16.5.2010 | 21:46
Skákţáttur Morgunblađsins: Gífurleg spenna í HM-einvíginu ţegar ţrjár skákir eru eftir
8. einvígisskák: (Sjá Stöđumynd 1)
Topalov - Anand
Stöđur međ mislitum biskupum er oft ranglega taldar jafnteflislegar en í ţessu tilviki gat Anand ţó tryggt jafntefliđ međ 54. .. Bd3 og getur síđan haft kónginn á e8 og d7. Ţess í stađ lék hann: 54. .... Bc6?? og eftir 55. Kh6 Kg8 56. g4! gafst upp ţví hann á ekkert svar viđ áćtluninni: 59. g5 60. Bg7 og g6! viđ tćkifćri. Kóngurinn ryđur sér leiđ yfir á drottningarvćnginn og ţá rćđur d7-peđiđ úrslitum.
9. einvígisskák: (Sjá Stöđumynd 2)
Anand -Topalov
Maraţonskák ţeirra á fimmtudaginn sem lauk međ jafntefli eftir 83 leiki hlýtur ađ hafa reynt á taugarnar. Anand tefldi geysilega vel en missti af ýmsum vćnlegum leiđum og baráttukraftur Topalovs í vörninni var ađdáunarverđur. En ţegar hér er komiđ sögu átti Anand rakinn vinning sem ýmsir spámenn hafa bent á og forritin Rybka og Fritz sanna:
62. Hdd7! a3(ekki 62. ... b2 63. Hdf7 Dxf7 64. Hxf7 a3 65. Ha7 og vinnur) 63. Kg3! Da1 64. Hc7+ Kb8 (eđa 64. ... Kd8 65. Ha7 og vinnur ) 65. Hb7+ Ka8 66. Rxb3 De5+ 67. Kg4 og vinnur t.d. 67. ... a2 68. Ha7+ Kb8 69. Hae7! og vinnur. En Anand lék öđru og lét Topalov sleppa. Einvígiđ hefur einkennst af geysilegri baráttu, Anand hefur ekki nýtt fćrin nćgilega vel og á lokasprettinum eru möguleikar Topalovs betri. Ellefta skákin er á dagskrá á sunnudag og lokaskákin á mánudag.
Guđmundur Gíslason fer vel af stađ í Sarajevo
Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Ţorfinnsson og Guđmundur Gíslason taka ţessa dagana ţátt í geysiöflugu opnu móti í Sarajevo í Bosníu. Keppendur eru 169 talsins og verđa tefldar níu umferđir. Međal keppenda eru 44 stórmeistarar en stigahćsti skákmađur mótsins er Kínverjinn Wang Hao. Ţremenningarnir unnu allir í fyrstu umferđ en í ţeirri nćstu töpuđu Hannes og Bragi en Guđmundur Gíslason gerđi sér lítiđ fyrir og vann hiđ 16 ára gamla undrabarn frá Azerbadsjan, Nijat Abasov. Guđmundur hefur ţví 2 vinninga og deilir efsta sćti međ 21 keppanda. Í gćr, föstudag, átti hann ađ tefla međ svörtu á borđi nr. 11 viđ Dragan Solak frá Serbíu. Skákir á 20 efstu borđunum eru í beinni útsendingu og slóđin er: http://open2010.skbosna.ba/en.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 9. maí 2010.
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkar: Íslenskar skákfréttir, Íţróttir, Skákţćttir Morgunblađsins | Facebook
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 9
- Sl. sólarhring: 25
- Sl. viku: 135
- Frá upphafi: 8779015
Annađ
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 107
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.