Leita í fréttum mbl.is

EM: Hannes með jafntefli gegn Dreev

Hannes HlífarStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2557) gerði jafntefli við rússneska stórmeistarann Aleksey Dreev (2697) í 3. umferð EM einstaklinga sem fram fór í  Aix les Bains í Frakklandi í dag.  Bragi Þorfinnsson gerði jafntefli við Fionu Antoni-Steil (2117) frá Lúxemborg og Lenka Ptácníková (2307) tapaði fyrir færeyska alþjóðlega meistaranum Helga Dam Ziska (2432).  Hannes hefur 2 vinninga, Bragi 1 vinning og Lenka hefur 0,5 vinning.

Í 4. umferð, sem fram fer á morgun, teflir Hannes við Frakkann Michael Deleva (2236), Bragi við Svisslendinginn Lars Rindlisbacher (2202) og Lenka við Frakkann Gerard Gorse (2050).

Mótið er ægisterkt.  Alls taka 400 skákmenn þátt og þar af 164 stórmeistarar, 65 alþjóðlegir meistarar og 4 stórmeistarar kvenna.  Íslendingar eiga þarna flesta fulltrúa Norðurlandaþjóða eða 3 talsins en Danir og Norðmenn eiga 2 keppendur hvor þjóð og Svíar, Finnar og Færeyingar einn hver þjóð.  Hannes er nr. 117 í stigaröð keppenda, Bragi er nr. 209 og Lenka er nr. 249.

 


Rewind to the beginningOne move backFlip the boardShow moves paneShow commentsPlay one moveFast-forward to the end
Fressinet, Laurent - Thorfinnsson, Bragi
European Championship, 2011.03.22

Fressinet, Laurent - Thorfinnsson, Bragi (PGN)

1. d4 d5 2. Nf3 Nf6 3. c4 c6 4. Nc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. Nh4 e6 7. Nxf5 exf5 8. e3 Bb4 9. Bxc4 O-O 10. O-O Nbd7 11. f3 Nb6 12. Bb3 Qe7 13. Qd3 g6 14. a5 Nbd5 15. a6 Rad8 16. e4 Nc7 17. axb7 Rxd4 18. Qe2 Bc5 19. Kh1 Rb4 20. Ba2 Nh5 21. g3 Rxb7 22. exf5 Qxe2 23. Nxe2 Re8 24. Nc3 gxf5 25. g4 Nf6 26. Bg5 Nfd5 27. gxf5 Nxc3 28. bxc3 Rb2 29. Bc4 Nd5 30. Bh6 f6 31. Ra4 Kf7 32. Rd1 Re5 33. Bf4 Rxf5 34. Bg3 Bb6 35. Raa1 1/2-1/2

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8779007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband