Leita í fréttum mbl.is

Skákþáttur Morgunblaðsins: Gífurleg spenna í HM-einvíginu þegar þrjár skákir eru eftir

Sú spurning gerist áleitin hvort örlaganornir séu nú farnar að spinna sinn myrka vef og ætli indverska heimsmeistaranum Wisvanthan Anand eitthvað annað en sigur í einvíginu við Topalov. Anand hefur greinilega teflt betur en þegar þetta er ritað eftir níu skákir er staðan engu að síður jöfn og Topalov hefur hvítt tvisvar af þeim þrem skákum sem eftir eru. Í áttundu og níundu skák hlaut Anand aðeins ½ vinning en hefði allt eins getað fengið vinningi meira miðað við stöðurnar sem upp komu. Lítum á tvö dæmi úr þessum skákum:

10-05-09-1.jpg8. einvígisskák: (Sjá Stöðumynd 1)

Topalov - Anand

Stöður með mislitum biskupum er oft ranglega taldar jafnteflislegar en í þessu tilviki gat Anand þó tryggt jafnteflið með 54. .. Bd3 og getur síðan haft kónginn á e8 og d7. Þess í stað lék hann: 54. .... Bc6?? og eftir 55. Kh6 Kg8 56. g4! gafst upp því hann á ekkert svar við áætluninni: 59. g5 60. Bg7 og g6! við tækifæri. Kóngurinn ryður sér leið yfir á drottningarvænginn og þá ræður d7-peðið úrslitum.

9. einvígisskák: (Sjá Stöðumynd 2)10-05-09-2.jpg

Anand -Topalov

Maraþonskák þeirra á fimmtudaginn sem lauk með jafntefli eftir 83 leiki hlýtur að hafa reynt á taugarnar. Anand tefldi geysilega vel en missti af ýmsum vænlegum leiðum og baráttukraftur Topalovs í vörninni var aðdáunarverður. En þegar hér er komið sögu átti Anand rakinn vinning sem ýmsir spámenn hafa bent á og forritin Rybka og Fritz sanna:

62. Hdd7! a3(ekki 62. ... b2 63. Hdf7 Dxf7 64. Hxf7 a3 65. Ha7 og vinnur) 63. Kg3! Da1 64. Hc7+ Kb8 (eða 64. ... Kd8 65. Ha7 og vinnur ) 65. Hb7+ Ka8 66. Rxb3 De5+ 67. Kg4 og vinnur t.d. 67. ... a2 68. Ha7+ Kb8 69. Hae7! og vinnur. En Anand lék öðru og lét Topalov sleppa. Einvígið hefur einkennst af geysilegri baráttu, Anand hefur ekki nýtt færin nægilega vel og á lokasprettinum eru möguleikar Topalovs betri. Ellefta skákin er á dagskrá á sunnudag og lokaskákin á mánudag.

Guðmundur Gíslason fer vel af stað í Sarajevo

Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Þorfinnsson og Guðmundur Gíslason taka þessa dagana þátt í geysiöflugu opnu móti í Sarajevo í Bosníu. Keppendur eru 169 talsins og verða tefldar níu umferðir. Meðal keppenda eru 44 stórmeistarar en stigahæsti skákmaður mótsins er Kínverjinn Wang Hao. Þremenningarnir unnu allir í fyrstu umferð en í þeirri næstu töpuðu Hannes og Bragi en Guðmundur Gíslason gerði sér lítið fyrir og vann hið 16 ára gamla undrabarn frá Azerbadsjan, Nijat Abasov. Guðmundur hefur því 2 vinninga og deilir efsta sæti með 21 keppanda. Í gær, föstudag, átti hann að tefla með svörtu á borði nr. 11 við Dragan Solak frá Serbíu. Skákir á 20 efstu borðunum eru í beinni útsendingu og slóðin er: http://open2010.skbosna.ba/en.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.  

Grein þessi birtist í sunnudagsmogganum, 9. maí  2010.

Skákþættir Morgunblaðsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 135
  • Frá upphafi: 8779015

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 107
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband