16.5.2010 | 21:59
Anand og Topalov takast á - grein eftir Helga Ólafsson

Fjórtánda og síđasta umferđ stórmótsins í Linares á Spáni, sem sumir hafa kallađ Wimbledon skákarinnar, fór fram 10. mars 2005.
Garrí Kasparov, 41 árs gamall, var međ vinnings forskot á andstćđing sinn, Búlgarann Venselin Topalov. Eftir 30 leiki varđ Kasparov ađ játa sig sigrađan. Hann gaf ţá ástćđu fyrir ósigrinum ađ hann hefđi ekki átt neina orku eftir. Ósigurinn breytti ţví ekki ađ Kasparov varđ efstur á mótinu í níunda skipti, en síđar ţennan sama dag steig hann í pontu og tilkynnti ađ hann vćri hćttur taflmennsku sem atvinnumađur og hygđist í framtíđinni snúa sér ađ stjórnmálum. Indverjinn Wisvantahan Anand, prúđur mađur til orđs og ćđis, lét sér fátt um finnast og sagđi viđ sinn gamla keppinaut: Ţú ćtlar sem sagt ađ skipta út skákferlinum fyrir rússneska byssukúlu."
Ţetta fannst Garrí kaldranaleg kveđja.
Arftakinn Topalov
Um leiđ og hann yfirgaf sviđiđ var eins og hann kynnti til sögunnar arftaka
Hneykslismál ţessa einvígis, sem fram fór í Elista í Kalmykíu, heimalandi Kirsans, forseta FIDE, snerust um gagnkvćmar ásakanir keppenda um tölvusvindl og tíđar salernisferđir Kramniks. Hlaut ţessi skrýtna skákveisla síđar nafniđ Toiletgate". Ađ lokum bar Kramnik sigur úr býtum í bráđabana.
Ótvírćđur heimsmeistari

Ţar reis Wisvantahn Anand aftur upp, en hann hafđi áđur unniđ heimsmeistaraeinvígi viđ Shirov áriđ 2000, og sigrađi međ glćsibrag en Kramnik, sem var međal keppenda og var heitiđ heimsmeistaraeinvígi ef hann ynni ekki mótiđ, varđ í 2.-3. sćti.
Af ţví leiddi ađ haustiđ 2008 settust Anand og Kramnik niđur í Bonn í Ţýskalandi en Kramnik tapađi án ţess ađ fá rönd viđ reist, 4 ˝ : 6 ˝.
Anand var ţar međ ótvírćđur heimsmeistari og vinsćll sem slíkur. Indverjinn er ţjóđhetja í heimalandi sínu og teflir í Búlgaríu íklćddur skyrtu međ áletrun NIIT, indverskra samtaka sem hafa tekiđ ađ sér auka veg skákarinnar í skólum landsins.
Línur skýrast
Hafi sameiningarferliđ einhvern tímann ţótt flókiđ fóru línur ađ skýrast í lok apríl sl. ţegar Venselin Topalov var aftur dreginn á flot, nú sem áskorandi heimsmeistarans. Hiđ magnađa regluverk sem FIDE samdi um keppnina gerir Topalov einmitt kleift ađ tefla um heimsmeistaratitilinn fjórum árum eftir ađ hann tapađi í Kalmykíu.Á ţeirri vegferđ ţurfti hann ađ vísu ađ vinna einvígi gegn Gata Kamsky, sem öllum ađ óvörum hafđi komist lifandi frá mikilli eyđimerkurgöngu, ţ.e. heimsbikarmóti FIDE í Khanty Manyisk í Síberíu.
Saga heimsmeistarakeppninnar sl. fimm ár hefur vissulega veriđ viđburđarík, en illu heilli var hiđ sanngjarna keppnisfyrirkomulag aflagt sem byggđi á svćđamótum er náđu til allra ađildarţjóđa FIDE, millisvćđamótum, áskorendaeinvígjum og loks heimsmeistaraeinvígi.
Silvio Danailov dularfullur
Heimsmeistaraeinvígi ţađ sem nú stendur yfir í Sofíu, höfuđborg Búlgaríu, er tilkomiđ m.a. vegna afskipta Georgi Parvanovs, forseta Búlgaríu, sem beitti sér fyrir ţví ađ veitt yrđi ríkisábyrgđ fyrir verđlaunaféđ sem nemur tveim milljónum Bandaríkjadala. Teflt er í samkomuhöll búlgarska hersins.Topalov vann áttundu skák einvígsins sl. ţriđjudag og jafnađi ţar međ metin og enn var allt í járnum eftir jafntefli á fimmtudag. Hann komst yfir međ sigri í fyrstu einvígisskákinni en Anand svarađi međ ţví ađ vinna tvćr skákir og virtist hafa alla ţrćđi í hendi sér ţegar einvígiđ var hálfnađ. En Topalov er oft seinn í gang og ţeim mun sterkari á lokasprettinum. Ţađ er kannski ţess vegna sem möguleikar hans á sigri eru taldir meiri auk ţess sem heimavöllurinn getur skipt máli.
Á móti kemur auđvitađ hin víđtćka reynsla Anand og fáum dylst ađ hann hefur til ađ bera meiri hćfileika til skákarinnar en Topalov sem hefur náđ svo langt, ţökk sé strangri ţjálfun og hálfgerđum meinlćtalifnađi, ef marka má bók sem ađstođarmenn Kramniks, ţeir Bareev og Levitov, tóku saman eftir einvígiđ frćga í Elista. Höfundar ţeirrar bókar velta vöngum yfir ţví hvađa skýringar séu á ţví ađ Topalov hafi skyndilega skotist fram fyrir helstu keppinauta sína og margoft trónađ efstur á elo-stigalista FIDE.
Helsta niđurstađa ţeirra er sú ađ hinn áđur vingjarnlegi og hvers manns hugljúfi, Venselin Topalov, sé umsetinn náungum af lakara taginu sem hafi mörg óhrein međul í pokahorninu og hiki ekki viđ ađ beita ţeim. Er ţar sérstaklega nefndur til sögunnar umbinn og ţjálfarinn Silvio Danailov, mađurinn sem hleypti öllu í bál og brand í Elista um áriđ. Hefur Danailov margoft mátt sitja undir grunsemdum um ólöglegt athćfi. Í ţýska dagsblađinu Süddeutsche Zeitung birtist snemma árs 2007 lýsing á hátterni hans á međan Topalov sat ađ tafli í Wijk aan Zee í Hollandi:
...Danailov yfirgefur skáksalinn međ reglulegu millibili, hringir úr gsm-símanum, talar í nokkrar sekúndur, kemur aftur í skáksalinn, tekur sér sćti á afsviknum stađ ţar sem hann getur séđ Topalov og upphefur einhverjar handahreyfingar..."
Skćruhernađur, hótanir og njósnir
Í samanburđi viđ ýmsa ađra heimsmeistara sögunnar er Anand hvítţveginn engill. Ekki finnst eitt einasta dćmi ţess ađ hann hafi reynt ađ slá andstćđing sinn út af laginu međ öđru en góđum leikjum á skákborđinu en hann er vissulega hugađur ađ tefla ţetta einvígi í byggingu sem er í eigu búlgarska hersins. Ţví heimsmeistaraeinvígi eru enginn barnaleikur. Ţau einkennast af mikilli tortryggni, pukri, sálfrćđilegum skćruhernađi, hótunum, njósnum og jafnvel mútum.Á topp 10-listanum yfir kostulegustu uppákomur ţessara merkilegu viđburđa situr sá atburđur ţegar ljóshjálmur var tekinn niđur og stólar hlutađir sundur undir lok einvígis Fischers og Spasskís í ágúst 1972. Ţar á eftir kemur sennilega hinn magnađi gambítur Viktors Kortsnojs ađ skarta speglagleraugum ţegar hann tefldi viđ Karpov í Baguio city 1978. Dulsálfrćđingurinn Zoukhar var af sovéskum íţróttamálayfirvöldum sendur til Filippseyja og hafđi ţađ hlutverk ađ stara á Kortsnoj tímunum saman.
Fyrsti sovéski heimsmeistarinn Mikhail Botvinnik krafđist ţess ađ biđleikjum yrđi stungiđ í tvö umslög, samkvćmt líkindafrćđinni vćri eitt umslag líklegra til ađ fara á flakk" en tvö. Hann lagđi einnig dýpri merkingu í ţađ en ađrir menn hvenćr ráđlegt var ađ mćta á skákstađ međ kaffibrúsa. Kasparov bar á sér sérstakan verndargrip ţegar hann tefldi einvígin viđ Karpov á níunda áratugnum; hann áleit sem svo ađ í kringum andstćđinginn vćri allt of mikiđ af orkusugum" og sjálfur vćri Karpov óttalegur blóđmaur.
Sá er munur á einvíginu í Sofíu og ţeim sem fram fóru á seinni helmingi síđustu aldar ađ nú eru ađeins tefldar 12 skákir, lengsta einvígi skáksögunnar var einvígi Karpovs og Kasparovs 1984 -85 en ţví lauk án niđurstöđu eftir 48 skákir og meira en fimm mánađa taflmennsku. Verđi jafnt eftir tólftu skákina á mánudag munu Anand og Topalov útkljá málin međ fjórum atskákum. Ţar er Anand almennt talinn standa betur ađ vígi.
Grein eftir Helga Ólafsson sem birtist í sunnudagsmogganum, 2. maí 2010.
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkar: Íslenskar skákfréttir, Íţróttir, Skákţćttir Morgunblađsins | Facebook
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 0
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 165
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 95
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.