Leita í fréttum mbl.is

Vel heppnaður formannafundur SÍ

Stjórn SÍ hélt í gær formannafund sambandsins í fyrsta skipti.   Fundurinn fór fram í húsnæði SÍ og var vel sóttur af formönnum skákfélaga og öðrum forsvarsmönnum taflfélaganna og skákhreyfingarinnar.    Um 30-40 manns sóttu fundinn.  Forseti SÍ fór yfir skákstarfið 2009, hvað væri á dagskrá árið 2010 og mögulegar pælingar varðandi stöðu SÍ á nýjum tímum þar sem ljóst væri að skákhreyfingin hefði úr umtalsvert minni peningum að spila miðað við síðustu ár.  

Helgi Ólafsson, landsliðsþjálfari, hélt svo tölu um landsliðsmál og fór yfir áherslur sínar og Davíðs Ólafssonar, landsliðsþjálfara kvennaliðsins, varðandi Ólympíuskákmótið í Síberíu í haust.   Mjög góður rómur var gerður að áherslum þjálfaranna og landsliðsstefnunni í heild sinni og ljóst að þeir báðir hafa mikinn metnað fyrir lið sín.   

Að lokum var slegið upp léttu skákmóti.  Þar fór forsetinn mikinn og sigraði á mótinu, hlaut 8 vinninga í 9 skákum, tapaði aðeins fyrir varaforsetanum, Magnúsi Matthíassyni.  Rúnar Berg varð annar með 7 vinninga.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 135
  • Frá upphafi: 8779015

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 107
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband