17.4.2011 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Endurkoma skákdrottningarinnar
Íslensku skákmennirnir sem tefldu á Evrópumeistaramóti einstaklinga í Aix Le Bains í Suđaustur-Frakklandi sem lauk um síđustu helgi, Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Ţorfinnsson og Lenka Ptacnikova, náđu sér aldrei almennilega á strik í stóru og öflugu móti ţar sem tefldu tćplega 400 skákmenn, ţar af 163 stórmeistarar. Hannes var međ á ţessu móti í fyrra og er á svipuđum slóđum og ţá, hlaut 6˝ v. af 11 mögulegum og varđ í 119. sćti. Bragi hlaut 5 v. og varđ í 260. sćti og Lenka fékk sama vinningafjölda en rađast í 265. sćti.
Á Evrópumótinu var keppt um 23 sćti á heimsbikarmóti FIDE. Fjórir skákmenn tylltu sér í efsta sćtiđ en stigaútreikningur úrskurđađi ađ Evrópumeistari 2011 sé rússneski stórmeistarinn Vladimir Potkin:
1.-4. Potkin ( Rússlandi), Wojtaszek (Póllandi ), Judit Polgar ( Ungverjalandi ) og Moissenko ( Rússlandi ) 8 ˝ v.
Í 5.-15. sćti međ 8 vinninga komu ýmsir ţekktir meistarar ţ.ám. Peter Svidler og sá sem mesta athygli vakti, franski stórmeistarinn Sebastian Feller sem varđ í 7. sćti. Dimmur skuggi hvíldi yfir ţátttöku hans eftir svindlmáliđ frá síđasta Ólympíumóti en keppnisbann franska skáksambandsins er ekki gengiđ í gildi. Mikil tortryggni ríkti á skákstađ í Frakklandi og búast má viđ ţví ađ gerđar verđi sérstakar ráđstafanir á mótum í framtíđinni til ađ girđa fyrir svindl af ţessu tagi.
Sól skákdrottningarinnar Juditar Polgar skein skćrt. Hún hefur fyrir nokkru stofnađ fjölskyldu, eignast tvö börn og ekki veriđ jafn mikiđ í sviđsljósinu og áđur. Hefur ţó engu gleymt og ýmislegt lćrt og tefldi af miklum krafti. Ţessi sigur hennar markar í raun endurkomu hennar á leiksviđ ţeirra allra bestu. Í hverju liggur svo styrkur hennar? Margir ţćttir leika ţar saman en alltaf skín í gegnum taflmennsku hennar hversu mikils hún metur frumkvćđiđ og er ćvinlega tilbúin ađ láta liđsafla af hendi til ţess ađ geta ráđiđ ferđinni. Ađ ţessu leyti á hún samleiđ međ sínum gamla erkifjanda, Garrí Kasparov. Eftirfarandi skák sem tefld var í 10. umferđ er gott dćmi um ţetta. Strax í 16. leik setur Judit af stađ atburđarás ţar sem hún er viđ stjórnvölinn frá byrjun til enda:
Judit Polgar - Viorel Jordaseschu
Caro-Kann vörn
1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rd2 e6 5. Rb3 Rd7 6. Rf3 Bg6 7. Be2 Rh6 8. O-O Rf5 9. c3 Hc8 10. Bf4 c5 11. dxc5 Bxc5 12. Rxc5 Rxc5 13. Bb5+ Rd7 14. Bg5 Dc7. 15. c4 a6.
16. cxd5!? axb5 17. Hc1 Db8 18. dxe6 fxe6 19. Db3 Rf8?!
Hér var 19. ... Kf7 eđa 19. ... Hc4 betra.
20. Dxb5+ Kf7 21. Hxc8 Dxc8 22. Hc1 Db8 23. g4 Rh6 24. Db4!
Ţađ er aldrei friđur!
24. ... Kg8 25. Bxh6 gxh6 26. De7 De8 27. Dxb7 Da4 28. b4
Ekki 28. Hc7 vegna 28. ...Dxg4+ og svartur vinnur!
28. ... Be8 29. De7 Dd7 30. Hc7!
Manni undir getur hvítur leyft sér drottningakaup.
30. ... Dxe7 31. Hxe7 Bc6 32. Rd4 Bd5 33. b5 Rg6 34. Hc7 Rxe5 35. f4 Rf7 36. f5 exf5 37. Rxf5 Be6 38. b6 Bxf5 39. gxf5 Kg7 40. b7 Hb8 41. a4!
Eftir óađfinnanlega taflmennsku rennur a-peđiđ af stađ. Svartur er varnarlaus. 41. ... Kf6 42. a5 Rd6 43. a6 Kxf5 44. a7 Hg8 45. Kf2 Rxb7 46. Hxb7 Ha8 47. Ke3Ke5 48. Hxh7 Hc8 49. Kd3 Kd5 50. Hxh6 Kc5 51. Ha6 Ha8 52. h4 Kb5 53. Ha1 Kb6 54. Ke4
- og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.isSkákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 10. apríl 2011.
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 12.4.2011 kl. 19:09 | Facebook
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 1
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 133
- Frá upphafi: 8778922
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 100
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.