Leita í fréttum mbl.is

Vignir Vatnar sigrađi á Vormóti Skákskólans

Vignir VatnarVormót Skákskólans fór fram á sunnudaginn. Mót ţetta markar lok framhaldsflokks Skákskólans á hverju ári og er skipađ nemendum í ţeim flokki. Allir nemendur framhaldsflokks eiga ţađ sameiginlegt ađ hafa bćtt sig töluvert í vetur enda ćfingar tvisvar í viku í einn og hálfan tíma í senn. Krakkarnir eru einnig dugleg viđ ađ sćkja ćfingar sinna taflfélaga og nokkur ţeirra sćkja
 tíma Helga Ólafssonar í Kópavogsstúkunni.
 
Tefldar voru sex umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Eftir ţrjár umferđir mćttust ţeir einu keppendur söm höfđu fullt hús. Eftir harđa baráttu sömdu Dawid Kolka og Vignir Vatnar um jafntefli í endatafli sem Dawid taldi vera dautt jafntefli. Vignir gat prísađ sig sćlan međ ţetta ţví Dawid átti vinning sem honum yfirsást. Eftir ţessa skák héldu engin bönd Vigni sem varđ öruggur sigurvegari međ 5 vinninga af sex mögulegum. Í öđru sćti međ 4.5 vinning lenti Felix Steinţórsson liđsmađur í sveit Álfhólsskóla Kópavogi og Taflfélaginu Helli. Árangur Felix kom nokkuđ á óvart en undirstrikar ţćr framfarir sem hann og fleiri í flokknum hafa tekiđ í vetur. Í ţriđja sćti varđ svo Nansý Davíđsdóttir međ 4 vinninga. 
 
Úrslit
 
Rk.NamePts. TB1
1Vignir Vatnar Stefánsson  520
2Felix Steinţórsson  4,520,5
3Nansý Davíđsdóttir  420
4Hilmir Freyr Heimisson  417,5
5Dawid Kolka  3,521,5
6Leifur Ţorsteinsson  318
7Elín Nhung  316
 Gauti Páll Jónsson  316
9Kári Georgsson  313,5
10Donika Kolica  221,5
11Heimir Páll Ragnarsson  114,5
12Eric Daniel  017
 
 
Skákstjórar voru Davíđ Ólafsson og Stefán Bergsson.
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 8778948

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband