Leita í fréttum mbl.is

“GARÐASLAGUR” KR- ingar báru sigur af Garðbæingum

GARÐASLAGUR 2Fimmtudagskvöldið 15. apríl fór fram mikið vináttukapptefli milli Taflfélags Garðabæjar og Skákdeildar KR að Garðabergi í Garðabæ.  Telft var á 21 borði og keppendum skipt upp í 3  sjö manna riðla eftir styrkleika þar sem tefldu allir við alla.

Segja má að eins konar æfingamót fyrir KR-inga hafi verið að ræða því í næsta mánuði heldur "skákherdeild" klúbbsins til Þýzkalands, þar sem att verður kappi við

Kreuzberg skákklúbbinn í Berlin á allt að 24 borðum.    

Leikar í Garðabæ fóru þannig að Sd. KR sigraði með 83½ vinningi gegn 63½ Garðbæinga. Nánari úrslit urðu þau að í A-riðli hlaut FG 28 v. gegn 21, í B-riðli 21½ - 27½  og í C-riðli 14 -35 KR-inga, svo segja má að hinir síðarnefndu hafi unnið á breiddinni.    .

Bestum borðárangri fyrir FG: náði í A-riðli Einar Hjalti Jensson með 6½ v. af 7; Þorvarður F. GARÐASLAGUR 28Ólafsson 5½ og Jón Hálfdánarson 4½; í B-riðli Páll Sigurðsson 6v. Þorlákur Magnússon og Svanberg Már Pálsson 5v.; í C- riðli Ómar Ingólfsson 4½.

Fyrir KR: í A-riðli : Jón G. Friðjónsson 4½ af 6; Daði Guðmundsson 3½ af 6; Jóhann Örn Sigurjónsson 31/2 af 7; í B-riðli: Páll G. Jónsson 5½ af 7; Guðfinnur R. Kjartansson 3½ af 6; í C-riðli: Björn Víkingur Þórðarson 6½ af 7; Kristinn Bjarnason 6 af 7; Jóhannes Bjarki Tómasson 5½ af 7; Árni Þór Árnason og Atli Jóhann Leósson með 5 v. af 7 mögulegum.

Liðs- og mótsstjórar voru þeir: Einar S. Einarsson og Páll Sigursson.

Myndir frá ESE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 8778962

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband