Þrátt fyrir að vera einungis ellefu ára gamall hefur Akureyringurinn Jón Kristinn Þorgeirsson þegar náð miklum árangri á vettvangi skáklistarinnar og meðal annars unnið flest þau skákmót sem hann hefur tekið þátt í. Þannig varð hann til að mynda efstur í flokki drengja 11 til 14 ára á Unglingalandsmóti Ungmennafélags Íslands sem fram fór á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Ennfremur fékk hann flest stig allra sem kepptu og var eini keppandinn sem fékk fullt hús stiga.
Um næstu helgi mun Jón Kristinn keppa fyrir Íslands hönd í landskeppni við Færeyjar sem fram fer að þessu sinni á Húsavík og Akureyri. Hann verður þar með langyngsti keppandinn sem tekið hefur þátt í keppninni sem fram fer að þessu sinni í sautjánda sinn en fyrst var keppt í henni árið 1978.
Fischer í uppáhaldi
„Ég byrjaði að æfa í september 2008 eftir að pabbi minn kenndi mér mannganginn. Síðan fór ég bara að hafa áhuga á þessu," segir Jón Kristinn aðspurður hvernig það hafi komið til að hann hóf að æfa skák. Hann var síðan orðinn Íslandsmeistari í sínum flokki í janúar 2009 þannig að óhætt er að segja að árangurinn hafi ekki látið standa á sér.Jón Kristinn hefur meðal annars þjálfað sig í skákinni með því að spila skákleiki á netinu og einnig hefur hann sótt æfingar á vegum Skákfélags Akureyrar þar sem hann er félagi. Vinir hans taka stundum í skák með honum líka að hans sögn. Hann segist yfirleitt vinna þá og sömuleiðis tölvuna nema ef leikirnir eru í hæstu styrkleikaflokkum.
Jón Kristinn ætlar að halda áfram að sinna skáklistinni og bæta sig í þeim efnum og markmiðið er ekki af verri endanum heldur er stefnan að fara alla leið. „Ég stefni á meira en það, ég stefni á að verða heimsmeistari, " segir hann aðspurður hvort markmiðið sé að verða íslenskur stórmeistari. Þar með myndi hann feta í fótspor þess skákmeistara sem hann segir að sé í mestu uppáhaldi, Bobbys Fischer, sem varð sem kunnugt er heimsmeistari árið 1972 á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Reykjavík.
Foreldrar Jóns Kristins eru þau María Stefánsdóttir stuðningsfulltrúi og Þorgeir Smári Jónsson, fiskvinnslumaður frá Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit.
----------------------
Grein þessi birtist á baksíðu Morgunblaðsins 5. ágúst 2011. Höfundur er Hjörtur J. Guðmundsson. Myndin er tekin af Skapta Hallgrímssyni. Skák.is kann Morgunblaðinu, Hirti og Skapta bestur þakkir fyrir að leyfa birtingu á Skák.is.
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkur: Skákþættir Morgunblaðsins | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 9
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 135
- Frá upphafi: 8779015
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 107
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.