Leita í fréttum mbl.is

íslandsmót barnaskólamót fer fram á sunnudag - skráningarfrestur rennur út í dag

Skákakademía ReykjavíkurÍslandsmót barnaskólasveita 2010 fer fram í Vetrargarðinum, Smáralind, sunnudaginn 21.mars. Mótshaldið er í höndum Skákakakademíu Reykjavíkur í nánu samstarfi við Skáksamband Íslands.

Tefldar verða 8 umferðir eftir Monrad-kerfi - umhugsunartími 10 mín. á skák fyrir hvern keppenda.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit - en hver sveit er skipuð fjórum nemendum 1.-7.b ekkjar grunnskóla en að auki mega allt að tveir varamenn skipa hverja sveit. Keppendur skulu vera fæddir 1997 eða síðar.

Mótið hefst kl. kl.12.30 og skulu keppendur vera mættir í síðasta lagi kl. 12.15. Gert er ráð fyrir að mótshaldið taki rúmlega 4 klukkustundir.

Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til þátttöku á Norðurlandamóti barnaskólasveita sem fram fer í september næstkomandi. Viðkomandi skóli ber ábyrgð á skipulagningu og fjármögnun ferðarinnar en Skáksamband Íslands mun aðstoða við þjálfun keppenda.

Skráning fer fram hjá Skáksambandi Íslands í síma 568-9141, virka daga 10-13 og í tölvupósti skaksamband@skaksamband.is. Skráningu skal lokið í síðasta lagi fimmtudaginn 18. mars. Með skráningu skóla skal fylgja nafn liðstjóra og netfang hans.

Þegar nær dregur mótinu verður liðstjórum sendar nákvæmar upplýsingar varðandi framkvæmd mótsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband