17.10.2010 | 21:47
Skákþáttur Morgunblaðsins: Ísland bætti sig um 24 sæti í opnum flokki Ólympíumótsins
„Nýliðarnir" voru drýgstir á lokasprettinum. Bragi og Björn Þorfinnssynir hlutu 3 ½ vinning af fjórum í lokaumferðunum tveimur. Sveitin hlaut 26 ½ vinning af 44 mögulegum um 60% vinningshlutfall og 13 stig. Hefði orðið mun ofar ef vinningar sveita með 13 stig væru látnir gilda en ekki flókinn útreikningur mótsstiga. Þannig hlutu Svíar aðeins 24 vinninga og 13 stig en reiknast samt í 34. sæti. Athyglisverð staðreynd er sú að Ísland var á svipuðu róli og ofursveit Búlgaríu sem hafnaði í 31. sæti með 13 stig og 26 ½ vinning en meðalstigin þar voru tæplega 2700 stig.
Ólympíumótsins í Khanty Manyisk verður sennilega minnst fyrir góða framkvæmd og frábæra frammistöðu Vasilí Ivantsjúk sem leiddi Úkraínumenn til sigurs. Ivantsjúk hlaut 8 vinninga úr tíu skákum á 1. borði. Efstu lið urðu:
1. Úkraína 19 stig 2. Rússland 18 stig 3. Ísrael 17 stig 4. Ungverjaland 17 stig 5. Kína 16 stig.
Í tíundu umferð mættu Íslendingar sveita Litháa með feðgana Evgenij Svesnikov, sem vann Hannes Hlífar óvænt, og Vladimir Svesnikov sem varð að láta í minni pokann fyrir Braga Þorfinnssyni á þriðja borði:
Bragi Þorfinnsson - Vladimir Svesnikov
Katalónsk byrjun
1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. g3 dxc4 5. Bg2 c5 6. O-O Rc6 7. Da4 Bd7 8. Dxc4 b5 9. Dd3 Hc8 10. dxc5 Bxc5 11. Rc3 O-O 12. Bg5 Rb4 13. Bxf6 gxf6 14. Dd2 Bc6 15. Dh6 He8 16. Had1 Bf8 17. Dh5 Db6 18. a3 Rc2 19. Hc1 Bxf3
Sennilega eru þessi uppskipti misráðin.
20. Dxf3 Rd4 21. Dg4+ Kh8 22. Hcd1 Hed8 23. Dh5 Kg8 24. e3 Rb3 25. Be4 f5
Betra var 25. ... h6.
26. Rd5!
Þrumuleikur sem byggist á valdleysi hróks á c8, t.d. 26. ... exd5 27. Bxf5 h6 28. Bxc8 Hxc8 29. Dg4+ og vinnur.
26. ... Hxd5 27. Hxd5 Bg7
eða 27. ... fxe4 28. Hg5+ Bg7 29. Dh6 og vinnur.
28. Hd7 Hf8 29. Bg2 Bxb2 30. Dg5+ Bg7 31. Hfd1 h6 32. De7 a5 33. Hb7 Da6 34. Hd8 Hxd8 35. Dxf7+ Kh8
- og svartur gafst upp um leið.
Fjallað verður um frammistöðu kvennaliðsins í næsta pistli.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.
Grein þessi birtist í sunnudagsmogganum, 10. október 2010.
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkar: ÓL 2008, Pistlar | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 12
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 138
- Frá upphafi: 8779018
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 110
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.