Leita í fréttum mbl.is

Hannes með sigur í níundu umferð

chennaiHannes Hlífar Stefánsson vann indverska alþjóðlega meistarann K Rathnakaran (2381) í 9. umferð alþjóðlega mótsins í Chennai sem fram fór í nótt.   Henrik Danielsen (2519) tapaði hins vegar fyrir úkraínska stórmeistarann Mikhailo Oleksienko (2552).   Guðmundur Kjartansson (2379) gerði jafntefli við Chithambaram Aravindh (2113) sem er aðeins 11 ára en sjöundi stigahæsti unglingur heimsins í þeim aldursflokki.    Henrik og Hannes eru 16.-31. sæti með 6½ vinning en Guðmundur er í 94.-144. sæti með 5 vinninga.

Efstir með átta vinninga eru ísraelsku skákmennirnir Tamir Nabaty (2565) og Alon Greenfeld (2557).

Í tíundu og næstsíðustu umferð, sem fram fer næstu nótt og hefst kl. 4:30, teflir Henrik við alþjóðlega meistarann Das Debashis (2406), Hannes við indverska alþjóðlega meistarann Sundar Shyam (2443) og Guðmundur við Indverjann A K Jagadeesh (2093).

Á mótinu taka 329 skákmenn þátt og þar af 23 stórmeistarar.   Hannes er nr. 7 í stigaröð keppenda, Henrik nr. 16 og Guðmundur nr. 49.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 253
  • Sl. viku: 421
  • Frá upphafi: 8772598

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband