Leita í fréttum mbl.is

Ætlar að verða heimsmeistari - Ungur Akureyringur gerir það gott í skákinni

Jón Kristinn ÞorgeirssonÞrátt fyrir að vera einungis ellefu ára gamall hefur Akureyringurinn Jón Kristinn Þorgeirsson þegar náð miklum árangri á vettvangi skáklistarinnar og meðal annars unnið flest þau skákmót sem hann hefur tekið þátt í. Þannig varð hann til að mynda efstur í flokki drengja 11 til 14 ára á Unglingalandsmóti Ungmennafélags Íslands sem fram fór á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Ennfremur fékk hann flest stig allra sem kepptu og var eini keppandinn sem fékk fullt hús stiga.

Um næstu helgi mun Jón Kristinn keppa fyrir Íslands hönd í landskeppni við Færeyjar sem fram fer að þessu sinni á Húsavík og Akureyri. Hann verður þar með langyngsti keppandinn sem tekið hefur þátt í keppninni sem fram fer að þessu sinni í sautjánda sinn en fyrst var keppt í henni árið 1978.

Fischer í uppáhaldi

„Ég byrjaði að æfa í september 2008 eftir að pabbi minn kenndi mér mannganginn. Síðan fór ég bara að hafa áhuga á þessu," segir Jón Kristinn aðspurður hvernig það hafi komið til að hann hóf að æfa skák. Hann var síðan orðinn Íslandsmeistari í sínum flokki í janúar 2009 þannig að óhætt er að segja að árangurinn hafi ekki látið standa á sér.

Jón Kristinn hefur meðal annars þjálfað sig í skákinni með því að spila skákleiki á netinu og einnig hefur hann sótt æfingar á vegum Skákfélags Akureyrar þar sem hann er félagi. Vinir hans taka stundum í skák með honum líka að hans sögn. Hann segist yfirleitt vinna þá og sömuleiðis tölvuna nema ef leikirnir eru í hæstu styrkleikaflokkum.

Jón Kristinn ætlar að halda áfram að sinna skáklistinni og bæta sig í þeim efnum og markmiðið er ekki af verri endanum heldur er stefnan að fara alla leið. „Ég stefni á meira en það, ég stefni á að verða heimsmeistari, " segir hann aðspurður hvort markmiðið sé að verða íslenskur stórmeistari. Þar með myndi hann feta í fótspor þess skákmeistara sem hann segir að sé í mestu uppáhaldi, Bobbys Fischer, sem varð sem kunnugt er heimsmeistari árið 1972 á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Reykjavík.

Foreldrar Jóns Kristins eru þau María Stefánsdóttir stuðningsfulltrúi og Þorgeir Smári Jónsson, fiskvinnslumaður frá Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit.

----------------------

Grein þessi birtist á baksíðu Morgunblaðsins 5. ágúst 2011.  Höfundur er Hjörtur J. Guðmundsson.  Myndin er tekin af Skapta Hallgrímssyni.  Skák.is kann Morgunblaðinu, Hirti og Skapta bestur þakkir fyrir að leyfa birtingu á Skák.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 135
  • Frá upphafi: 8779015

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 107
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband