Leita í fréttum mbl.is

Firmakeppni - Byr (Þór Már Valtýsson) efstur í B – riðli.

B- riðill firmakeppninnar var tefldur í gærkvöldi. Sex skákmenn mættu til leiks og tefldu tvöfalda umferð, allir við alla.

Fjölmörg fyrirtæki taka þátt í keppninni og er því dregið úr hópi skráðra fyrirtækja í upphafi hvers riðils. Þau fyrirtæki sem enn hafa ekki tekið þátt eru áfram í pottinum þar til öll hafa verið dregin út. Efstu 3-5 fyrirtæki í hverjum riðli halda svo áfram í úrslitakeppni þar sem teflt verður um titilinn. Tekið skal fram að fyrirtæki detta út í riðlakeppninni en ekki skákmenn.

Úrslit kvöldsins urðu á þá leið að Þór Már Valtýsson sem tefldi fyrir hönd Byrs var efstur með 8 vinninga af 10 mögulegum. Ásbyrgi (Tómas Veigar) er í öðru sæti með 7 vinninga og FVSA (Jón Kristinn) er í þriðja sæti með 6,5 vinninga. Öðrum úrslitum er lýst hér að neðan.

Næst á dagskrá hjá félaginu er 15 mínútna mót, n.k. sunnudag kl. 13.

 

 Úrslit B - riðils.

Byr (Þór Már Valtýsson)                                           8
Ásbyrgi (Tómas Veigar Sigurðarson)                        7
FVSA (Jón Kristinn Þorgeirsson)                             6,5
Bautinn (Smári Ólafsson)                                          6
Olís (Atli Benediktsson)                                           2,5
Car-X (Haukur H. Jónsson)                                      0


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8779007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband