Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Héđinn sigurstranglegur á Íslandsţingi

HéđinnŢrír skákmenn berjast um Íslandsmeistaratitilinn í skák í keppni landsliđsfokks Skákţings Íslands sem stendur yfir ţessa dagana á Eiđum. Ţegar ţetta er ritađ trónir stigahćsti keppandinn Héđinn Steingrímsson á toppnum međ fullt hús vinninga eftir fjórar umferđir. Henrik Danielsen og Bragi Ţorfinnsson deila 2. sćti međ 3˝ vinning en ţar á eftir koma Ţröstur Ţórhallsson og Stefán Kristjánsson međ 2 vinninga.

Keppendur i landsliđsflokknum eru fćrri en oftast áđur eđa tíu talsins en hafa yfirleitt veriđ 12 talsins og stundum 14. Greinarhöfundur minnist Íslandsţingsins 1953 ţegar tíu skákmenn tefldu um titilinn. Ţađ breytir ţví ekki ađ Austfirđingar međ Sverri Gestsson í broddi fylkingar bjóđa upp á frábćrar ađstćđur fyrir ţátttakendur.

Hannes Hlífar Stefánsson sem vann Íslandsţingiđ fyrst áriđ 1998 og alls tíu sinnum eftir ţađ tók sér frí ađ ţessu sinni en ađrir virkir skákmenn sem gćtu styrkt mótiđ, Björn Ţorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, sem ákvađ ađ tefla í áskorendaflokki, Sigurbjörn Björnsson og Snorri Bergsson svo nokkrir séu nefndir eru ekki međ ađ ţessu sinni.

Héđinn kom inn ţegar Björn Ţorfinnsson forfallađist og er fengur ađ ţátttöku hans. Hann ber höfuđ og herđar yfir ađra keppendur ţegar kemur ađ byrjanakunnáttu enda hafa sigrar hans ráđist í ţeim ţćtti skákarinnar. Ýmsir í landsliđsflokknum gćtu bćtt sig verulega á ţessu sviđi og hafa sumir setiđ uppi međ óteflandi stöđu jafnvel međ hvítu eftir ađeins tíu leiki! Ţetta á ţó ekki viđ Henrik Danielsen sem hefur ţróađ međ sér persónulegt byrjanakerfi sem gefist hefur vel í keppni viđ skandinavíska skákmenn á undanförnum misserum. Bragi Ţorfinnsson hefur veriđ ađ bćta sig hćgt og bítandi undanfariđ og teflir af miklu öryggi. Fátt bendir til ţess ađ ađrir keppendur nái ađ blanda sér í baráttuna um titilinn.

Guđmundur Kjartansson var međ jafntefli í hendi sér ţegar hann tefldi viđ Henrik í fyrstu umferđ en teygđi sig of langt í vinningstilraunum og tapađi. Ţetta tap virđist hafa slegiđ hann út af laginu. Héđinn gaf engin griđ ţegar ţeir mćttust í ţriđju umferđ:

Skákţing Íslands, 3. umferđ:

Héđinn Steingrímsson –

Guđmundur Kjartansson

Nimzo-indversk vörn

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 Rf6 5. cxd5 exd5 6. Bg5 Rbd7 7. Hc1 h6

Upphafiđ ađ vafasamri áćtlun. Traustara er 7.... c6 eđa jafnvel 7.... c5.

8. Bh4 g5 9. Bg3 Re4 10. Rd2 Rxg3 11. hxg3 Rb6 12. a3 Bxc3 13. Hxc3 Be6 14. Dc2 c6 15. e3 De7 16. b4 Bd7 17. Bd3 0-0-0 18. Ke2 Kb8 19. a4 f5?

19.... Dxb4 er varla gott. Eftir 20. Hb1 hefur hvítur sterka sókn eftir b-línunni.Best var hinsvegar 19.... Bg4+! ţví ađ 20. f3 má svara međ 20.... Hhe8 međ fćrum eftir e-línunni. Betra e 20. Rf3 en ţá kemur til greina ađ leika 20..... f5.

20. a5 Rc8 21. a6 b6 22. Bxf5 Dxb4?

Skárra var 22.... Bxf5 23. Dxf5 Dxb4 24. Hhc1 Db5+ 25. Dd3 Dxd3 26, Kxd3 Re7 28. Rf3 hhf8 og svartur getur varist.

23. Bxd7 Hxd7 24. Hb1 Df8 25. Rf3 Hf7 26. Hf1 Rd6 27. Re5 Re4 28. Rxf7 Rxc3 29. Dxc3 Dxf7 30. Dxc6 Hc8 31. Dd6+ Ka8

g3nnc2n2.jpg32. Hc1!

Laglegur lokahnykkur, 32.... Hxc1 er vitanlega svarađ međ 33. Dd8+ og mátar.

32.... Hf8 33. f3 g4 34. Hc7 gxf3 35. Kd2

– og svartur gafst upp.

 


Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 24. apríl 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8778676

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband