Leita í fréttum mbl.is

Stefnir í sterkasta Norðurlandamót öldunga í skák sem fram hefur farið

Friðrik ÓlafssonMótið haldið hér á landi í fyrsta sinn í haust • Búist er við metþátttöku

Sjöunda Norðurlandamót öldunga í skák verður haldið í fyrsta skiptið á Íslandi í september næstkomandi. Stórmeistarinn Friðrik Ólafsson hefur skráð sig til leiks ásamt fleiri stórmeisturum í skák eins og Yrjo Rantanen og Heikki Westerinen. Nú þegar hafa 33 skákmenn [45 þann 22. júlí] skráð sig til leiks og bendir allt til þess að met verði slegið sem sett var í Fredrikstad árið 2001, er 46 skákmenn tóku þátt.

Fyrsta Norðurlandamót öldunga var haldið í Karlstad í Svíþjóð árið 1999 en síðan hefur mótið verið haldið annað hvert ár. Íslendingar hafa aldrei fjölmennt á mótin og hafa mest 1-2 keppendur frá Íslandi tekið þátt að sögn Gunnars Björnssonar, formanns Skáksambands Íslands. „Það hefur orðið kippur í öldungastarfi í skák á Íslandi og það eru nokkur virk félög öldunga í skák, bæði í Reykjavík og Hafnarfirði, en hlutfallið er mjög óhagstætt konum þar sem aðeins karlmenn hafa skráð sig í mótið sem haldið verður eftir um tvo mánuði," segir Gunnar.

Friðrik að öllum líkindum stigahæstur

„Það eru óvenjulega sterkir skákmenn sem ætla að taka þátt núna og miklu fleiri góðir en oft hefur verið," segir Gunnar. „Íslendingar hafa hingað til ekki komist í efstu röð á þessum Norðurlandamótum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir menn að tefla við kollega sína frá Norðurlöndunum," segir Gunnar.

„Ég skráði mig en það er spurning hvort tíminn passi, ég geri samt ráð fyrir því," segir Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák, 76 ára að aldri. Hann segist hafa skráð sig því skorað hafi verið á hann og einnig vegna þess að þetta er í fyrsta skiptið sem mótið er haldið á Íslandi og því meiri möguleikar að hann geti verið með. „Ég virðist vera stigahæstur af þessum þátttakendum," segir Friðrik.

Friðrik hefur undanfarin ár sinnt áhugamálum sínum, eins og ferðalögum, tónlist, gönguferðum og fleira. Hefur hann ferðast mikið með skemmtiferðaskipum sem hann telur vera mjög þægilegan ferðamáta. Einnig hefur hann unnið að því að skrásetja 50 ára skákferil sinn og býst við að gefa verkið út þegar því hefur verið lokið. „Já, ég er spenntur fyrir að taka þátt, það er alltaf gaman að tefla þó maður sé nú orðinn frekar latur við það en ég hef aðeins fylgst með. Maður þarf mikinn kraft í að tefla, eldmóð og einbeitni. Maður er nú ekki lengur tvítugur," segir Friðrik en hann hefur lítið teflt á undarförnum árum. „Ég reikna með því að ég rifji aðeins upp mannganginn og skoði það sem hefur verið að gerast til að þjálfa upp hugsunina, það er ákveðinn rútína að koma heilafrumunum í gang. Maður gleymir því nú aldrei sem gert hefur verið sæmilega," segir Friðrik að endingu.

Ofangreind grein birtist í Morgunblaðinu 15. júlí sl. og er hér birt með leyfi þess og blaðamanns (María Elísabet Pallé).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8779007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband