Leita í fréttum mbl.is

Skákáriđ 2010

IMG 6996Skákáriđ 2010 er lokiđ og ţađ fyrir nokkrum dögum síđan.  Fínt skákár ţar sem gott Reykjavíkurskákmót, haldiđ í Ráđhúsinu, og góđ frammistađa íslensku landsliđsins á Ólympíuskákmótinu standa upp úr.  Hannes Hlífar kom sá og sigrađi bćđi á MP Reykjavíkurskákmótinu og Íslandsmótinu.......eins og venjulega.  Lenka Ptácníková stal senunni á Ólympíuskákmótinu međ frábćrri frammistöđu, krćkti sér í 20 skáka áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli og tefldi skák ársins.  Jú og Kirsan var endurkjörinn forseti FIDE, ţrátt fyrir ađ Kasparov yrđi óđur.

Ekkert kom á óvart á MP Reykjavíkurskákmótinu.  Hannes Hlífar vann..... ásamt Gupta, Indlandi, Kurzubov, Úkraínu, og Íslandsvininum Ivan Sokolov.  Allir koma ţeir aftur á mótiđ í ár.  Hannes Hlífar sigrađi einnig á Íslandsmótinu en ađ ţessu sinni ţurfti hann ađ hafa verulega fyrir ţví.  Björn Ţorfinnsson stimplađi sig vel, var ađeins hálfum vinningi á eftir Hannesi og var valinn í Ólympíulandsliđiđ.Íslandsmeistarinn Hannes

Bolvíkingar sigruđu á Íslandsmóti skákfélaga og standa vel ađ vígi eftir fyrri hlutann en ţar leiđa reyndar Eyjamenn.  Búast má viđ harđri baráttu félaganna tveggja um Íslandsmeistaratitilinn.

Og landsliđsmálin.  Ţar gekk vel.  Hart var deilt um val á karlaliđinu ţar sem Henrik sat heima á međan Hjörvar og Ţorfinnssynir voru valdir.  Karlaliđiđ stóđ sig vonum framar og liđiđ nú stóđ sig mun betur en síđast.  Frammistađa kvennaliđsins var sem og til mikillar fyrirmyndar og Lenka fór á kostum.  Sú ákvörđun stjórnar SÍ ađ ráđa landsliđsţjálfara held ég hafi veriđ skynsamleg og meiri festa yfir landsliđsmálun en oft áđur.

Góđ ţátttaka var á skákmótum innanlands.  Gróska er í skákinni innanlands.  Guđmundur Gíslason krćkti sér í áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli á Íslandsmótinu.  Skákmenn tefldu minna erlendis en oft áđur enda mun dýrara ađ taka ţátt í mótum erlendis eftir hruniđ.  Björn Ţorfinnsson náđi frábćrum árangri í Rúmeníu og var nálćgt stórmeistaraáfanga.  

Ritstjóri er bjartsýnn fyrir áriđ 2011.  Spáir skemmtilegu Íslandsmóti á Egilsstöđum.  Ţátttökulisti MP Reykjavíkurmótsins, sem verđur birtur á nćstum dögum, lítur afar vel út.  Ţar verđur ađ finna marga kunna kappa og mörg ný athyglisverđ nöfn.  Mótiđ verđur jafnframt Norđurlandamót og ţar verđur t.d. ađ finna marga af sterkustu skákmönnum Norđurlandanna eins og t.d. Jon Ludvig Hammer. 

Eins og venjulega hefur ritstjóri valiđ hina og ţessa viđburđi ársins.  Sjálfsagt gleymist eitthvađ í upptalningunni og biđst ég fyrirfram afsökunar á ţví.  Upptalningin á léttu nótunum og bak viđ hana liggja engin geimvísindi og má enginn vera móđgađur vegna hennar.  Sem er erfitt ţví skákmenn eiga ţađ til ađ verđa móđgungargjarnir!

Henrik ađ tafli í BarlinekÓvćntasta frétt ársins

Töluvert var um óvćnt úrslit á árinu.  Má ţar nefna ađ Atli Antonsson vann Róbert Lagerman á MP Reykjavíkurskákmótinu og Sverrir Örn Björnsson vann Íslandsmeistarann Hannes Hlífar Stefánsson á Íslandsmóti skákfélaga.  

Svo má nefna ađ Guđmundur Kristinn Lee varđ Íslandsmeistari í Víkingaskák og sló ţar viđ mörgum ţrautreyndum Víkingaskákmanninum.

Ađ Henrik skyldi ekki vera valinn í Ólympíuliđiđ verđur ţó ađ teljast óvćntasta frétt ársins.  

Skák ársins 

Án efa skák Lenku og Repkovu á Ólympíuskákmótinu sem Halldór Grétar hefur gert góđ skil á Skákhorninu.  Sjálfur var ég staddur á Ólympíuskákmótinu og var ásamt Jóhanni Hjartarsyni staddur í herbergi ţar sem viđ horfđum á skákina beint á Netinu.  Jóhanni leyst svona mátulega á 18. Rb5 taldi stöđuna of góđa fyrir svona leik!  Leikurinn reyndist tćr snilld, sem og biskupsleikir í framhaldinu og úr varđ besta skák ársins ađ mati íslenskra skákáhugamanna.Lenka

Deila ársins

Hart var deilt um val á Ólympíuliđinu og fóru margir hart fram í gagnrýni sínu á SÍ og landsliđsţjálfarann fyrir ađ velja ekki Henrik í liđiđ.  Henrik svarađi fyrir sig á réttan hátt, á skákborđinu sjálfu, og vann m.a. lokađ skákmót í Fćreyjum skömmu síđar.

Liđ ársins:

Liđ ársins eru íslensku landsliđin á Ólympíuskákmótinu.  Frábćr frammistađa beggja liđa og fararstjórinn, ţađ er ég, var gífurlega stoltur af mínu fólki.  Allir hćkkuđu á stigum en góđur andi einkenndi liđin.  Sérstaklega var ég stoltur af kvennaliđinu, en ég tók ađ mér liđsstjórn međ ađeins dags fyrirvara, ţegar Davíđ forfallađist.  Ţađ ţýddi ađ stelpurnar ţurftu ađ leggja enn meira á sig varđandi stúderingar og ákvörđunartöku og stóđu ţá plikt međ 100 1648sóma!

Félagaskipti ársins

Félagaskipti margra ungra skákmanna úr TR og Helli yfir í Skákfélag Íslands vakti athygli.    

Í fyrra sagđi ég Stefán Kristjánsson eiga félagaskipti ársins en hann gekk í Taflfélag Bolungarvíkur, sagđi sig úr félaginu eftir deilur viđ eigin liđsmenn.

Stefán tefldi samt međ sveitinni í síđari hlutanum í vor.  Eiginlega samt ekki-félagaskipti ársins!

Efnilegasti skákmađur ársins

Ţađ er alltaf erfitt ađ velja efnilegasta skákmann ársins.  Örn Leó Jóhannsson var hćkkunarkóngur ársins međ 144 stig.  Dađi Ómarsson og Sverrir Ţorgeirsson stóđu sig vel á Haustmóti TR og sá síđarnefndi var međal sigurvegara ţess.  Efnilegasti skákmađur ársins hlýtur hins vegar ađ vera Hjörvar Steinn Grétarsson sem sigrađi á nánast hverju einasta móti sem hannBragi og Hjörvar á flótta undan skriđdreka tók ţátt í á árinu og bar ţar hćst sigur hans á Skákţingi Reykjavíkur.  

Skákkona ársins

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir kom verulega á óvart á Íslandsmótinu kvenna í skák ţar sem hún kom jöfn Lenku í mark.    

En skákkona ársins 2010 er auđvitađ Lenka og ţá sérstaklega fyrir frammistöđu á Ólympíuskákmótinu ţar sem hún sló í gegn á fyrsta borđi.  Hún náđi alţjóđlegum áfanga sem telur 20 skákir á Ól og hefur ţví náđ tilskyldum áföngum en ţarf ađ hćkka sig í 2400 til ađ verđa útnefnd.  Lenka var einnig sannur leiđtogi í liđinu, hvatti liđsfélaga sína áfram.   Fyrirmyndar liđsmađur.    

Skákmađur ársins

Lenka kemur sterklega til greina sem skákmađur ársins ađ áđurnefndum ástćđum.  Ég ćtla hins vegar ađ velja Hannes Hlífar sem skákmann ársins.  Fyrsta borđs mađur íslenska landsliđsins sem stóđ sig svo vel.  Náđi góđri frammistöđu á alţjóđlegu móti í St. Pétursborg.    Sigrar hans á Íslandsmótinu og MP Reykjavíkurskákmótinu ráđu ţó mestu í vali ritstjóra.    

007Endurkoma ársins

Hér ćtla ég ađ nefna Ásgeir P. Ásbjörnsson sem tefldi sínar fyrstu kappskákir í einhverja áratugi.  Hann tefldi fyrir Gođann og hlaut 3˝ vinning í fjórum skákum og komst ţar međ inn á stigalista afreksmanna, ţ.e.. ţeirra skákmanna sem hafa meira en 2300 skákstig og teljast virkir samkvćmt skilgreiningu FIDE.

Viđburđur ársins

Margir skemmtilegir viđburđir áttu sér stađ á árinu.  Hellir stóđ fyrir unglingamóti í byrjun árs í samvinnu viđ skákstyrktarsjóđ Kópavogs.    

TR stóđ fyrir afar skemmtilegu atskákmóti í samvinnu viđ CCP og MP banka ţar sem Jón L. kom sá og sigrađi.  Viđburđur ársins hlýtur ţó ađ vera MP Reykjavíkurskákmótiđ sem tókst eins og Jón L. og Friđrikáđur sagđi glimrandi vel

Taflfélag ársins

Ađ velja taflfélag ársins er erfiđara nú en oft áđur.  Bolvíkingar urđu jú Íslandsmeistarar en voru ekki jafn ferskir í mótahaldi eins og oft áđur.

Eyjamenn halda uppi öflugu starfi og eru efstir á Íslandsmóti skákfélaga.    

TR hélt flott CCP-MP mót og mjög góđ Haustmót og Skákţing Reykjavíkur.   Félagiđ gaf út auk ţess mjög skemmtilegt afmćlisblađ. 

Skákfélag Íslands kom sterkt inn í ár ţegar félagiđ sigrađi á Íslandsmóti unglingasveita međ sameiginlegu liđi ásamt Laugdćlum en ađ öđru leyti er starfsemin ekki komin í verulegan gang.  

Og Víkingaklúbbnum tókst ađ komast í Kastljósiđ fyrir Víkingaskákina.  

GođinnÉg ćtla samt ađ koma á óvart í ár og velja Gođann sem félag ársins.  Gođinn hefur komiđ eins og ferskur andblćr í íslenskt skáklíf og lífiđ í kringum Íslandsmót skákfélaga vakti athygli.    Ađ fá t.d. Einar Hjalta til ađ halda fyrirlestur í gegnum Skype er eftirtektarvert fyrir fjarstadda Gođamenn Og ţví má ekki gleyma ađ Gođinn var búinn til úr ekki neinu og sínum tíma og er hrein viđbót viđ íslenskt skáklíf.  

Félagsmálamađur ársins

Annađ félag hefur vakiđ ţjóđarathygli fyrir skemmtileg skákmót og um ţau hefur veriđ fjallađ í heimildamynd og nýlega var mikil umfjöllun um félagiđ í Mogganum.  Hér er veriđ ađ tala um Skákfélag Vinjar.  Starfsemi félagsins er auk ţess gífurlega jákvćđ og sem fyrrum starfsmađur Kleppsspítala hef ég ávallt boriđ gífurlega virđingu fyrir starfi félagsins og sá árangur sem ţađ hefur náđ fyrir skjólstćđinga sína er ađdáunarverđur.Vinjarmennirnir og fjallageiturnar Hrannar og Arnar

Kletturinn í starfi Vinjar, Arnar Valgeirsson, forseti félagsins, er félagsmálamađur ársins 2010 ađ mati ritstjóra.

Skáksíđa ársins

Skák.is

Atvik ársins

Atvik ársins, sem ritstjóri upplifđi er hins er ţegar Garry Kasparov trompađist á FIDE-ţinginu samanber eftirfarandi neđangreint og ţegar Larry frá Bermúda öskrađi til baka á hann (sjá eftir 2 mín.)

Prćssless.    

 

Mynd ársins

 

Garry og illa einbeittur á hćgri hönd
Mynd ársins er tengd atviki ársins.  Takiđ eftir álkulega manninum á hćgri hönd Kasparov.    

 

Ummćli ársins:

Jón L. og HelgiFáir skrifa á skemmtilegri hátt um skák en Helgi Ólafsson.  Í afmćlisblađi TR skrifar hann mjög skemmtilega grein.  Ein setning úr ţeirri grein, sem lýsir stíl Helga mjög vel, eru ummćli ársins ađ mati ritstjóra ţar sem hann lýsir ţegar hann og Jón L. tefldu í Stokkhólmi 1977: 

„Viđ tefldum á Rilton cup og okkur fannst mikiđ til ţess koma ţegar Jóni tókst ađ ná jafntefli viđ búlgarska stórmeistarann Spassov.  Á gamlárskvöld sáum viđ stórmyndin „King Kong"". 

Hornverjar ársins

Áriđ 2009 var Áskels Arnar á Skákhorninu sem fór á kostum.  Hornverji ársins 2010 er ađ mínu mati Halldór Grétar Einarsson sem gladdi skákáhugamenn međ skákskýringum oft og iđulega viđ góđar undirtektir og má ţar nefna í kringum Ólympíuskákmótiđ og skák ársins. 

Fćrsla ársins

Áramótauppgjöriđ í fyrra verđur ađ teljast fćrsla ársins enda milljónasta fćrslan á Moggablogginu!

Ađ lokum

Skákáriđ 2010 var flott skákár.  Ég á von góđu skákári í ár, ekki síđur.  MP Reykjavíkurmótiđ stendur vonandi fyrir sínu og vonandi fáum viđ sterkt Íslandsmót á Egilsstöđum

Gleđilegt nýtt skákár!

Gunnar Björnsson

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir ţetta Gunni ! Ég hafđi mjög gaman af ţví ađ lesa ţessa samantekt. :)

Ţorvarđur Fannar Ólafsson (IP-tala skráđ) 11.1.2011 kl. 10:58

2 identicon

Sammála. Hver mađurinn á hćgri hönd Kaspa er finnst mér hins vegar nokkuđ snúin gáta.

Arnar Ţorsteinsson (IP-tala skráđ) 11.1.2011 kl. 12:12

3 identicon

"Bolvíkingar sigruđu á Íslandsmóti skákfélaga og standa vel ađ vígi eftir fyrri hlutann en ţar leiđa reyndar Eyjamenn.  Búast má viđ harđri baráttu félaganna tveggja um Íslandsmeistaratitilinn."

Ţarna tekur ritstjótinn TG-varíantinn á ţetta. En ef menn rýna ađeins í stöđuna og ţau liđ sem mćta til leiks í vor ţá yrđi ţađ slys ef Taflfélagiđ Hellir yrđi ekki Íslandsmeistari

Halldór Grétar Einarsson (IP-tala skráđ) 11.1.2011 kl. 12:13

4 Smámynd: Taflfélag Vestmannaeyja

Ritstjórinn hefur gaman af ađ spá og gerir ţađ oft skemmtilega, en hann er vissulega enginn Nostradamus.

Taflfélag Vestmannaeyja, 12.1.2011 kl. 11:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.8.): 7
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 246
  • Frá upphafi: 8779492

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 160
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband