Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Aljékín og efniviđur Manntafls

stefanzweig_manntafl.jpgNokkur fengur fannst greinarhöfundi ađ ţví á sínum tíma ađ rekast á viđureign sem rakin er í sögunni Manntafl eftir Stefan Zweig. Lýsingin á viđureign nokkurra farţega međ hinn dularfulla hr. B í broddi fylkingar viđ heimsmeistarann Czentovic undir ţiljum á skipsferđ til Suđur-Ameríku er snilld. Ađ höfundur skuli hafi valiđ skák sem Aljékín tefldi áriđ 1922 sem efniviđ opnar ţá spurningu hvort Ajékín hafi lagt höfundi meira eitthvađ meira til en ţessa viđureign. Líkt og Zweig hraktist Aljékín undan báđum heimsstríđunum, upplifđi októberbyltinguna 1917 og valdatöku bolsévika:alekhine_bogoljubov.jpg

1892: Alexander Aljékín fćđist í Moskvu. Foreldrar af ađalsćttum.

1916: Sćrist í bardögum fyrri heimsstyrjaldar. „Blindskákir" viđ hermenn gera spítaladvölina léttbćrari

1919: Handtekinn sem njósnari hvítliđa og bíđur ţess ađ vera tekinn af lífi í fangelsi Che-Ka í Odessa. Hermálaráđherrann Leon Trotsky ţyrmir lífi hans.

1921: Flyst til Frakklands.

1928: Lýstur óvinur Sovétríkjanna af Krylenko forseta sovéska skáksambandsins.

1939: Staddur á Ólympíuskákmótinu í Buenos Aires ţegar seinni heimsstyrjöldin brýst út.

1941: Greinar fullar fjandskapar viđ gyđinga birtast undir nafni hans í dagblađinu Pariser Zeitung. Aljékín neitar síđar ađ hafa skrifađ greinarnar.

1943: Verđur viđskila viđ fjórđu eiginkonu sína.

1946: Stutt eftir ađ hafa móttekiđ einvígisáskorun frá Mikhail Botvinnik finnst Aljékín látinn viđ grunsamlegar ađstćđur á hótelherbergi í strandbćnum Estoril í Portúgal.

Viđureign Aljékín og Bogoljubow sem rímar skemmtilega viđ söguţráđ Manntafls:

Pistyan 1922:

Aljékín - Bogolijubow

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. Rc3 b5 7. Bb3 d6 8. a4 b4 9. Rd5 Ra5 10. Ba2 Rxd5 11. Bxd5 c6 12. Ba2 c5 13. c3 Hb8 14. Bd5 O-O 15. d4 exd4 16. cxd4 c4 17. Be3 Be6 18. Bxe6 fxe6 19. d5 e5 20. Hc1 Dd7 21. Rg5 Bxg5 22. Bxg5 Hbc8 23. De2 h6 24. Bh4 Hf7 25. Bg3 Dxa4 26. f4 exf4 27. Bxf4 Db5 28. Bxh6 c3 29. Dg4 Dd7 30. Dxd7 Hxd7 31. bxc3 bxc3 32. Bd2 Hdc7 33. Bf4 Rb3 34. Bxd6 Hf7 35. Hxf7 Rxc1 36. Hf1 Rd3 37. Ba3 c2 38. d6

g1hnhguh.jpg„En ţegar McConnor snerti peđiđ til ţess ađ ýta ţví upp á efsta reit, var gripiđ í handlegginn á honum, og viđ heyrđum rödd, sem hvíslađi lágt en ákaft: „Í guđs bćnum! Ekki gera ţetta!...Er ţér komiđ upp drottningu, drepur hann hana samstundis međ biskupnum á c1 og ţér drepiđ aftur međ riddaranum. En ţá kemst hann međ frípeđ sitt á d7.... Ţetta er nćstum alveg taflstađan sem Aljékín náđi fyrstur manna í skákinni viđ Bogoljubow á stórmeistaramótinu í Pistyan áriđ 1922" .... Eigum viđ ţá ađ fara međ kónginn á g8 á h7? Já, já. Um ađ geta ađ hörfa. McConnor hlýddi og viđ slógum í glasiđ" *

38. ... Kh7

Czentovic kom hćgt og bítandi ađ borđinu eins og hans var vandi og leit sem snöggvast á mótleik okkar. Síđan lék hann peđinu á kóngsvćng, nákvćmlega eins og hinn ókenndi bjargvćttur okkar hafđi sagt fyrir."

39. h4

„Fram međ hrókinn, fram međ hrókinn, c8 á c4 og ţá verđur hann ađ valda peđiđ„

39. ... Hc4! 40. e5 Rxe5 41. Bb2 Hc8 42. Hc1 Rd7 43. Kf2 Kg6 44. Ke3 Hc6 45. Bd4 Rf6 46. Kd3 Hxd6 47. Hxc2 - Jafntefli.

Úr Manntafli eftir Stefan Zweig

- ţýđ. Ţórarinn Guđnason.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 29. maí 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.6.): 13
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8778448

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 100
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband