Leita í fréttum mbl.is

Björn Víkingur sleginn til riddara

IMG 4540

Á kappskákardegi Riddarans, skákklúbbs eldri borgara á Höfuðborgarsvæðinu, var hinn aldni höfðingi og skákmeistari Björn Víkingur Þórðarson sæmdur stór- og heiðursriddara nafnbót og sleginn formlega til riddara við hátíðlega athöfn.

Björn Víkingur sem er áttræður um þessar mundir (10. Júní) hefur teflt í hópi Riddaranna í Hafnarfirði frá öndverðu (1998) til þessa dags við góðan orðstír og jafnan verið hrókur alls fagnaðar. 

Björn er einn af kunnari skákmönnum landsins enda sterkur meistaraflokksmaður úr TR þar sem hann var virkur þátttakandi í mótum um áratugaskeið.  Hann tók þátt í NM öldunga í Frederikstad 2001 með góðum árangri og verður  með í mótinu hér í September.

Það var Einar S. Einarsson, erkiriddari skákklúbbsins,  sem sló Björn Víking til riddara með pomp og prakt,  með þakklæti og virðingu fyrir :

> í fyrsta lagi: framlag hans til klúbbstarfsins;

> í öðru lagi: drengskap hans og "fórnfýsi"

> í þriðja lagi : hugkvæmni hans og háttvísi

> í fjórða lagi : fyrir snilli hans á skákborðinu

Vitundarvottar voru þeir Sr. Gunnþór Ingason, verndari klúbbsins og Sigurberg H. Elentínusson, sem báðir hafa áður verið slegnir til heiðursriddara.

Um 20 keppendur tók þátt í hinum vikulega tafldegi Riddarans í gær, ævinlega á miðvikudögum kl. 13-17 allan ársins hring.

Nánar á www.riddarinn.net.

Myndaalbúm (ESE)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband