Leita í fréttum mbl.is

Skákpistill ađ Austan

skakkennslaÍslandsmótiđ í skák - landsliđsflokkur fer fram um páskana ađ Eiđum. Í tilefni af Íslandsmótinu hafa Skákskólinn, Skáksamband Íslands og Skáksamband Austurlands stađiđ fyrir skákkennslu í grunnskólum fjórđungsins.  Kennslan hófst í byrjun ţessarar viku og munu ţeir Ţröstur Ţórhallsson og Stefán Bergsson fara í nánast alla skóla á Austurlandi í heimsókn sinni sem stendur út vikuna.

Flugu ţeir félagar til Egilsstađa međ fyrstu vél á mánudegi. Viđ lendingu tóku ţeir Skáksambandsmenn eystra á móti ţeim. Ţá ţegar um morguninn hófst kennsla. Stefán fór ásamt bílstjóra sínum, Guđmundi Yngva Jóhannssyni formanni SSA, ađ Brúarási. Brúarás er lítill sveitaskóli međ um 30 nemendur sem búa í sveitum Jökuldals. Skólastjórinn, Einar Ólafsson, er skákáhugamađur og tefldi á mótum í gamla daga. Var hann ekki alveg viss um hvađa ár hann vannskak 002 2. flokk á Skákţingi Íslands, en hitt mundi hann ađ Skákţingiđ fór ţá fram í Glćsibć. Krakkarnir í Brúarásskóla komu á óvart međ skákkunnáttu sinni. Nokkur ţeirra voru ansi sprćk í skákinni og munu koma fjórir keppendur frá skólanum á Kjördćmismót Austurlands sem fer fram á Reyđarfirđi á föstudaginn kemur.

Á međan Stefán var ađ Brúarási fór Ţröstur í Hallormsstađarskóla. Skólinn telur um 40 nemendur og fór kennslan fram í tveimur hollum. Einn sterkasti skákmađur sem komiđ hefur frá Austurlandi, ef ekki sá allra sterkasti, kemur einmitt úr skólanum; Bjarni Jens Kristinsson sem hefur veriđ nemandi Skákskólans síđan hann flutti suđur ađ loknu grunnskólaprófi.

Eftir hádegi fór Ţröstur í Fellabć ţar sem sóknarskákmađurinn og skólastjóri Fellaskóla; Sverrir Gestsson bauđ honum í súpu. Ađ loknum hádegisverđi kenndi Ţröstur nemendum 4.-7. bekkjar heiti og helstu leiki nokkurra byrjana ásamt ţví ađ fara í einföld endataflsatriđi. Ađ lokinni kennslustund  tefldi Ţröstur fjöltefli viđ sterkustu skákmenn skólans. Ţröstur vann allar sínar skákir en sigur hans gegn sjálfum skólastjóranum stóđ tćpt.

Eftir heimsókn sína í Brúarás lagđi Stefán af stađ til Vopnafjarđar ásamt sínum trausta bílstjóra Guđmundi Yngva. Guđmundur hefur veriđ búsettur á Egilsstöđum frá árinu 1979 og til ársins 2007 starfađi hann fyrir bandaríska fyrirtćkiđ Irritium. Guđmundur var međal annars eftirlitsmađur međ gervihnattakerfi fyrirtćkisins en međ ţví kerfi er kleift ađ hringja úr sérstökum síma tengdum kerfinu hvađan af ćva úr heiminum. Munu slíkir símir algengir međal íslenska flotans. Ferđalagiđ á Vopnafjörđ gekk vel, glerfínt veđur og gott fćri.

 Á Vopnafirđi fór kennslan fram í ţremur hollum. Fyrst kom yngsta stigiđ, svo miđstig og ađ lokum nemendur unglingadeildar. Eins og allir ţeir skólar sem heimsóttir hafa veriđ í ferđinni hingađ til áttu Vopnfirđingar yfir tíu skáksett og bókasafn ţeirra státađi af flestum klassísku skákbókunum sem Skák gaf út á sínum tíma. Kennslan gekk vel og nemendurnir sérstaklega prúđir og áhugasamir um skák.

skak007Á ţriđjudagsmorgni sameinuđu Stefán og Ţröstur krafta sína í Egilsstađaskóla. Móttökur í skólanum voru afar góđir og er Egilsstađaskóli einn alglćsilegasti skóli landsins en hann var byggđur fyrir 2 árum. Kennt var frá níu og fram ađ hádegi, nemendum frá ţriđja og upp í tíunda bekk. Í 10. bekk Egilsstađaskóla eru ţeir skákmenn sem  vakiđ hafa hvađ mesta athygli í ferđinni. Hafa ţeir piltar veriđ í lćri hjá Sverri Gestssyni og einn ţeirra komist á Landsmót í skólaskák síđustu 2 árin. Má búast viđ ţeim sterkum á Kjördćmamótinu.

Eftir hádegi var lagt á Fjarđarheiđina rakleiđis til Seyđisfjarđar undir akstri Magnúsar Ingólfssonar. Fjarđarheiđin er hćst 650 metrar og í raun ađeins upp brekkuna og svo niđur hana. Á Seyđisfirđi var kennt í tveimur hópum; 1.-6. bekk og svo 7.-10. bekk. Stefán sá um fyrirlestur fyrir yngri hópinn og Ţröstur ţann eldri. Ađ loknum fyrirlestrum tefldu nemendurnir sín á milli og sýndi yngri hópurinn góđa takta.

Framundan er kennsla á Reyđarfirđi, Fáskrúđsfirđi og Eskifirđi. Sérstakt námskeiđ fyrir bestu ungu skákmenn fjórđungsins verđur svo á Reyđarfirđi á föstudagsmorgun og í framhaldinu Kjördćmismót Austurlands.

Sérstaklega ber ađ ţakka Sverri Gestssyni fyrir skipulagningu og Magnúsi Ingólfssyni og Guđmundi Yngva fyrir akstur.

Fréttir á heimsíđum skólanna um skákkennsluna:

Ofangreindur texti er skrifađur af Stefán Bergssyni.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Frábćrt framtak!

Smá leiđrétting úr upphafi pistilsins; sveitin heitir Jökuldalur en ekki Jökulfjörđur

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.4.2011 kl. 00:50

2 Smámynd: Skák.is

Takk fyrir ţađ nafni.  Leiđrétt!

Skák.is, 6.4.2011 kl. 01:00

3 identicon

Mjög skemmtilegur pistill!

Ánćgjulegt ađ vor göfuga íţrótt á sér hljómgrunn hjá ćsku Austurlands.

Jón Ţorvaldsson (IP-tala skráđ) 6.4.2011 kl. 07:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband