Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Ţjálfađu eins og stórmeistari

Train Like A GrandmasterStórmeistarinn Henrik Danielsen hefur sett upp vefsíđu ţar sem hann býđur upp á skákkennslu.  Skákkennslan far ţannig fram ađ Henrik sendir kennsluefni 5 sinnum í viku til ţeirra sem hafa áhuga. 

Óhćtt er ađ mćla međ vefsíđunni en ţar fer Henrik vel yfir kennsluađferđir.  

Train Like a Grandmaster


Nökkvi sigrađi á Hausthrađskákmóti TV

Nökkvi SverrissonNökkvi Sverrisson sigrađi á Hausthrađskákmeistaramóti TV í gćrkvöldi. Nökkvi fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum en gerđi ađeins jafntefli viđ Dađa Stein. Í byrjun móts fór Ţórarinn Ingi hamförum og var efstur eftir 5 umferđir en ţurfti ţá ađ lúta í gras gegn formanninum.

Lokastađan

1. Nökkvi Sverrisson 6,5 v
2-3. Ţórarinn Ingi Ólafsson og Sverrir Unnarsson 5 v
4. Dađi Steinn Jónsson 4,5 v
5-6. Róbert Aron Eysteinsson og Sigurđur Arnar Magnússon 2,5 v
7. Karl Gauti Hjaltason 2 v
8. Hafdís Magnúsdóttir 0 v

Haustmót TV hefst miđvikudaginn 28. september kl. 19:30.

Heimasíđa TV


Upplýsingar um haustnámskeiđ Skákskólans

Skákskóli ÍslandsNámskeiđ í almennum flokkum á haustönn 2011 verđa sem hér segir:

Byrjendaflokkur I: Laugardaga kl. 16.00-17.30      (10 vikur verđ 14.000)

Byrjendaflokkur II: Mánudaga kl. 16.30 - 18.00 (10 vikur verđ 14.000)

Framhaldsfl.: Ţriđjudaga kl. 15.30-17.00 og laugardaga kl. 12:30-14:00 (10 vikur verđ 22.000)

Kennt er í húsnćđi Skáksambands Íslands í Faxafeni 12, Reykjavík.

Kennsla hefst:

Byrjendaflokkur I:   1. október

Byrjendaflokkur II: 26. september

Framhaldsfl.: 27. september

Skráning í síma 568 9141 kl. 9-13 virka daga og í netfang: skaksamband@skaksamband.is í síđasta lagi 23. september.

Allir nemendur mćti til ađ stađfesta og skipa í hópa laugardaginn 24. september kl. 13.00.


Atskákmót Skákdeildar Ţróttar og Víkingaklúbbsins

Víkingaklúbburinn-Ţróttur heldur fyrsta skákmót félagsins miđvikudaginn 21. september og hefst tafliđ kl. 19:30. Tefldar verđa 6 umferđir međ fimmtán mínútna umhugsunartíma. Teflt er í Laugarlćkjaskóla einum af nýjum húsakynnum Víkingaskákdeildar Ţróttar.

Ćfingar verđa framveigis hálfsmánađarlega (Víkingaskák og skák til jafns) og m.a verđur stórt hrađskákmót í desember. Verđlaunagripir verđa fyrir ţrjú efstu sćtin og einnig sérstök unglingaverđlaun. Mótiđ er opiđ öllum skákmönnum.


Einvígi Halldórs og Davíđs hefst í kvöld - bein útsending

Einvígi Halldórs Pálssonar (1974) og Davíđ Kjartanssonar (2291) hefst í kvöld.  Ţeir félagarnir enduđu í 2.-3. sćti í áskorendaflokki Íslandsmótsins í skák sem fram fór síđustu páska.  Sigurvegari einvígisins fćr ţátttökurétt í landsliđsflokki 2012.   Tefldar eru tvćr skákir og verđi jafnt ţá teflt til ţrautar međ skemmri umhugsunartíma.  Skákirnar verđa sýndar beint og hefst sú fyrri kl. 19:30 í kvöld.

Heimasíđa Íslandsmótsins

 


Sigfús sigrađi á skákdegi Ása

Ţađ mćttu 22 galvaskir skákmenn til leiks í Stangarhylinn í dag.  Sigfús Jónsson varđ efstur en hann hlaut 8 vinninga í 9 mögulegum.  Í öđru sćti varđ Valdimar Ásmundsson međ 7 vinninga.  Jafnir í  ţriđja til fjórđa sćti urđu ţeir Guđfinnur Kjartansson og Haraldur Axel međ 6.5 vinning.

Vetrarstarfiđ hófst ţann 6. september.  Ţá varđ Haraldur Axel Sveinbjörnsson efstur međ 8 vinninga af 9 mögulegum.  Ţann 13 september var ţađ Valdimar Ásmundsson sem bar sigur úr býtum međ 8 af 9 mögulegum. 

Heildarúrslit dagsins.

  • 1       Sigfús Jónsson                                 8 vinninga
  • 2       Valdimar Ásmundsson                    7     -
  • 3-4    Guđfinnur Kjartansson                             6.5  -
  •          Haraldur Axel                                  6.5 
  • 5       Ţorsteinn Guđlaugsson                             6     -
  • 6       Eiđur Á Gunnarsson                        5.5  -
  • 7-9    Össur Kristinsson                                     5     -
  •          Gísli Sigurhansson                                    5     -
  •          Ásgeir Sigurđsson                                     5     -
  • 10-11          Egill Sigurđsson                               4.5  -
  •          Óli Árni Vilhjálmsson                      4.5  -
  •          Gísli Árnason                                  4.5  -
  • 13-14          Hálfdán Hermannsson                     4     -
  •          Baldur Garđarsson                                    4     -
  • 15-17          Halldór Skaftason                                     3.5  -
  •          Birgir Ólafsson                                3.5  -
  •          Jón Víglundsson                              3.5  -
  • 18-20          Friđrik Sófusson                              3     -
  •          Jónas Ástráđsson                                      3     -
  •          Viđar Arthúrsson                             3     -
  • 21     Grímur Jónson                                2     -
  • 22     Haraldur Magnússon                       1.5  -

Einar kaldi sigrađi á Vinarmóti Vinjar

Einar og StefánGarpurinn hann Einar Valdimarsson lét ţađ ekki trufla sig ţó andstćđingar bćru hina merkustu titla og sigrađi á samstöđumóti Vinjar sem Skákakademían blés til í gćr. Skákstjórinn hann Róbert Lagerman ţurfti reyndar ađ láta tölvuna margreikna úrslitin en Einar og Björn Ţorfinnsson voru svona hnífjafnir á toppnum.

Vinir og velunnarar Vinjar, athvarfsins sem Rauđi kross CIMG2631Íslands hefur rekiđ í tćp 19 ár, fjölmenntu heldur betur ţví 23 ţátttakendur voru skráđir. RKÍ mun hćtta rekstri athvarfsins nćsta vor og gestir Vinjar vona ađ góđir ađilar muni koma ađ rekstrinum svo ekki verđi lokađ. Skákfélag Vinjar hefur ávallt fengiđ mikla hvatningu og stuđning frá forystu Skáksambandsins sem og Skákakademíunnar og ţar á bćjum ţekkir fólk ţađ góđa starf sem unniđ er í athvarfinu, í gegnum skákina.

Gunnar Björnsson, forseti, mćtti sem svo oft fyrr og lék fyrsta leikinn í skák Hauks Angantýssonar og Róberts Lagerman.  Róbert, útlćrđur í stjórn og dómgćslu frá Fćreyjum, hélt utan um mótiđ af ţekktri röggsemi en tefldar voru sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.

CIMG2641Ananas og appelsínur voru uppistađan í kaffihlađborđi sem ráđist var á í miđju móti.   Tómas Hermannsson hjá Sögur-útgáfa gaf glćsilega vinninga.

Allir í Vin og Skákfélag Vinjar vilja ţakka ţann stuđning sem sýndur hefur veriđ og vitađ er ađ nokkrir góđir ađilar eru ađ skođa möguleika á áframhaldandi rekstri. Ţađ er ekki síst vegna ađkomu - og góđra orđa -  fólks innan skákhreyfingarinnar. Ţess má geta ađ ferđafélag er starfrćkt innan athvarfsins, listahópur virkur auk ţess sem leikfimi og hreyfing er markvisst notuđ til bćttrar heilsu. Ţá eru 53 félagar í Skákfélaginu, notendur ţjónustunnar og vinir og vandamenn.

Úrslit:

  • 1. Einar Valdimarsson 5
  • 2. Björn Ţorfinnsson 5
  • 3. Gunnar Freyr Rúnarsson 4,5
  • 4. Haukur Angantýsson 4,5
  • 5. Róbert Lagerman 4
  • 6. Stefán Bergsson 4.
  • 7. Eymundur Eymundsson 3,5
  • 8. Hörđur Garđarsson 3,5
  • 9. Hrafn Jökulsson 3,5

og svo öll hin...    

Myndaalbúm mótsins (AV)                                                                                                         


Borgarstjórn samţykkir ađ einvígis aldarinnar verđi minnst á nćsta ári

Borgarstjórn samţykkti međ öllum greiddum atkvćđum í dag ađ minnast ţess á nćsta ári ađ ţá verđi 40 ár liđin frá einvígi aldarinnar.   Tillagan var lögđ fram af borgarfulltrúum Sjálfstćđisflokksins og mćlti Kjartan Magnússon fyrir henni.  Óttarr Proppé, Besta flokknum, lýsti stuđningi viđ tillöguna sem var samţykkt međ 14 greiddum atkvćđum.  Sóley Tómasdóttir, VG, sat hjá. 

Í tillögunni kemur fram ađ leita skuli samstarfs viđ Skáksamband Íslands, Skákakademíu Reykjavíkur og taflfélögin í Reykjavík.

Tillagan og greinargerđ


Áskrift ađ Tímaritinu Skák

Tímaritiđ SkákStjórn Skáksambands Íslands hefur til athugunar ţann möguleika ađ endurvekja Tímaritiđ Skák. Hugmyndin er ađ gefa út árstímarit í mars ţar sem fariđ vćri yfir liđiđ ár og fjallađ um helstu viđburđi eins og Reykjavíkurskákmótiđ, Ólympíuskákmótiđ, Skákţing Íslands, Íslandsmót skákfélaga, unglingastarf o.s.frv. Vandađ yrđi til verka í alla stađi ţar sem andi gamla blađsins svifi yfir vötnum. Gengiđ er út frá ţví ađ blađiđ verđi 90-100 bls. í fallegu broti.

Slík útgáfa er mjög dýr og ţví ljóst ađ grundvöllur hennar nćst eingöngu ef áhugi međal skákmanna fyrir ţví ađ kaupa blađiđ er umtalsverđur. Áćtlađ er ađ blađiđ muni kosta um kr. 2.000. Til ađ kanna útgáfugrundvöll fyrir slíku ársriti stendur Skáksambandiđ fyrir könnun međal skákmanna á ţví hvort ţeir muni kaupa slíkt rit.

Ţeir sem eru tilbúnir ađ styđja málefniđ og kaupa Tímaritiđ Skák árlega á 2.000 kr. eru vinsamlegast beđnir ađ skrá sig hér.


Mótaröđ og ađalfundur hjá SA

Nú á fimmtudaginn hefst hin sívinsćlamótaröđ Skákfélagsins. Teflt verđur á fimmtudagskvöldum og öllum heimil ţátttaka, eitt eđa fleiri kvöld.  Alls verđur telft 8 sinnum fyrir áramót og er borđgjald kr. 500 ađ venju. Sigurvegarinn er sá sem flestum vinningum safnar í heildina og mun hann hreppa vegleg heiđursverđlaun ţegar upp verđur stađiđ.

Á sunnudaginn kemur, 25. september er svo blásiđ til ađalfundar kl. 13. Ţá gefst félagsmönnum tćkifćri til ađ rýna í reikninga fyrir nýliđiđ starfsár og segja kost og löst á misviturri stjórn. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 25
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 191
  • Frá upphafi: 8779175

Annađ

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband