Leita í fréttum mbl.is

Hellismenn lögðu Bolvíkinga í mjög spennandi viðureign

Picture 020Ein mest spennandi viðureign í sögu Hraðskákkeppni taflfélaga fór fram í kvöld þegar Hellismenn lögðu Íslandsmeistara Bolvíkinga, í undanúrslitum Hraðskákkeppni taflfélaga, með minnsta mögulega mun, 36½-35½.  Staðan var hálfleik var 18½-17½ fyrir Helli. 

Hellismenn byrjuðu með látum, unnu 3 fyrstu umferðirnar og voru komnir með góða forystu, 12-6.  Þá fóru Bolvíkingar í stuð, unnu næstu 3 umferðir og höfðu nánast jafnað leikin í hálfleik.  Bolvíkingar unnu svo sjöundu umferðina 5-1 og voru komnir með 3ja vinninga forskot.  Áttundu umferð lauk með jafntefli.  Hellismenn unnu svo níundu umferðina 4½-1½ og jöfnuðu þar með metin.  10. og 11. umferð lauk með jafntefli og var því jafnt fyrir lokaumferð mótsins.  Þá unnu Hellismenn með minnsta mögulega mun 3½-2½ og viðureignina því samanlagt 36½-35½.Picture 021

Landsliðsmennirnir Hannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson fóru fyrir jafnri sveit Hellis.  Hannes fékk 9 vinninga í 12 skákum en Hjörvar 7½.  Aðrir voru rétt undir 50% en það er athyglisvert að 5 af 7 leikmönnum Hellis voru undir helmings vinningshlutfalli.

Jóhann Hjartarson var bestur Víkara með 9 vinninga, Landsliðsmaðurinn Bragi Þorfinnsson fékk 8½ vinning og Þröstur Þórhallsson fékk 8 vinninga.

Einstaklingsárangur:

Hellir:

  • Hannes Hlífar Stefánsson 9 v. af 12
  • Hjörvar Steinn Grétarsson 7½ v. af 12
  • Sigurbjörn J. Björnsson 5½ v. af 12
  • Magnús Örn Úlfarsson 5 v. af 12
  • Róbert Lagerman 5 v. af 12
  • Björn Þorfinnsson 2½ v. af 6
  • Davíð Ólafsson 2 v. af 6

Bolungarvík:

  • Jóhann Hjartarson 9 v. af 12
  • Bragi Þorfinnsson 8½ v. af 12
  • Þröstur Þórhallsson 8 v. af 12
  • Stefán Kristjánsson 5½ v. af 12
  • Jón L. Árnason 4 v. af 12
  • Halldór Grétar Einarsson ½ v. af 10
  • Magnús Pálmi Örnólfsson 0 v. af 2
Úrslitaviðureign Hellis og TR fer fram miðvikudaginn 15. september í TR og hefst kl. 19:30.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8779007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband