur Hellisbúa:

  • Hjörvar Steinn Grétarsson 12 v. af 12
  • Björn Þorfinnsson 12 v. af 12
  • Andri Áss Grétarsson 9 v. af 12
  • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 9 v. af 12
  • Helgi Brynjarsson 8,5 v. af 12
  • Rúnar Berg 6 v. af 6
  • Gunnar Björnsson 3 v. af 6

Árangur Bridsfjelaga:

  • Sigurður Páll Steindórsson 4,5 v. af 12
  • Stefán Freyr Guðmundsson 4,5 v. af 12
  • Gunnar Björn Helgason 2 v. af 12
  • Sigurður Sverrisson 1,5 v. af 12
  • Gísli Hrafnkelsson og Gústaf Steingrímsson fengu færri vinninga.

Úrslit í öðrum viðureignum kvöldsins koma síðar.  Þegar liggur þó fyrir aðrir sigurvegar kvöldsins voru: Víkingaklúbburinn, Skákfélag Íslands, Taflfélag Bolungarvíkur og Skákfélag Akureyrar.  Á morgun mætast TR og Mátar í húsnæði TR.

Dregið var í 2. umferð.  Þá mætast:

  • Taflfélag Bolungarvíkur - Skákfélag Reykjanesbæjar
  • Skákfélag Íslands - Víkingaklúbburinn
  • Skákfélag Akureyrar - Taflfélag Reykjavíkur/Taflfélagið Mátar
  • Skákfélagið Goðinn - Taflfélagið Hellir
Heimaíða Hellis

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 8779010

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband